Fréttablaðið - 29.02.2008, Síða 46

Fréttablaðið - 29.02.2008, Síða 46
BLS. 10 | sirkus | 29. FEBRÚAR 2008 Saltur andblær sjávarins sveif víða yfir tískusýn- ingarpöllum þegar vor- og sumartískan var kynnt í haust. Akkeri og sjóliðasnið ásamt öðrum sígildum táknmynd- um frelsisins fjarri fastalandinu voru áberandi auk þess sem villt og litaglöð fatatíska sjóræn- ingjanna gerði strandhögg í tískuheiminum eina ferðina enn. Sjóliðarendurnar voru áber- andi í vor- og sumarlínunni árið 2006 og snúa nú aftur með enn sterkari skírskotun til ævintýra- legs sjóræningjalífsins þar sem litirnir rauður, blár og hvítur eru allsráðandi. Hafið bláa hafið og lífið í ölduróti þess hefur löngum heillað og verið sveipað ævintýrablæ og rómantík enda bærast leyndardómar og allar þrár mannsandans í hyldýpinu undir víðfeðmu yfirborði hafsins sem skilur að lönd og elskendur. Þar leynast hættur og feg- urð, líf og dauði og hvergi verður lífsbaráttan og stríðið við sinn innri mann og fárviðri hugans dramatískari en úti á reginhafi. Þar er glímt bæði við náttúruöflin og persónuleikabresti sem geta jafn- vel tekið á sig mynd risavaxins hvíts hvals þegar verst lætur. Engan þarf því svo sem að undra að tískan sem hefur náttúrulega tilhneig- ingu til þess að fara í menningarsögulega hringi sæki ítrekað á þessi sömu mið og ljóskáld, rithöfundar, leikstjórar og myndlistarfólk hefur sótt í gegnum ald- irnar. Hafið er þar fyrir utan enn dularfull ævintýraveröld á öld internets og endalauss upplýsingaflæðis og þar má enn finna vin í andlegri eyðimörk gegnd- arlausrar efnishyggju, hraða og tímaleysis. Fátt er því kærkomnara en ferskur andblær frá hafinu sem hristir upp í hversdagsgrámanum með litadýrð og ævin- týraþrá. Tískan er sem betur fer eins og golfstraumurinn og á endalausu ferðalagi sínu í gegnum tíma oig rúm rekur hana af og til á fjörur okkar með rómantískan trylling úr fortíðinni. Þessir vindar frelsis og lífsgleði munu blása um Reykjavík og aðrar tískuborgir í sumar. bergthora@365.is Sjóræningjaleikur t íska 2 3 1 ferskleiki dagsins í dag CHLOE SEVIGNY Í KRONKRON Fatalína bandarísku leikkonunnar Chloe Sevigny kom verslunina Kron Kron í gær, 28. febrúar, en aðeins fáar út- valdar verslanir í heiminum fá að selja hönnun hennar. Flestir muna eftir leikkonunni úr kvikmyndinn Kids og Boys Don‘t Cry en Chloe var tilnefnd til Golden Globe- og Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í síðarnefndu myndinni. Þetta er fyrsta fatalína leikkonunnar en hún vinnur hana í samstarfi við breska fyrirtækið Opening Ceremony. Línunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem Chloe þykir hátt skrifuð í tískuheiminum. 4 ÍS L E N S K A S IA .I S K E L 4 13 56 0 2. 20 08 Kringlunni · sími 568 4900 www.kello.is Fatnaður við öll tækifæri. Árshátíðarkjólar, yfirhafnir og vorklæðnaður. Litadýrð í bolum og blússum. Vorvindar glaðir … 1. Hringur með akkeri, Topshop 2. Carolina Herrera, vor, sumar 2008 3. Jean Paul Gaultier vor/sumar 2008 4. Af sýningu Eley Kishi- moto fyrir vor, sumar 2008 5. Marc Jacobs taska frá versluninni Kron Kron 6. Sjóliðapeysa frá Topshop 7. Sjóræningjahálsmen frá Topshop 7 5 6

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.