Fréttablaðið - 01.03.2008, Page 8

Fréttablaðið - 01.03.2008, Page 8
8 1. mars 2008 LAUGARDAGUR Auglýsingasími – Mest lesið KENÍA, AP Stjórnarandstöðuleiðtog- inn Raila Odinga lýsti í gær yfir að hann yrði forsætisráðherra í nýrri samsteypustjórn í Kenía sem muni binda enda á þau blóðugu átök sem hafa geisað í landinu frá umdeild- um kosningum 27. desember síð- astliðinn. Ekki var greint frá hvenær Odinga tæki við forsætis- ráðherraembættinu til að stjórna landinu við hlið Mwai Kibaki for- seta en Kibaki sagðist ætla að kalla saman þingið 6. mars næst- komandi til að hefja vinnu við þær stjórnarskrárbreytingar sem til þarf. Odinga og Kibaki, sem var endurkjörinn forseti í kosningun- um, náðu samkomulagi á fimmtu- daginn með aðstoð Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem hefur unnið að því að miðla málum í deil- unni undanfarinn mánuð. Odinga sakaði Kibaki um að hafa staðið fyrir umfangsmiklu kosningasvindli og Kibaki sakaði Odinga um slíkt hið sama. Deil- urnar um úrslit kosninganna leiddu til átaka víða um Kenía, sem hefur verið eitt stöðugasta ríki álfunnar. Yfir þúsund manns hafa fallið í átökunum og 600.000 flúið heimili sín. Mikið af átökunum átti sér stað milli ættbálka þar hinn valdamikli Kikuyu-ættbálkur, sem Kibaki til- heyrir, hefur átt í útistöðum við flesta aðra ættbálka landsins. Stjórnmálamenn hafa einnig verið sakaðir um að kynda undir ófriðar- bálinu. Fyrsta stóra verkefni nýrrar samsteypustjórnar verður að koma á friði í landinu og afvopna hópa sem hafa gengið harðast fram í átökunum undan- farnar níu vikur. Odinga sagðist í samtali við AP fréttastofuna í gær viss um að þetta samkomulag héldi og að hann byggist ekki við því að Kibaki „gengi á bak orða sinna“. sdg@frettabladid.is Samið um frið í Kenía Eftir níu vikna ófrið í Afríkuríkinu Kenía eru horfur á friði. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Raila Odinga verður forsætisráðherra við hlið Mwai Kibaki forseta. SAMKOMULAG UM SAMSTEYPUSTJÓRN Mwai Kibaki og Raila Odinga skrifuðu undir samkomulagið undir vökulu auga Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna. NORDICPHOTOS/AFP TRÚMÁL Íslamstrú og heimi mús- lima hefur verið ranglega lýst í fjölmiðlum vesturlanda. Lykillinn að skilningi og friði milli ólíkra trúar- og menningarhópa í sí minnkandi heimi nútímans er að sýna vilja til að kynnast náungan- um fordómalaust. Þetta segir íslamsfræðingurinn dr. Mohamad Bashar Arafat, sem jafnframt er imam eða safnaðarformaður mús- limasöfnuðar í Maryland í Banda- ríkjunum. Arafat, sem er af sýrlenskum uppruna en flutti vestur um haf fyrir um fimmtán árum, flutti í gær erindi um íslamska guðfræði í Háskóla Íslands en hann mun í hádeginu í dag fjalla um líf mús- lima í Bandaríkjunum á málfundi á vegum ungliðahreyfinga stjórn- málaflokkanna. Fundurinn verður á kaffihúsinu Sólon. Arafat er stofnandi og stjórn- andi samtaka sem á ensku kallast Civilizations Exchange and Co operation Foundation (CECF), en markmiðið með starfsemi þeirra er að stuðla að auknum skilningi milli ólíkra trúarhópa og forða því að trúarbragðadeilur leiði til átaka. Arafat er nýkominn úr ferð á vegum samtakanna með bandarísk ungmenni til Jórdaníu og Egypta- lands. Hann gerir sér líka vonir um að Íslendingar sýni því áhuga að taka þátt í að kynna sér líf og við- horf fólks í múslimalöndum. Það geti þeir til dæmis gert með því að taka þátt í starfi CECF. - aa MOHAMED BASHIR ARAFAT Boðar sam- lyndi trúarhópa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sýrlensk-bandarískur íslamsfræðingur fjallar um hagi múslima í Bandaríkjunum: Stuðlað að skilningi trúarhópa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.