Fréttablaðið - 01.03.2008, Side 94

Fréttablaðið - 01.03.2008, Side 94
70 1. mars 2008 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is >SKELFILEGIR STRÁKAR Jessica Alba er á meðal þeirra sem gefa unglingsstúlkum ráð í bókinni If I‘d Known Then, sem Ellyn Spragin gefur út. „Strákar eru skelfilegir. Þeir eru bara hormónar þangað til þeir eru svona 20 eða 21. Það er gaman að vera skotin en ekki halda að það endist að eilífu,“ skrif- ar leikkonan. Hershöfðingjar í breska hernum hafa ákveðið að Harry Bretaprins verði sendur heim frá Afganistan, fimm vikum á undan áætlun. Sátt ríkti á milli hers og breskra fjölmiðla um að ekki yrði greint frá staðsetningu prins- ins, sem hefur dvalist í Afganistan frá því í byrjun desember. Eftir að ástralskir og þýskir fjölmiðlar leystu frá skjóðunni í vikunni þótti öryggi Harrys vera ógnað, og var því ákveðið að hann yrði sendur heim. „Við verðum að búast við því að hver einn og einasti öfgamaður í nágrenn- inu muni reyna hvað sem er til að finna hann,“ segir heimildarmaður The Sun innan hersins. Á meðan á herþjónustu Harrys hefur staðið hefur hann orðið þrjátíu óvinum að bana. Hann hefur verið á fremstu víg- stöðvum Breta í sunnanverðu Afganistan, og segir í The Sun að hann hafi ekki hlotið neina sérmeðferð, heldur hafi hann, eins og aðrir, lent í skotárásum á nánast hverj- um einasta degi. Harry hefur samþykkt að vera fluttur heim innan næstu tveggja sólarhringa. Þegar er búið að flytja hann frá fremstu víglínum, en breskir fjölmiðlar greina ekki nánar frá ferðum hans. Prinsinn, sem er 23 ára gamall og þriðji í erfðaröð bresku krúnunnar, kveðst átta sig á því að honum stafi hætta af stuðningsmönnum talibana, jafnvel eftir að heim er komið. „Hver ein- asta manneskja sem styður þá mun reyna að finna mig,“ segir hann. Harry verður fluttur heim ÁFRAM Í HÆTTU Harry Bretaprins segist átta sig á því að honum gæti enn stafað hætta af stuðningsmönnum talibana eftir að heim frá Afganistan er komið. Óskarsverðlaunaleikkonan Halle Berry hyggst senda frá sér ilmvatn á næstunni eins og svo margar aðrar starfssystur hennar í Hollywood hafa áður gert. Þetta mun hún gera í samvinnu við fyrirtækið Coty en ilmvatnið er væntanlegt sumarið 2009. „Hún bætir annarri vídd við markaðinn. Halle hefur alltaf verið svolítið dularfull, ekki rætt jafn opinskátt um einkalíf sitt og margar aðrar stjörnur. Ilmvötnin hennar munu leyfa henni að sýna aðdáendum aðra hlið á sér,“ segir aðstoðarforstjóri Coty. Talið er að Berry fái á bilinu þrjár til fimm milljónir dollara fyrir samstarfið auk hluta ágóðans af sölu ilmvatnsins. Óskarsverð- launailmvatn EAU DE HALLE Halle Berry hyggst feta í fótspor fjölmargra starfssystra sinna og senda frá sér ilmvatn á næsta ári. Þýska myndin Riddarar hvíta tjaldsins, eða Comrades in Dreams, og Så som i himmelen frá Svíþjóð verðar frumsýndar hjá Fjalakettinum á sunnudag. Riddarar hvíta tjaldsins frá árinu 2006 er skemmtileg heimildar- mynd um kvikmyndaformið og hvernig það snertir fólk um heim allan. Så som i himmelen eftir Kay Pollak er hugljúf verðlauna- mynd sem hefur farið sigurför um heimninn. Var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2005 sem besta erlenda myndin. Fjalakötturinn heldur einnig áfram sýningum sínum á myndunum Yella, Mannaland- myndin mín og Requiem á sunnudag og mánudag. Fjalaköttur frumsýnir RIDDARAR HVÍTA TJALDSINS Þessi þýska mynd fjallar um kvikmyndaformið og hvernig það snertir fólk um heim allan. N O R D IC PH O TO S/G ETTY Hljómsveitin Bermúda hélt útgáfutónleika á skemmti- staðnum Rúbín til að kynna fyrstu plötu sína, Nýr dagur. Góð stemning mynd- aðist enda hefur Bermúda verið dugleg við spila- mennsku undanfarin ár. Úrvalslið söngvara og hljóðfæra- leikara var Bermúda til halds og trausts á tónleikunum, þar á meðal strengjaleikarar úr Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Á plötunni Nýr dagur eru ellefu lög sem koma úr ýmsum áttum hvað varðar laga- höfunda og stíl. Meðlimir sveitar- innar eru: Erna Hrönn Ólafsdóttir, Gunnar Reynir Þorsteinsson, Ingvar Alfreðsson, Ómar Örn Arn- arsson og Pétur Kolbeinsson. Dagrenning hjá Bermúda BERMÚDA Erna Hrönn Ólafsdóttir söng af mikilli innlifun á tónleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GÓÐIR GESTIR Á meðal gesta voru nýkrýndir sigurvegarar Eurovision, Friðrik Ómar og Regína Ósk, ásamt Heimi Ingi- marssyni, fyrrverandi meðlim Luxor. FÉLAGAR Félagarnir Hafsteinn Þór- ólfsson og Hreiðar Ingi Þorsteinsson hlustuðu á Bermúda. ÁGÚSTA OG GUÐRÚN Vinkonurnar Ágústa Ósk Óskarsdóttir og Guðrún Ósk Gunnarsdóttir skemmtu sér vel á tónleikunum. BROSMILDAR Sólrún Inga Traustadótt- ir og Vilborg Hjörný Ívarsdóttir voru brosmildar á Rúbín. GAMAN Íris Gunnarsdóttir og Ásdís Jónsdóttir voru í miklu stuði. Hljómsveitin Reykjavík! er með þeim duglegri í bransanum. Strák- arnir eru alltaf að ota sínum tota í útlöndum og hafa farið óteljandi ferðir út fyrir land- steinana til að vinna ný lönd. Enn ein ferðin er fyrir- huguð í næstu viku, þá byrjar bandið á því að spila á kan- adísku músíkvik- unni í Toronto, svo til New York fyrir eitt gigg, og loks alla leið til Austin í Texas til að spila á hinni árlegu stórhátíð SXSW í annað sinn. Þar verða aðrir full- trúar Íslands hljómsveitin FM Belfast og Hafdís Huld. „Þetta er mjög góð hátíð og Austin er alveg klikkað pleis sem ég mæli með,“ segir Haukur S. Magnússon, gítarleikari Reykjavík! „Það eru allir yfirgengilega næs þarna, allir kalla mann „honey“, en fólk er samt ekki alveg klikkað enda er Austin gamalgróinn hippabær.“ Haukur segir hátíðina hálfgert peningaplokk og hljómsveitirnar þurfa sjálfar að sjá um að leigja græjur til að spila með. Hann elur enga sérstaka von í brjósti um að bandið slái í gegn með því að spila þarna. „Það eru auglýsingar á kvittununum sem maður fær í leigubíl- unum og allt er vaðandi í sölumennsku. En eins og ég segi, þá er gaman að spila þarna og svo að rölta á milli og sjá hin böndin. Nú eru til dæmis R.E.M. og Lemonheads á hátíðini. Ekki má svo gleyma því að grillstaðurinn Ironworks er í Austin. Þetta er uppáhaldsveitinga- staður bæði George W. Bush og Jays Leno og maður getur keypt sér tveggja kílóa steikur.“ Margar íslenskar hljómsveitir hafa spilað á SXSW-hátíðinni í gegn- um tíðina, til dæmis Jet Black Joe, Vínyl, Singapore Sling, Mammút, Jakobínarína og Lada Sport. Reykjavík! fer til Texas í annað sinn GLEÐI GLEÐI! Haukur með félögum sínum og tattú sem þeir fengu sér til að minna sig á rokkið í ellinni. Fermingarskyrtur Vorum að taka upp nýja sendingu Litur: svart • rautt • bleikt • hvítt Mundu eftir fermingarleiknum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.