Fréttablaðið - 01.03.2008, Page 102

Fréttablaðið - 01.03.2008, Page 102
78 1. mars 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. steypuefni 6. tveir eins 8. mjöl 9. struns 11. leita að 12. ull 14. leiðsla 16. tveir eins 17. utan 18. umfram 20. tveir eins 21. sæla. LÓÐRÉTT 1. mjög 3. 999 4. peningagræðgi 5. rá 7. dráttur 10. ætt 13. rotnun 15. sál 16. efni 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. gifs, 6. ff, 8. mél, 9. ark, 11. gá, 12. reyfi, 14. snúra, 16. tt, 17. inn, 18. auk, 20. dd, 21. unun. LÓÐRÉTT: 1. afar, 3. im, 4. fégirnd, 5. slá, 7. frestun, 10. kyn, 13. fúi, 15. anda, 16. tau, 19. ku. „Já, það hefur heldur betur geng- ið vel. Og við erum ekki byrjuð að kynna þetta neitt,“ segir Birna Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Iceland Express. Nokkur hundr- uð miðar hafa þegar selst á tón- leika Bubba Morthens í Kaup- mannahöfn í október á þessu ári. Sala hófst á fimmtudag og segir Birna að þau verði vör við mikinn áhuga Íslendinga á tónleikunum. „Það hefur mikið verið hringt í okkur og fólk sendir tölvupóst með fyrirspurnum. Þetta eru bæði hópar, fyrirtæki og ein- staklingar,“ segir Birna. Þeir miðar sem nú eru til sölu eru pakkaferðir með flugi, hóteli og miða á tónleikana. Um er að ræða bestu sætin á tónleikunum. Þegar er farið að styttast í að pakka- ferðirnar seljist upp. Almenn miðasala hefst síðar. Tónleikar Bubba í Kaupmanna- höfn verða 18. október í Falconer- salen sem er 2.200 manna salur á Fredriksberg. Nokkrir íslenskir listamenn munu hita upp fyrir Bubba en ekki fæst uppgefið að svo stöddu hverjir þeir eru. Bubbi hefur sjálfur sterk tengsl við Dan- mörku. Móðir hans var dönsk og Bubbi hefur margoft spilað á tónleikum í Danmörku. Þetta verða hins vegar langstærstu tónleikar hans þar í landi til þessa. - hdm Ótrúleg eftirspurn á Bubba í Köben KÓNGURINN Í KÖBEN Bubbi Morthens heldur stórtónleika í Kaupmannahöfn í októ- ber. Rífandi sala hefur verið á pakkaferðum með Iceland Express á tónleikana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dansþyrstum Íslendingum gefst kostur á að spreyta sig á milli- stríðsáradansinum Lindy hop um helgina. Félagsskapur að nafni Lindy Ravers stendur fyrir nám- skeiði um helgina, og á sunnu- dagskvöld verður blásið til dans- leiks í Iðnó við undirleik Stórsveitar Suðurlands. Hakan Durak er einn stofnenda Lindy Ravers, sem leit dagsins ljós fyrir ári. „Ég er búinn að dansa Lindy hop í tvö ár og sann- færði eiginlega vini mína um að læra. Við vorum sex til að byrja með, en nú eru um þrjátíu manns í hópnum,“ útskýrir Hakan, sem hefur spreytt sig á ýmsum dans- stílum í gegnum tíðina. Hann er fæddur og uppalinn í Tyrklandi, þar sem hann dansaði lengi tyrk- neska þjóðdansa. „Ég prófaði líka smá tangó og salsa, og svo upp- götvaði ég þennan dans á youtube,“ segir Hakan, sem hefur ekki litið um öxl síðan. „Þetta er bara eins og fíkniefni, það er ekki hægt að hætta,“ segir hann og hlær við. Hakan hefur sótt fjölda námskeiða utan landsteinanna, en um helgina kemur hins vegar einn færasti Lindy hop dansari Bandaríkjanna hingað til lands. Hakan segir fólk ekki þurfa að hræðast dansinn. „Stelpurnar eru að vísu svolítið í því að fljúga, en það er ekki fyrr en maður er kom- inn aðeins lengra. Það má líka kalla þetta swingdans,“ segir hann. Upplýsingar um námskeiðin um helgina er að finna á heima- síðunni www.lindyravers.com. Dansleikurinn í Iðnó hefst um klukkan átta, en áður verður farið í grunnspor dansins. Hann er einnig opinn þeim sem bara vilja hlusta á stórsveitina. Frekari upp- lýsingar er að finna á heimasíðu hópsins. - sun Millistríðsárastemning í Iðnó LINDY HOP Félagsskapurinn Lindy Ravers og Stórsveit Suðurlands blása til Lindy hopp dansleiks í Iðnó á sunnu- dag, þar sem fólki gefst kostur á að spreyta sig á millistríðsáradansinum. Örlygur Smári Aldur: 36 að verða 37. Starf: Hljóð- og tónlistamaður. Fjölskylda: Giftur með þrjú börn. Foreldrar: Jakob Smári, prófessor í sálfræði, og Malin Örlygsdóttir, fyrrverandi verslunarkona. Búseta: Kópavogur. Stjörnumerki: Krabbi. Örlygur Smári (Smári er ættarnafn) samdi Eurovisionlag Íslands í ár, This Is „Ég ætla ekki að bera þetta upp opinberlega en mun ræða þetta við æðstu yfirmenn þegar tími gefst til,“ segir Jónatan Garðarsson um yfirlýsingu Gay Pride þar sem samkynhneigðir og transgender- fólk eru hvött til að fara ekki á Eurovision í Serbíu vegna land- lægs ofbeldis í þeirra garð. Jónat- an fer á fund með aðstandendum keppninnar í Zagreb hinn 17. mars og ætlar að fara yfir stöðu mála með æðstu mönnum. Jónatan viðurkennir hins vegar að yfirlýsingin komi honum nokk- uð á óvart og bendir á að sigurveg- ari síðasta árs, söngkonan Marija Serifovic, hafi meðal annars lýst yfir samkynhneigð sinni. „En þetta er vissulega nokkuð sem má ræða þótt það verði ekki gert á opinber- um vettvangi,“ segir Jónatan en Friðrik Ómar Hjörleifsson, annar söngvari Eurobandsins, hefur talað opinberlega um samkyn- hneigð sína í fjölmiðlum. Jónatan fer fyrir Eurovision- hópnum á ný eftir ársfjarveru vegna meiðsla. Og segir að árið líti út fyrir að vera ár hinna föllnu. Vísar þar meðal annars til Guð- mundar Þ. Guðmundssonar sem tekinn er við íslenska landsliðinu í handknattleik á ný. Jónatan glímdi við erfitt brjósklos í baki og missti um tíma mátt í vinstri fæti. Hann hefur verið í erfiðri endurhæfingu undanfarið eitt og hálft ár og seg- ist enn eiga gott ár eftir í slíkum æfingum. „Annars er maður bara alltaf jafngóður, ég man ekkert hvernig ég var en ég veit hvernig ég er núna,“ segir Jónatan, sem er þekktur útivistarkappi en verður að notast við tvo stafi þegar hann fer utan vegar. „Ég get alveg misst máttinn og styð mig þá við stafina. Brjósklosið skemmdi taug sem liggur í lærvöðvann og ég er enn tilfinningalaus í hnénu,“ segir Jónatan, sem vann þó bakvið tjöld- in í fyrra eins og góðra þjálfara er siður. Jónatan segir að aðstandendur keppninnar leggi mikið upp úr öryggismálum, þeir séu metnaðar- fullir og geri sér fyllilega grein fyrir því að keppnin sé kærkomið tækifæri til að bæta ímynd sína á opinberum vettvangi. „Eurovision hefur líka verið haldið áður á róstusömum tímum; í Úkraínu þegar appelsínugula byltingin braust út,“ útskýrir Jónatan. „Gæslan verður gríðarlega mikil, óeinkennisklæddir lögregluþjónar fylgjast vel með öllum keppendum og yfirstjórn EBU er búin að gefa út yfirlýsingu um að allt verði með felldu. Ég veit fyrir víst að örygg- isgæslan verður alveg pottþétt enda er hún eitt af forgangsatrið- um Serba fyrir þessa keppni,“ segir Jónatan. freyrgigja@frettabladid.is JÓNATAN GARÐARSSON: SNÝR AFTUR Í EUROVISION EFTIR ERFIÐ MEIÐSL Kannar aðstæður fyrir Eurobandið í Serbíu ERFIÐ MEIÐSL Brjósklosið olli því að Jónatan Garðarsson missti allan mátt í vinstri fæti. Hann hefur nú verið í endurhæfingu í rúmt ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Mikið verður um dýrðir hjá Finni Ingólfssyni, fyrrum ráðherra og seðlabankastjóra, um helgina. Finnur hefur nýlokið við byggingu glæsi- legs sumarhúss í Rangár- vallasýslu og hyggst halda reisugilli fyrir vini og vandamenn. Óstaðfestar fregnir herma að yfir þrjú hundruð gestum sé boðið til veislunnar. Verslunin Hobby Room var opnuð á fimmtudag. Í versluninni eru seld sérstök pókerspilaborð og annar varningur til að spila póker eins og atvinnumenn gera. Alþingis- maðurinn Birkir Jón Jónsson var sérstaklega boðinn í opnun versl- unarinnar, en talsvert hefur verið fjallað um þátttöku hans í póker- spilum síðustu daga. Birkir lét ekki sjá sig við opnunina en aðstand- endur verslunarinn- ar segja hann þó velkominn hvenær sem er. Borgarfulltrúi Samfylk- ingarinnar, Oddný Sturludóttir, nýtti sér aldagamla hefð og bar fram bónorð til unnusta síns, Hall- gríms Helgasonar, á hlaupársdag í gær. Oddný nýtti sér blogg sitt á Eyjunni til þess og þurfti því ekki að skella sér á skeljarnar. Samkvæmt frétt Vísis var Hallgrímur hins vegar ekki á landinu heldur staddur í Lettlandi og hafði ekki séð bónorðið en hann gæti þá vafalítið nýtt sér athugasemdakerfið til að svara sinni heittelskuðu. - hdm/fgg FRÉTTIR AF FÓLKI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.