Fréttablaðið - 04.03.2008, Side 6

Fréttablaðið - 04.03.2008, Side 6
6 4. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR DÓMSMÁL Níu karlmenn voru sak- felldir fyrir brot á höfundaréttar- lögum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir dreifðu höfundaréttar- vörðu efni til annarra á internetinu í gegnum DC++ skráarskiptiforrit. Höfuðpaurinn hlaut þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Ákvörðun refsingar hinna var frestað og fellur niður ef þeir halda skilorð í tvö ár. Þetta er fyrsti dómur sem fellur á Íslandi í máli sem varðar ólöglega dreifingu á efni í gegnum internetið. „Ég held alveg örugglega að þessu verði áfrýjað,“ segir Brynjar Níelsson, verjandi fimm sak- borninganna. „Það eru alls konar sjónarmið í þessu og eins gott að fá almennilega niðurstöðu í þetta.“ Málið kom upp í september 2004 þegar lögregla leitaði í húsum tólf manns og gerði tölvur þeirra upp- tækar. Mennirnir voru allir notendur á íslensku skráarskipti- svæði þar sem þeir skiptust á kvik- myndum, tónlist, forritum, sjón- varpsþáttum og öðru efni. Húsleitin var gerð í kjölfar kæru sem Smáís, Samtök myndrétthafa á Íslandi, ásamt fleiri höfundaréttar- samtökum, lagði fram á hendur mönnunum í febrúar 2004. Í kjölfar húsleitarinnar upphófst rannsókn lögreglunnar á tölvubún- aðinum. Henni lauk með því að ríkislögreglustjóri gaf út ákæru á hendur mönnunum í október í fyrra. Í dómsúrskurði kemur fram að „öll rannsókn málsins hafi verið mjög tímafrek.“ Tekið var tillit til þess við ákvörðun refsingar í málinu. Mennirnir voru allir dæmdir fyrir að dreifa höfundaréttarvörðu efni án leyfis rétthafa í gegnum DC++ forrit. Sá sem hlaut þyngstu refsinguna var þess utan dæmdur fyrir að hafa stofnað svokallaðan tengipunkt, sem hinir notuðu til að skiptast á gögnum, og hýst hann heima hjá sér. Án tengipunktsins hefðu hinir ekki getað dreift efninu á þann hátt sem þeir gerðu, segir í niðurstöðu dómsins. Því fékk hann þyngri dóm en hinir. Auk refsingarinnar voru sak- borningarnir látnir greiða verjend- um sínum málsvarnarlaun, samtals um tvær og hálfa milljón króna. Tölvubúnaður þeirra, sem var hald- lagður í húsleitunum árið 2004, var einnig gerður upptækur. Náði það ekki aðeins til hörðu diskanna sem geymdu gögnin heldur einnig lyklaborða, tölvu- músa, mótalda, skjáa, millistykkja, snúra og annars búnaðar. salvar@frettabladid.is Níu sekir í DC++ máli en dómarnir vægir Níu manns hafa verið dæmdir fyrir að dreifa höfundaréttarvörðu efni á internetinu. Höfuðpaurinn hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi en ákvörðun refsingar hinna var frestað. Örugglega áfrýjað, segir verjandi fimm mannanna. Í HÉRAÐSDÓMI Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður ræðir við tvo af sakborningum í málinu. Þeir voru fundnir sekir en engum gerð refsing utan einum, sem hlaut þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Tölvubúnaður mannanna var einnig gerður upptækur en lögregla lagði hald á hann árið 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég er ekki sáttur við þennan dóm, mér finnst hann of þungur þar sem ég tel mig ekki vera sekan í þessu máli,“ segir Jóhannes Páll Sigurðsson, einn þeirra sem var sakfelldur í héraðsdómi í gær. „Mér finnst bara of mikið af göllum í málinu til að það sé hægt að dæma í því.“ Aðspurður hvaða galla hann eigi við nefnir hann ónákvæma ákæru, langan rannsóknartíma lögreglu og vafasama notkun tálbeitu til upplýsinga- öflunar um sakborningana. „Ég á eftir að ráðfæra mig betur við lögfræðinga en ég hugsa að þessu verði áfrýjað til Hæstaréttar.“ Jóhannes Páll Sigurðsson, einn hinna sakfelldu: OF MARGIR GALLAR Á MÁLINU ■ Í dómsúrskurðinum kemur fram að rannsókn málsins hafi verið mjög tímafrek. ■ Til dæmis hafi þurft að flokka allt efni sem gert var upptækt, alls rúmlega fjórtán þúsund gígabæti. Það sam- svarar um þrjú þúsund DVD-diskum fullum af efni. ■ Flokkunin fólst í því að opna allar skrár og skoða þær. Kvikmyndir og sjónvarpsþættir, um fimmtán þúsund talsins, allt þetta var skoðað. Stikkprufur voru teknar af tónlist. ■ Að þessari flokkun unnu fjórir starfsmenn lögreglunnar. Sátu þeir við í marga mánuði, segir í dómnum. ■ Áður en hægt var að flokka efnið þurfti að flytja það á harða diska í eigu lögreglunnar. Sú afritun tók átta mánuði. Undir eðlilegum kringumstæðum ætti slík afritun ekki að taka mikið lengri tíma en viku. ■ Björn Þorvaldsson hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra segir tækni- lega örðugleika hafa valdið þessari miklu seinkun á rannsókninni. HORFÐU Á MYNDBÖND MÁNUÐUM SAMAN GETA NÚ FARIÐ Í SKAÐABÓTAMÁL „Ég er bara ljómandi ánægð- ur með að heyra þetta,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmda- stjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi, Smáís. Samtökin voru meðal þeirra sem lögðu fram upphaf- legu kæruna á hendur mönnunum vegna dreifingar á efni í gegnum DC++ kerfið. „Við vorum búnir að gera okkur grein fyrir að það yrðu ekki veru- legar refsingar í þessu máli, meðal annars vegna þess hversu langan tíma rannsóknin tók. Aðalatriðið fyrir okkur er að fá niðurstöðuna.“ Hann segir nú hafa opnast fyrir möguleika á skaðabótamáli á hendur mönnunum sem sakfelldir voru. „Sektin liggur fyrir og núna er það okkar að sækja þessa menn ef við svo kjósum. Við eigum bara eftir að ræða það,“ segir Snæbjörn. SNÆBJÖRN STEINGRÍMSSON 522 44 00 • www.hertz.is 10% af leigu kvenna í styrktarsjóð UNIFEM til afnáms ofbeldis gegn konum. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 13 61 0 2/ 08 VORTILBOÐ 3.–6. MARS + Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is eða í síma 50 50 100 * Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar og gjöld. Ferðatímabil: 1.–30. apríl. MINNEAPOL IS ST.-PAUL Verð frá 18 .800 kr.* SVEITARSTJÓRNIR Oddvitar meiri- og minnihluta í hreppsnefnd Rangár- þings ytra sækja um sömu atvinnu- lóðina á Hellu. Sýslumaður verður að draga um hvor hreppir lóðina. Þorgils Torfi Jónsson, sjálfstæð- ismaður og oddviti hreppsnefndar, sótti í febrúar um lóðina sem er við hlið Sláturhússins á Hellu sem hann er einn eigenda að. Þorgils Torfi segist vilja tryggja slátur- húsinu viðbótarrými til framtíðar. Lóðin hafi verið árum saman á skipulagi. Eftir að Þorgils Torfi lagði inn umsókn sína sótti oddviti minni- hlutans í hreppsnefnd, framsókn- armaðurinn Ólafur E. Júlíusson, einnig um lóðina. Ólafur rekur fyrirtæki í byggingariðnaði. „Mínu félagi vantar litla þjón- ustu- og verslunarlóð á Hellu og þessi lóð hentar okkur mjög vel,“ segir Ólafur sem hafnar því að hann sé eingöngu að bregða fæti fyrir andstæðing í hrepps- nefndinni. „Ekkert frekar en hann fyrir mig. Okkur vantar einfald- lega aðsetur. Það verður fleira í þessu húsi sem ég gef ekki upp á þessu stigi,“ segir Ólafur. Þorgils Torfi segir að Ólafur hefði getað sótt um mun betri lóð við ána handan þjóðvegarins. „Ein- hverra hluta vegna er sláturhúsið svo áhugavert að hann velur sér að vera alveg utan í því. Þetta snýst bara um það að ég er oddviti meirihlutans og hann er oddviti minnihlutans,“ segir hann. - gar Sérkennileg staða í hreppsnefnd Rangárþings ytra vegna lóðaúthlutunar á Hellu: Sýslumaður dregur á milli oddvita SÖFNUN Fiðrildavika UNIFEM er hafin og stendur til laugardags. Meginmarkmiðið er að safna fé og vekja fólk til vitundar um þau skaðlegu áhrif sem kynbyndið ofbeldi á stríðstímum hefur á líf milljóna kvenna víða um heim, einkum í Afríku. Fiðrildasöfnunin er stærsta fjáröflun UNIFEM hérlendis til þessa. Peningarnir sem safnast renna til verkefna í Súdan, Lýðveldisins Kongó og Líberíu. Styrktarsjóður UNIFEM hefur veitt yfir 19 milljónum dala tli 263 verkefna í 115 löndum frá stofnun 1997. Landsbankinn og Eimskip eru bakhjarlar söfnunarinnar. - ghs Fiðrildavika UNIFEM er hafin: Afnema ofbeldi gegn konum ÓLAFUR E. JÚLÍUSSON ÞORGILS TORFI JÓNSSON KJÖRKASSINN Ert þú hlynnt(ur) því að að reykingar verði leyfðar á afmörkuðum svæðum á veit- inga- og skemmtistöðum? JÁ 35,0% NEI 65,0% SPURNING DAGSINS Í DAG Eiga Íslendingar sjálfir að framleiða matvælin sem þeir þurfa? Segðu skoðun þína á vísir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.