Fréttablaðið - 04.03.2008, Page 14

Fréttablaðið - 04.03.2008, Page 14
14 4. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ ■ Maurildi er ljósfyr- irbæri í hafinu sem stafar af líf- ljómun frá einfrum- ungum sem nefnast á fræðimáli Noctilu- ca sem þýðir bókstaflega „nætur- ljós“. Þetta eru skoru þörungar, einfrumungar af einum ættbálki svipunga. Ljósblossinn sem þessir einfrumungar gefa frá sér verður vegna efnahvarfa fosfór- sameinda. Efnahvörfin örvast vegna hafróts, til dæmis í brimi, og oft má sjá fallega ljósadýrð þessara þörunga þegar skyggja tekur. Í NÁTTÚRUNNI: LOGANDI MAURILDI Þetta er náttúrulega skandall „Það má líkja íbúðalánum með endurskoðunarákvæði við lán með breytilegum vöxtum.“ INGÓLFUR H. INGÓLFSSON FJÁR- MÁLARÁÐGJAFI MORGUNBLAÐINU Morgunblaðið 3. mars Rekið stelpuna á símanum „Neytendasamtökin hafa hvatt birgja og smásala til að reyna að mæta kostnaðar- hækkunum með aukinni hagræðingu.“ JÓHANNES GUNNARSSON, FOR- MAÐUR NEYTENDASAMTAKANNA DV 3. mars Í nóvember síðastliðnum hélt Framtíðarlandið vetrarþing á Ísa- firði undir yfirskriftinni „Vest- firðir á teikniborðinu“. Tilgangur- inn var að ræða framtíðarhorfur fjórðungsins í atvinnumálum. Í kjölfarið var unnin samantekt sem kynnt var á fjölmennum fundi í Norræna húsinu á miðvikudag- inn var. Ólafur Sveinn Jóhannes- son, aðalskipuleggjandi vetrar- þingsins, segir að fjölmargar hugmyndir um atvinnuuppbygg- ingu hafi komið fram á vetrar- þinginu. „Hugmyndirnar hafa reyndar alltaf verið til staðar en það sem hins vegar vantar eru innviðir svo samfélagið sé sam- keppnishæft við aðra fjórðunga og að Vestfirðir geti boðið þessum frumkvöðlum að gera eitthvað við þessar hugmyndir,“ segir hann. „Þá skortir samgöngur, netsam- band og aðgang að menntun og rannsóknastofnunum,“ nefnir hann sem dæmi. „Og annar lær- dómur sem draga má af þessari skýrslu sem liggur eftir vetrar- þingið er sá að það verður að þrýsta á yfirvöld að klára verk- efnið Vestfirðir,“ segir Vestfirðingurinn ákveðinn. Meðal hugmynda sem komu fram nefnir Irma Erlingsdóttir, formaður stjórnar Framtíðar- landsins, umhverfisháskóla, bjór- verksmiðju, heilsuhótel og hafrannsóknaskóla. En framtíðarlandið lætur sig ekki eingöngu varða málefni Vest- fjarða því Irma segir að 8. mars næstkomandi verði efnt til sams- konar þings á Höfn í Hornafirði. Framtíðarlandið setti Vestfirði á teikniborðið: Þarf að klára verkefnið Vestfirðir Unglingar og foreldrar þeirra í Hafnarfirði sitja saman á námskeiðum þar sem foreldrar styrkja sig í hlutverki sínu en ungling- unum er hjálpað að taka upplýstar ákvarðanir um mörg málefni sem geta verið afdrifarík á þessum árum. Fyrir tíu árum sóttu hjónin Fríða Jónsdóttir og Auðunn Gísli Árna- son námskeið hjá ÓB ráðgjöfum um það hvernig foreldrar leik- skólabarna geta styrkt sig í hlut- verki sínu. „Þetta hjálpaði okkur að njóta foreldrahlutverksins enn betur og í framhaldinu stóðum við fyrir námskeiðum fyrir foreldra hér í Hafnarfirði,“ segir Auðunn. En hlutverk foreldra breytist eftir því sem á líður svo þeir sem vilja halda áfram að njóta hlut- verksins verða að hressa upp á fræðin. „Núna erum við að taka þátt í forvarnanámskeiðinu „Hugsað um barn“ fyrir foreldra og unglinga í samvinnu við ÓB ráðgjöf líkt og fyrir tíu árum,“ bætir hann við. Hann segir ennfremur að ekki aðeins foreldrarnir hafi tileinkað sér fræðin sem kennd voru á nám- skeiðinu fyrir tíu árum og ganga að miklu leyti út á jákvæða styrk- ingu. „Þetta eru engin galdrafræði heldur byggist þetta mikið á almennri skynsemi,“ útskýrir hann. „Þetta byggist mikið á því að gefa val, veita jákvæða athygli og eyða tíma með börnunum. Við fórum að tileinka okkur þetta við uppeldið en það er ekki nóg með það heldur er stúlkan, sem var á leikskólaaldri þegar við byrjuðum á þessu, farin að tileinka sér eitt og annað af þessu gagnvart yngri bróður sínum.“ Ólafur Grétar Gunnarsson, frá ÓB ráðgjöf, segir að Forvarna- námskeiðið „Hugsað um barn“ sé fyrir 14 og 15 ára unglinga og for- eldra þeirra. Það hefur verið hald- ið í fjögur ár á Íslandi og er í boði víða um heim. Námskeiðið er samtals fjórar klukkustundir og fer fram næsta fimmtudag og svo þriðjudagskvöldið 11. mars í Hval- eyrarskóla í Hafnarfirði. Tilgang- urinn er meðal annars sá að hjálpa unglingunum að taka upplýsta ákvörðun varðandi kynlíf, áfengi og mikilvægi góðrar samvinnu við foreldra og kennara. Unglingarnir fá í hendur svokallað raunveruleikabarn, sem er eftirlíking af smábarni, en þeir eiga svo að annast það eina helgi og kynnast þeirri ábyrgð sem því fylgir að annast ungabarn. jse@frettabladid.is Í lagi að vera foreldri TIL Í TUSKIÐ Fríða Jónsdóttir, Ólafur Grétar Gunnarsson, Jónína Kristín Snorradóttir, Auðunn Gísli Árnason og Bjarni Þórarinsson, kollegi Ólafs Grétars hjá ÓB ráðgjöf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÁ NÁMSKEIÐINU Hér er Elín Hanna Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur að sýna unglingi leyndardóma raunveruleika- barnsins. Það er ekki laust við að það fari nokkuð um pilt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÓLAFUR SVEINN JÓHANNESSON OG IRMA ERLINGSDÓTTIR Vestfirðinga vantar ekki hugmyndir um atvinnuuppbyggingu heldur skortir innviði svo hægt sé að fram- kvæma þær segir Ólafur eftir að hafa haft Vestfirði á teikniborðinu. Næst verður Austurland sett á teikniborðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Það er allt gott að frétta úr Kattholti svoleiðis,“ segir Sigríður Heiðberg, formaður Kattavina- félags Íslands. „Það er náttúrulega mikið að gera. Framundan er sýning hjá Kynjaköttum í Reiðhöll Gusts í Kópavogi og það fara kettir frá Kattholti sem eru að leita að nýjum heimilum. Fólk getur komið á sýninguna og litið á þessa ketti og vonandi finna þeir gott heimili. Við förum með sex ketti, að vísu fara þeir ekki í dóm. Þeir fara í leit að heimili en okkur var boðið þetta. Og svo verður náttúrulega Bjartur frá Katt- holti, húskötturinn okkar. Hann verður tákn félgasins.“ Hvernig hefur veturinn reynst Katt- holti? „Veturinn hefur stundum verið erfiður og svo náttúrulega koma sólargeislar inn á milli. Dýrin komast inn á ný heimili, dýrin komast heim til sín og þau finnast eftir langan tíma. Það er alltaf það sem gefur kraftinn í að halda áfram. Það er alltaf mikið af köttum í Kattholti. Ætli það séu ekki fimmtíu til sextíu kettir alltaf allt árið, eiginlega frá opnun en þetta er sautjánda árið sem félagið starfar. Svo er náttúrulega alltaf mikið að gera á hótelinu. Nú er búið að panta pláss fyrir þrjátíu ketti um páskana. Það er mjög gott og gefur svolítið í aðra hönd og ekki veitir af því að róður- inn er náttúrulega erfiður. Við geymum kettina töluvert ef þetta eru góð dýr í von um að þau komist inn á ný heimili, þau sem yfirgefin hafa verið.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGRÍÐUR HEIÐBERG, FORMAÐUR KATTAVINAFÉLAGS ÍSLANDS: Þrjátíu kettir í Kattholti um páskana „Maður þekkir þennan nýja forseta, Dmítrí Med- vedev, ekki neitt. Hann virðist vera mjög viðkunna- legur, en ætli hann verði ekki bara handbendi Pút- íns. Ég held að Pútín muni stjórna öllu áfram bak við tjöldin,“ segir Rúna Gerður Stefánsdóttir söngkona. „Þetta var nú ekki mikil kosningabarátta eða slagur, enda einkennir það kannski ekki landið. Það virðast vera mikil höft á öllu þarna,“ segir hún. „Mér finnst líklegt miðað við hvernig ástandið hefur verið undanfarin ár að það hafi verið eitthvað plott í gangi varðandi úrslitin en þetta er svo stórt land að svoleiðis gengi trúlega aldrei almennilega upp,“ segir Rúna. „En manni finnst margt benda til þess að eitthvað sé að þegar nýr leiðtogi kemur fram sem enginn þekkir og virðist vera mikill vinur Pútíns. Þegar þeir ætla svo að halda áfram með sama stjórnarfarið fær maður það á tilfinninguna að það sé eitthvað að.“ SJÓNARHÓLL KOSNINGAR Í RÚSSLANDI Viðkunnanlegt handbendi Pútíns RÚNA GERÐUR STEF- ÁNSDÓTTIR Söngkona

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.