Fréttablaðið - 04.03.2008, Page 18

Fréttablaðið - 04.03.2008, Page 18
18 4. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Kona sem bjó lengi erlendis sagði einhverju sinni við mig, að siðfágun á Íslandi væri mun skemmra á veg komin en við sjálf ímynduðum okkur. Hún væri aðeins á bláyfirborðinu eins og þunnur glassúr. Ekki þyrfti að klóra mikið í hann til að eitthvað frumstætt og óheflað birtist. Þessi glassúr kemur öðru hvoru upp í hugann, bæði í umferðinni og margs konar samskiptum, en einkum og sér í lagi þegar hinir ýmsu spéfuglar stíga á svið eða brillera á blogginu. Mér er minnisstætt vetrarsíð- degi í Kleppsholtinu þegar ég var tólf ára og stóð í hópi vina minna af báðum kynjum fyrir utan bókasafnið á Hólsveginum og tveir af strákunum, sem náttúran var farin að hreyfa við, fóru að segja tvíræða brandara. Litu glettnir hvor á annan og ögrandi á okkur hin til að vita hvernig við brygðumst við orðum sem ekki var að finna í skólabókunum. Hlógu yfir- spenntir og fyrr en varði hafði hópurinn smitast af þessari taugaveiklun og hló með, án þess að vita af hverju og ætlaði aldrei að geta hætt. Mér fannst skólabræður mínir og vinir dálítið hallærislegir í þessum nýja ham. Spaugið var hvorki með heilli hugsun né skemmtilega ísmeygilegt. Ég var ekki nógu veraldarvön til að skilja að fólk hlær ekki eingöngu að því sem er skemmtilegt, vel sagt og því sem kemur á óvart, heldur líka til að breiða yfir feimni, vandræðagang og vanmetakennd. Einnig til að skera sig ekki úr. Vera eins og hinir. Hlæja með af ótta við að verða sá sem hlegið er að. Síðar gerði ég mér grein fyrir að þetta voru eðlileg viðbrögð og spenna hjá krökkum á þröskuldi gelgju- skeiðsins. Hins vegar átti ég ekki von á sams konar viðbrögðum hjá fullorðnu fólki þegar ég óx úr grasi, en margir skemmtikraftar nema þennan streng og stytta sér leið við að setja saman efni með því að sletta í góm, setja upp samsærisbros og minnast aðeins á brjóst og rass eða fikt í svefnherbergi og salurinn liggur í hlátri. Virðulegt fyrirtæki bauð nýverið starfsfólki sínu á glæsilega árshátíð og meðan fólkið sat skartklætt við dúkuð borð og snæddi sælkeramat spjallaði veislustjórinn við gestina á sömu nótum og félagar mínir töluðu forðum, og skemmti- atriðin voru í sama stíl. Margir undu þessu eflaust vel, en ég þekki fleiri en ein hjón sem var skapi næst að standa upp og fara heim. Tvírætt skemmtiefni sem er vel unnið og vel flutt er veisla, en innihaldslaust snakk um ekki neitt er það ekki. Á kostnað annarra Skopskyn er undursamlegur eiginleiki en vandmeðfarinn. Þegar hann birtist í léttleika, gríni og glensi er það gleðibanki sem stendur öllum opinn, en þegar háð og spott eru í öndvegi er það einkum þeim til skemmtunar sem uppveðrast við að lítillækka aðra. Margir kannast við gáfumannagengi á öllum aldri þar sem menn spegla sig hver í öðrum, leggja upp úr að vera fyndnir á kostnað annarra og hlæja saman yfir hvað aðrir séu grátlegir bjánar. Í einhverjum kima er greinilega minnimáttar- krampi sem þeir eru svo hræddir við að komi upp á yfirborðið að þeir eru alltaf í marki. Enginn skorar hjá þeim! Listamennirnir í Spaugstofunni bera höfuð og herðar yfir þá sem skemmta með glensi hér á landi og eru ótrúlega hugkvæmir og hæfileikaríkir. Maður er ekki endilega hrifinn af öllu hjá þeim - en næstum því. Og það skemmti- legasta við þá er hvað þeim finnst skemmtilegt að vera saman. Kímni Ég held mikið upp á frásögn af atviki sem virðist ekki stórt í sjálfu sér en er einfalt dæmi um mikilvægi virðingar. Ekki aðeins fyrir því sem er manni sjálfum heilagt, heldur líka því sem maður skilur hvorki né þekkir, en virðir samt. Íslendingur í viðskiptalífinu átti fund með manni frá Asíu um hugsanlegt samstarf. Samskipti þeirra voru góð en formleg. Um kvöldið snæddu þeir saman og fór vel á með þeim. Þegar þeir stóðu upp frá borðum bauð Asíumaður- inn Íslendingnum að koma upp á hótelherbergi sitt og þiggja einn drykk fyrir svefninn. Hann opnaði hurðina á herberg- inu og gekk rakleitt að bar sem þar var og tók til glös. Íslending- urinn vissi ekki mikið um siði og venjur í landi mannsins en hafði lesið að gestir færu aldrei yfir þröskuldinn á heimili gestgjafa fyrr en þeim hefði verið boðið formlega inn. Hann staldraði því við framan við dyrnar. Asíumað- urinn leit um öxl og spurði hvað hann vildi drekka. Þegar hann sá hvar hann stóð, skildi hann á augabragði að Íslendingurinn var að sýna hans lífsháttum virðingu. Hann sagði ekkert en bauð honum inn. Andrúmsloftið var gjörbreytt og samningurinn í höfn. Skopskyn og spéfuglar Í DAG | Kímni JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR UMRÆÐAN Einkavæðing orkufyrirtækja Árið 1991 var Davíð Oddsson borgar-stjóri í Reykjavík og nýkjörinn for- maður Sjálfstæðisflokksins. Þann 17/3 það ár var í Morgunblaðinu haft eftir formanninum, að „leita eigi leiða til að selja einkaaðilum orkufyrirtæki á borð við Landsvirkjun, Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Reykjavíkur“. Og hver skyldi nú vera ástæðan fyrir þessari hugljómun formannsins? Ástæðan er, segir Davíð, „að þarna eru öflug, skuldlaus fyrir- tæki og ætti að vera auðvelt að koma þeim í verð“. Svo mörg voru þau orð. Innihaldið er grunnuppskriftin að einkavina- væðingu arðgefandi eigna almennings. Svo sem alþjóð er kunnugt hefur sölumennska í þessum anda verið stunduð ótæpilega undir stjórn Einka- væðinganefndar. Með öðrum orðum er í góðu lagi að byggja orkuver og raunar hvað sem er fyrir almannafé, en þegar og ef sá dagur rennur upp, að þau eru skuldlaus orðin, eru þessi fyrir- tæki allt í einu orðin svo dásamlega auð- seljanleg, að ekkert vit er í því að almenn- ingur eigi þau lengur og hafi af þeim hagnað. Geir H. Haarde hafði ungur numið þessi fræði við hné lærimeistar- ans, enda fór hann létt með að selja einka- aðilum eignahlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja sl. vor. Hvað er þá nýjast í orkumálum þjóðar- innar? Nýlundan er eftirfarandi: Yngri kynslóð Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn Reykjavíkur með formann OR innanborðs hefur lýst því yfir, að OR skyldi ekki selja. Hins vegar skuli hún áfram vera í eigu almennings. Þetta er engin smá yfirlýsing úr þessari átt og alveg á skjön við orð og gjörðir þeirra flokksforingjanna Davíðs og Geirs. Nú er bara að vona að guð láti gott á vita og að boðskapur Davíðs, svo sem hann birtist í Mogganum 1991 sé endanlega úr gildi fallinn. Höfundur er læknir. Eru Davíðssálmar gjaldfallnir? LEIFUR JÓNSSON Blikur á lofti Einar K. Guðfinnnsson ávarpaði Búnaðarþing um helgina og lýsti þar miklum áhyggjum af háu verði á áburði, fóðri, eldsneyti, öðrum aðföngum og fjármagni sem nú skylli með ofurþunga á landbúnaðinn: „Án þess að ég ætli að hafa uppi neina heimsendaspádóma, þá þarf ekki mikinn snilling til þess að sjá að þetta mun með einhverjum hætti bitna á bændum, afurðastöðvum og neyt- endum.“ Ekki er það nú gott en þó huggun harmi gegn að stutt er síðan Einar lýsti yfir miklum áhyggjum af stöðu loðnunnar. Nokkrum dögum síðar var hún fundin og veiðar hafnar á ný. Kannski er það boðberi góðra tíðinda þegar Einari líst ekki á blikuna. Nýr verndari Fiðrildavika Unifem hófst formlega í gær sem er liður í alþjóðlegri baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Kristín Ólafsdóttir tekur við af Ásdísi Höllu Bragadóttur sem verndari UNIFEM í ár. Bakhjarlar Fiðrilda vikunnar eru Landsbankinn og Eimskip; fyrirtæki sem eru að stórum hluta í eigu tengdaföður Kristínar, Björgólfs Guðmundssonar. Þetta geta önnur samtök haft í huga þegar þau vantar peninga – það er vænlegt til árangurs að leita á náðir tengda- dætra auðmanna. Vondur endir „Endirinn á danska sjónvarps- þættinum Forbrydelsen – Glæpnum – var ekki eins góður og aðdragandi hans,“ skrifar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á heimasíðu sína. Björn veltir fyrir sér hvort það sé vegna endalokanna sem þátturinn hefur ekki unnið til alþjóð- legra verðlauna en játar að hafa ekki hugmynd um hvað dómnefndir leggi til grundvallar í þessum efnum. „Hinu má ekki heldur gleyma,“ bætir Björn við, „að dómnefndum getur skeikað á þessu sviði eins og öðrum.“ Hér er Björn mögulega að vísa til dómnefndarinnar sem mat á dögunum þrjá umsækjendur um embætti héraðsdómara hæfari en þann sem hreppti að lokum hnoss- ið. Mörgum fannst það ekki góður endir heldur. bergsteinn@frettabladid.isS öfnunarátak UNIFEM fyrir konur í þremur stríðshrjáð- um löndum hófst í gær undir yfirskriftinni Fiðrildavika. Fiðrildið, merki vonar og styrksins í mýktinni, hefur verið táknmynd fyrir umbreytingar í lífi fólks í átt til frelsis. Í Fiðrildavikunni á að safna peningum til þess að hægt sé að styrkja verkefni í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi í Súdan, Líberíu og Lýðveldinu Kongó. Í þessum löndum, líkt og öðrum löndum þar sem stríð hefur ríkt, hefur kynbundið ofbeldi verið notað sem baráttutæki í átökunum. Konum er kerfisbundið nauðg- að, ýmist af einstökum hermönnum eða hópum. Þær eru barnaðar og vísvitandi sýktar af HIV-veirunni til að brjóta niður samfélag óvinarins. Þeim er rænt og þær afhentar hermönnum sem „bónus“ fyrir vel unnin störf. Það er ómögulegt að reyna að setja sig í spor þeirra kvenna sem verða fyrir slíku ofbeldi. Allt of oft hefur það verið gagnrýnt að þegar alþjóðasamfélagið reynir að stilla til friðar á átaka svæðum, eða í störfum friðargæslu þegar átökum linnir, að konurnar gleymast og hermenn og friðargæsluliðar hafi ekki næga þekk- ingu til að aðstoða konur í þessari aðstöðu. Þetta eru konur sem ekki hafa nægjanlegt vogarafl í sínu samfélagi eða í alþjóðasamfé- laginu. Því er mikilvægt að bregðast vel við söfnun sem þessari. Í þessum þremur löndum, Súdan, Lýðveldinu Kongó og Líberíu er staða kvenna veik fyrir. Í Súdan er til að mynda félags- og efna- hagsstaða kvenna einna verst í allri Austur-Afríku. Rúmlega 80 prósent kvenna í Súdan eru ólæsar. Allra fátækustu íbúar landsins eru konur. UNIFEM styrkir margvísleg verkefni á ári hverju og mun styrktarféð sem safnast hér á landi renna til slíkra verkefna. Á síðasta ári var til dæmis ákveðið að styrkja verkefni í Lýðveldinu Kongó. Markmið þess verkefnis er að styðja konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi og eru sýktar af HIV-veirunni eða með eyðni. Með verkefninu voru konur meðal annars styrktar í gegn um „smálána- banka“ en sjö slíkir voru opnaðir í landsbyggðarhéruðum Kongó. Slíkir bankar lána konum lágar upphæðir til kaupa á húsdýrum eða tækjum til að létta sér vinnuna. Eins og reynslan hefur sýnt á Indlandi er áhættan við þessi lán lítil, því þau eru greidd til baka. Þá var einnig ákveðið að styrkja verkefni í Líberíu þar sem borgarastyrjöld hafði geisað í fjórtán ár. Komið hafði í ljós hversu algengt kynbundið ofbeldi var í landinu. Til að mynda var um fjórðungur allra tilkynntra mannréttindabrota nauðganir. Verk- efnið sem styrkt var á að styðja kvennasamtök til að fylgjast með, skjalfesta og tilkynna um ofbeldi gegn konum. Þá á að þjálfa lög- reglu til að fylgja eftir nýjum lögum sem vinna eiga gegn kyn- bundnu ofbeldi sem og alþjóðlegum sáttmálum sem Líbería hefur staðfest. UNIFEM á Íslandi biður almenning að hafa fiðrildaáhrif; að hafa í huga kenninguna um að vængjasláttur fiðrilda geti haft gríðar- leg áhrif á veður í öðrum heimshluta. Peningunum sem safnast verður svo varið í verkefni, líkt og þau sem hér að ofan eru nefnd, og munu hafa gríðarleg áhrif í þágu kvenna og stúlkna í þessum löndum. Söfnun UNIFEM fyrir stríðshrjáðum konum: Að verða frjáls eins og fiðrildi SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.