Fréttablaðið - 04.03.2008, Síða 32

Fréttablaðið - 04.03.2008, Síða 32
 4. MARS 2008 ÞRIÐJUDAGUR10 ● fréttablaðið ● verktakar Stálsmiðir hafa jafnan verið álitnir karlar í krapinu. Plötu- og ketilsmiðir er þó „rétta“ heitið yfir þá sem leggja stund á þessa starfsgrein. Guðbjartur Þór Sævarsson er handlaginn á sínu sviði. „Í sumar vann ég með tveimur mönnum sem voru svona ekta stálkarlar af gamla skólanum; stórir og miklir, með þykkar hendur, gengu rólega til starfa og unnu jafnt og þétt án þess að vera með nokkurn skark - alahátt,“ segir Guðbjartur. „Þetta voru ekta stáltýpur sem mikið var af á gullöld stálsmiðanna, sennilega um 1960, á síldarárunum, þá voru þeir allstaðar úti um hvippinn og hvappinn.“ Þó Guðbjartur hafi ekki verið stálsmiður í gamla daga saknar hann samt tímanna. „Þá,“ segir hann, „vönduðu menn sig rosalega og hlutir voru byggðir til að endast. Þá tók kannski mánuð að smíða það sem tekur viku í dag.“ Guðbjartur, eða Batti eins og hann er iðulega kallaður af vinnufélögunum, segir það krefjast mikils tækjakosts að geta smíðað úr stáli og ekkert verkfæri sé mikilvægara en annað, sama hve mikið það kostar. „Við notum til dæmis suðuvélar, borvélar, sax og beygjuvélar. Týpískt verk fer þannig fram: ég saxa niður, eða klippi, risastórar plötur í ákveðna stærð. Síðan fer ég í beygjuvélina og beygi eitthvað. Loks sýð ég það saman,“ segir Guðbjartur. En hver er mikilvægasti eiginleiki góðs plötu- og ketilsmiðs? „Þolinmæði,“ segir Guðbjartur ákveðinn og með ströngu augnaráði. „Af hverju? Það er góð spurning. Því að þú getur ekki flýtt því sem þú gerir nema með lélegum vinnubrögðum. Þetta er mikil nákvæmnisvinna, þó hún sé stundum lögð fyrir róða nú til dags,“ segir Guðbjartur og hristir hausinn. Að sögn Guðbjarts eru fáir sem fara í fagið í dag. En hann tekur fram að starfið sé gott fyrir þá sem hafa áhuga á að búa eitthvað til með höndunum. „Eins og mér var sagt af tengdaföður mínum fyrrverandi fyrir löngu síðan, sem var stál smiður sjálfur: „skítadjobb“. Það var of seint, ég var búinn að fá sveinsprófið,“ segir Guðbjartur glettinn og bætir við að sér finnist skemmtilegast þegar gamlir karlar komi til sín með gömlu pottana sem þeir vilji fá lagaða. „Þeir koma meira að segja með sleifar. Mér finnst það æðislegt!“ sagði Guðbjartur. -nrg Þolinmæði er mikilvæg- asti eiginleiki stálsmiða Guðbjartur Þór Sævarsson, plötu- og ketilsmiður, við vinnu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN                          ! " # $ %&'  Meirapróf Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 Næsta námskeið byrjar 5. mars Akralind 4, 210 Kópavogur - Sími 544 4656 - Fax 544 4657 - email: mhg@mhg.is - www.mhg.is K 750 K 1250 K 2500 K 3600 DM 230 HP 40 Bensínglussa dæla Kjarnaborar Steinsagarblöð Husqvarna construction Products steinsagir, kjarnaborvélar, gólf og vegsagir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.