Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 42
22 4. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Enginn! Það getur enginn spilað sóló eins og Ace Frehley, þegar hann er edrú! Jói, Jói, Jói... Eddie Van Halen gæti grætt hann með sínu spili, óháð dagsformi! Á banjó! Á hverju ert þú eiginlega? Hefurðu einu sinni hlustað á... Getið þið tveir nokkurn tíma haldið kjafti? Leikurinn er að byrja! Jói... Ég vona að þú hafir vit á að fallast á hné og þakka skapar- anum fyrir það sem hann hefur gefið þér! Á hverjum degi, Buddy! Á hverjum degi! Geisp! Er þetta bara ég, eða er drengurinn orðinn lengri? Það er ekki þú. Hvaða svör eru það? ...bara þau fyndnu. Sfinx, koma ekki öll svörin þín úr gömlum brandarabókum? Nei, Ég er hinn alvitri Sfinx, spyrjið mig að hverju sem er... Ragnar vinur minn sagði ótrúlega fyndinn brandara í dag! Ragnar segir alltaf góða brandara, en þessi var frábær! Eruð þið tilbúin? Þeir sem þekkja Ragnar myndu telja góðar líkur á að hann sé um eitthvað sem kemur út um munn- inn, nefið eða botninn. Skjóttuuuuu! Meinarðu að þú sért búin að heyra hann? ...ef þú tryðir á endurvinnslu, í hvaða formi myndirðu vilja snúa aftur? Ég hef nokkrum sinn- um á ævinni fengið að heyra það að ég sé afskaplega dömuleg og fáguð í fasi. Þetta eru einnig þau skipti á ævinni sem ég hef hlegið hvað mest. Það er mér auðvitað ekki á móti skapi að fólki skipi mér í flokk með Díönu prinsessu, Dorrit og fleiri fáguðum konum en fátt gæti verið fjarri sannleikanum. Það er alvitað í minni nánustu fjölskyldu að það hafa einhverjar stökkbreytingar átt sér stað á fín- hreyfingagenunum sem féllu mér í skaut. Karlkyns fjölskyldumeð- limir þurfa varla meira en að strjúka yfir flóknustu víravirki til að þau fari að hegða sér rétt, og geta leyst úr sautján flæktum háls- festum með því að horfa á þær. Ekki ég. Í mínum huga fellur það undir fínhreyfingar að komast niður hálar tröppur á mannbrodd- um með ísöxi án þess að detta. Á síðustu dögum í lífi mínu er þetta á meðal þess sem ég hef afrekað: Vaknað á morgnana og uppgötvað dularfulla gulfjólusvar- bláa marbletti á kálfunum, sem ég hef ekki hugmynd um hvaðan eru sprottnir. Gengið á ruslapoka og hitt akkúrat á hornið á einu bók- inni í pokanum, og þannig fengið skurð eftir endilangri ristinni sem grær bara ekki. Sest ofan í poll á einum af skemmtistöðum borgar- innar, í nýhreinsuðum silkikjól. Klippt af mér augnhárin þegar ég dirfðist að storka örlögunum og ætlaði að lagfæra toppinn á mér aðeins. Hellt kaffi yfir öll föt sem ég hef klæðst síðasta mánuðinn. Hellt kaffi yfir símann minn. Hellt kaffi yfir skrifblokkina mína. Það sorglega er að ég er ekki að ljúga neinu. Þetta hefur allt gerst, og í gegnum tíðina margt verra, eins og þegar ég fékk innihaldið úr heilum bjórkút í augað. Þessi mis- skilningur leiðréttist sem sagt hér með. Ég er ekki fáguð og hef fín- hreyfingar á við trylltan fíl. Þið megið samt alveg halda áfram í ranghugmyndunum, þá get ég fengið að ímynda mér að ég sé ekki pollablauta augnháralausa stelpan svona af og til. Það er ágætt. STUÐ MILLI STRÍÐA Af fágun og fínhreyfingum SUNNA DÍS MÁSDÓTTIR ER POLLABLAUTA, AUGNHÁRALAUSA STELPAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.