Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 45
ÞRIÐJUDAGUR 4. mars 2008 25
Þjóðminjasafnið býður upp á
áhugaverða framsögu kl. 12.05 í
dag. Þór Magnússon, fyrrverandi
þjóðminjavörður, rekur þá varð-
veislusögu sérstæðra útskorinna
myndfjala sem eru til sýnis í
Bogasal Þjóðminjasafnsins. Talið
er að fjalirnar séu úr dómsdags-
mynd sem prýddi vesturvegg Hóla-
dómkirkju á 12. öld.
Fjalirnar eru oftast kenndar við
bæinn Bjarnastaðahlíð í Skagafirði
en þaðan komu þær til Þjóð-
minjasafnsins árið 1924. Að
Bjarnastaðahlíð höfðu þær komið
frá bænum Flatatungu og þangað
höfðu ýmsir fræðimenn gert sér
ferð á 19. öld til að skoða þær.
Þegar fjalirnar komu til
Þjóðminjasafnsins voru þær orðnar
mjög fúnar. Engin þeirra er í
upphaflegri lengd, sumar eru
aðeins smástúfar nú, en nokkrar
halda upphaflegri breidd. Allar
voru þær notaðar sem húsaviður
og hefur það eflaust bjargað þeim
frá glötum. - vþ
Merk saga myndfjala
ÞÓR MAGNÚSSON Fyrrverandi
þjóðminjavörður eys úr viskubrunnum
sínum í dag.
Útvarpsþátturinn
uppátækjasami,
Hlaupanótan, sem er á
dagskrá Rásar 1 alla
virka daga, efnir til
hringitónakeppni í
samstarfi við sím-
fyrirtækið Vodafone.
Óskað er eftir
frumsömdum
hringitónum af öllum
stærðum og gerðum,
hljóðum og óhljóðum.
Þó er skilyrði fyrir
þátttöku í keppninni
að hringitónninn sé
eigið höfundarverk
þáttakandans, en ekki
„fenginn að láni“.
Hægt verður að senda inn
tóna til 19. mars næstkomandi á
netfangið hlaupanotan@
ruv.is eða á geisladisk
merktum Hlaupanótunni,
Rás 1, Efstaleiti 1, 150
Reykjavík. Verðlaunin
fyrir hringitóna sem
þykja skara fram úr eru
tónlistarsímar og inneign
í tónlistarverslun Voda-
fone.
Að auki verður úrval
innsendra hringitóna
leikið í Hlaupanótunni í
apríl og fáanlegt á síðu
Vodafone.
Því er núna lag fyrir
tónelska tækninirði að
galdra nokkra hringitóna
fram úr erminni og taka þátt
í þessarri skemmtilegu keppni.
- vþ
Lumar þú á hringitóni?
Kvikhljóð er yfirskrift
fremur óvenjulegra
tónleika sem fara fram
í Tíbrá, tónleikaröð
Salarins, í kvöld. Þar
koma fram tónskáldið og
flautuleikarinn Þuríður
Jónsdóttir, fiðluleikarinn
Una Sveinbjarnardóttir
og kontrabassaleikarinn
Borgar Magnason,
ásamt verkum mynd-
listarkvennanna Bjarkar
Viggósdóttur, Ólafar
Nordal, Mireyu Samper
og Ásdísar Sifjar
Gunnarsdóttur.
Þær Ólöf, Björk og Ásdís leggja til
hver sitt myndbandsverk við tónlist
eftir Þuríði. Þá verður frumflutt
verk Þuríðar sem nefnist
„Leiksýning um veruleikann þegar
fellur út í birtingu“ sem Mireya
Samper hefur gert leikmynd fyrir.
„Við Ólöf þekkjumst vel og
höfðum átt gott samstarf að verkinu
Selmær,“ segir Þuríður, spurð um
tilurð þessara sérstöku tónleika.
„Þannig varð til sú hugmynd að
vinna með fleiri myndlistarmönnum
að sköpun tón- og myndverka. Ég
hafði því samband við hinar
myndlistarkonurnar, sem eru allar
að gera spennandi hluti á sínu sviði,
og úr varð þessi viðburður.“
Þuríður telur tónleikana vel til
þess fallna að vekja athygli á
nútímatónlist. „Fólk virðist hafa
meiri áhuga á að sækja klassíska
tónleika og nútímatónlistin verður
svolítið útundan. Með því að tvinna
saman listgreinar á þennan hátt
náum við vonandi að fanga athygli
stærri hóps en ella.“
Á tónleikunum verður ekki
einungis leikin tónlist eftir Þuríði
heldur eru líka á efnisskránni þrjú
verk eftir Salvatore Sciarrino, sem
er líklega þekktasta núlifandi
tónskáld Ítala. „Ef tekið er tillit til
þess hve stórt nafn hann er innan
nútímatónlistarheimsins er
merkilegt hversu sjaldan verk hans
eru leikin hér á landi,“ segir
Þuríður. „Hann er að mestu leyti
sjálfmenntað tónskáld og hálf-
gerður endurreisnarmaður, afar
fróður um ótrúlegustu hluti. Hann
hefur mikið unnið með hljóð-
færaleikurum að því að skapa nýja
tækni og nýjan tónheim fyrir
hljóðfærin þeirra. Form verka hans
er oft æði sérstakt og hefur fólk
gjarnan kallað þau tónskúlptúra
enda stundum erfitt að fella þau í
hefðbundna tónverkabása.“
Þrátt fyrir að tónskáldin tvö komi
úr ólíkum áttum segir Þuríður verk
Sciarrinos falla vel að dagskrá
kvöldsins. „Ég bjó á Ítalíu í sextán
ár við nám og störf og er því undir
nokkrum áhrifum frá þarlendu
tónlistarlífi og þá að sjálfsögðu
Sciarrino líka. Tónlist hans passar
því vel saman við annað sem í boði
verður í kvöld.“
Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er
miðaverð 2.000 kr. vigdis@frettabladid.is
Samtal milli listgreina
ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR OG MIREYA SAMPER Tvær þeirra listakvenna sem taka þátt í dagskrá í Salnum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON