Fréttablaðið - 04.03.2008, Side 46

Fréttablaðið - 04.03.2008, Side 46
26 4. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Lögmaður Ingu Birnu Dungal hefur sent Birtingi kröfu um skaðabætur vegna mynda sem birtust af Ingu Birnu og Tarantino í Séð og heyrt þar sem farið er fram á eina milljón í skaðabætur vegna birtingarinnar. „Ég tel að þetta sé klárt brot á höfundarrétti umbjóðanda míns. Bolt inn er hjá Birtingi,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Ingu Birnu Dungal. Hann hefur sent útgáfufyrirtækinu Birtingi bréf þar sem farið er fram á eina milljón í skaðabætur vegna birtingar mynda sem Séð og heyrt tók af myspace-síðu hennar og birti í blaði sínu. Myndirnar voru af Ingu Birnu og leikstjóranum Quentin Tarantino en Fréttablaðið hefur greint frá málinu að undanförnu. Auk skaðabóta, sem eru vegna brots á sæmdarrétti, einkarétti, ólögmætrar eintaka gerðar, birting- ar og notkunar á verkum höfundar, er gerð krafa um afsökunarbeiðni. Við bætist krafa um lögmanns- kostnað samtals 373.500 krónur. Skorað er á Birting að verða við kröfum eigi síðar en 7. mars. Bréf Vilhjálms er mjög ítarlegt og og ljóst að ekki þarf að gera á því miklar breytingar svo það nýtist sem stefna. Er það með ráðum gert: „Ef þeir ætla ekki að fallast á þetta verður málið þingfest í þessum mánuði. Það er ekkert flóknara en svo,“ segir Vilhjálmur og telur málið liggja ljóst fyrir. Ef orðið verður við kröfum Ingu Birnu er ljóst að um einhverjar dýrustu ljósmyndir Íslands sögunnar er að ræða. Reyndar er ekki að heyra á þeim Séð og heyrt-mönnum að líkur séu til þess. Eiríkur Jónsson ritstjóri segir reyndar málið sem slíkt ekki á þeirra könnu heldur lögmanna fyrirtækisins. „Þetta er bara vitleysa. Við erum með öll tölvupóst- samskipti við þessar dömur, drottningar nætur lífsins, því til staðfestingar að þetta var allt með fullu samráði.“ Eiríkur segir að ekki þurfi lengi að skoða myndir af skemmtana- lífinu til að rekast á myndir af Ingu Birnu og vin - konum. „Þær forðast ekki ljósmyndara þegar þær eru að skemmta sér. Svo hafa þær kveikt á perunni þegar spurðist að News of the World hefði áhuga á myndunum. En það varð aldrei að þær birtust þar. Nú vill Vilhjálmur einhver Hollywoodverð fyrir þessar myndir sem ekkert eru. Hér er verið að snúa veruleikanum á haus.“ Atli Már Gylfason blaðamaður segist ekki hafa brotist inn á myspace-síðuna umræddu enda það ekki á hans færi. „Hún bauð mér að gerast vinur svo ég gæti nálgast myndirnar í fullri upplausn. Hún á 700 vini á MySpace og allir þeir geta nálgast myndirnar. Við áttum nægar myndir en hún vildi koma tveimur myndum á framfæri en þar lítur hún betur út. Við erum að fá í bakið að hafa unnið þetta í fullu samráði við Ingu Birnu og vinkonur,“ segir Atli Már sem ekki er lengur my-space-vinur Ingu Birnu. „Nei, hún vill ekki vera vinur minn lengur.“ jakob@frettabladid.is Vilja milljón fyrir partímyndir VINKONURNAR INGA BIRNA OG BIRGITTA INGA Að sögn Eiríks Jónssonar forðast þær ekki sviðsljósið á næturlífinu. Þjóðir Evrópu hamast nú við að velja lögin sín í Eurovision og um helgina bættust fjögur lög við. Finnar senda þungarokksbandið Teräsbetoni sem spilar Iron Maiden-legan slagara. Hljóm- sveitarnafnið þýðir „stálstyrkt steypa“ og hljómsveitin hefur gefið út tvær plötur til þessa og selt vel af í Finnlandi. Bretar senda nauðrakaða blökkumanninn Andy Abraham sem syngur sálarpopplag. Andy vann lengi sem ruslakarl en reis upp úr öskustónni þegar hann tók þátt í X-factor og varð annar. Frá Lettlandi kemur sönghópurinn Pirates of the Sea sem klæðist sjóræningjafötum með króka, leppi og allar græjur og syngur dúndrandi evrópopplag sem mun hljóma kunnuglega fyrir Íslend- inga. Viðlagið er „We‘re the hæ hæ hó we‘re the hæ hæ hey“. Fjórða lagið sem bættist við eftir helgina er frá Georgíu. Þaðan kemur blinda söngkonan Diana Gurtskaya sem syngur með kolsvört sólgleraugu enn einn friðarsönginn á ensku: „Peace will come“. Nú hafa 32 lög verið valin en lögin 11 sem vantar upp á verða kosin á næstu vikum. Síðastir til að velja eru Svíar og Svartfellingar, sem velja sín lög 15. mars. Þungarokkarar, ruslakarl, blind söngkona og sjóræningjar ÓFRÝNILEGIR Í EUROVISION Finnska þungarokksbandið Teräsbetoni. 81 DAGAR TIL STEFNU EIRÍKUR Hér er verið að snúa veruleikanum á haus. „Á síðasta ári hringdi umboðsmaðurinn minn og sagði „Þér hefur boðist risasamningur. Það er sem andlit Viagra.“ Og ég sagði bara, „Fyrir- gefðu, en það er djöfuls móðgun.“ SIMON COWELL TEKUR EKKI HVERJU SEM ER. „Að eignast barn er augljóslega skuldbinding til lífstíðar. Ég myndi þurfa að vera algjörlega viss um að ég væri á þannig stað að ég gæti ein- beitt mér algjörlega og hellt mér út í það starf að vera mamma einhvers, því það er nógu erfitt að eiga hvolp.“ MARIAH CAREY EINBEITIR SÉR ENN „Ég lendi á skrýtnum, klikkuðum strák- um. Ég sé fullt af „Avril, gifstu mér!“ skiltum. Ég hef séð aðdáendur sem hafa látið húðflúra andlitið mitt á sig, eða fá sér eins húðflúr og ég. Konur hafa sagt mér að þær hafi skírt dætur sínar í höfuðið á mér.“ AVRIL LAVIGNE STÆRIR SIG AF ÞVÍ AÐ EIGA SKRÝTNARI AÐDÁENDUR EN EIGINMAÐURINN, DERYCK WHIBLEY ÚR SUM 41. Vinningshafar síðustu viku Ekki missa af Skólahreysti kl. 20.00 á Skjá einum. Hver sigrar í kvöld? www.ms.is Aðalstyrktaraðili Skólahreystis Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.