Fréttablaðið - 04.03.2008, Side 51

Fréttablaðið - 04.03.2008, Side 51
ÞRIÐJUDAGUR 4. mars 2008 31 KÖRFUBOLTI Jonathan Griffin varð á dögunum 21. erlendi leikmaður Iceland Express-deildar karla sem er sendur heim í vetur en Grind- víkingar ákváðu frekar að fá til sín stærri leikmann. Ýmsar ástæður hafa verið fyrir því að liðin hafa leitað á ný mið en langoftast er skýringin sú að leik- menn hafa ekki staðið undir þeim væntingum sem til þeirra voru gerðar eða að þeir hafa ekki passað inn í leikstíl sinna liða. Stjörnumenn hafa látið flesta fara, alls fimm, fjórir hafa yfir- gefið bæði Fjölni og ÍR og þrír hafa hætt að spila með Hamri. Aðeins fjögur lið deildarinnar hafa ekki sent erlendan leikmann heim en það eru lið Keflavíkur, Snæfells, Þórs og Skallagríms. Margir af umræddum leik- mönnum hafa skilað fínum tölum þótt þeir hafi ekki haldið starfi sínu hjá liðunum. Jonathan Griff- in skoraði sem dæmi 23,3 stig að meðaltali í þeim 19 leikjum sem hann spilaði með Grindavík í vetur og státar af því að vera stigahæsti leikmaður deildarinnar sem hefur verið látið taka pokann sinn á þessu tímabili. Griffin er einn af fimm leik- mönnum sem skoruðu yfir 20 stig í leik en voru samt látnir fara. Hinir eru Nicholas King, Hamri, Karlton Mims, Fjölni, Donald Brown, Tindastól, og Drago Pavlovic, Fjölni. Hamarsmaðurinn George Byrd var með hæsta fram- lagið af þeim leikmönnum sem leika ekki lengur í deildinni en hann var aðeins á undan Donald Brown hjá Tindastól. Griffin er þar í fjórða sæti á eftir Maurice Ingram hjá Stjörnunni, sem er sá af þessum 21 leikmanni sem tók flest fráköst að meðaltali í leik eða 16,0. Byrd er þar í öðru sæti en þrír fyrrverandi Stjörnumenn eru meðal þeirra fjögurra efstu. - óój HVERJIR STÓÐU SIG BEST? Hæstir í framlagi George Byrd, Hamri 23,5 Donald Brown, Tindastól 23,4 Maurice Ingram, Stjörnunni 22,0 Jonathan Griffin, Grindavík 21,9 Steven Thomas, Stjörnunni 20,6 Karlton Mims, Fjölni 20,0 Calvin Roland, Stjörnunni 18,1 Nicholas King, Hamri 17,7 Marcin Konarzewski, Tindastól 16,3 Nemanja Sovic, Fjölni 14,8 Hæstir í stigum Jonathan Griffin, Grindavík 23,3 Nicholas King, Hamri 22,4 Karlton Mims, Fjölni 22,1 Donald Brown, Tindastól 21,8 Drago Pavlovic, Fjölni 21,0 Hæstir í fráköstum Maurice Ingram, Stjörnunni 16,0 George Byrd, Hamri 11,8 Calvin Roland, Stjörnunni 9,9 Steven Thomas, Stjörnunni 9,0 Marcin Konarzewski, Tindastól 8,1 Tuttugu og einn erlendur leikmaður hefur yfirgefið liðin tólf í Iceland Express-deild karla á þessu tímabili: Griffin skoraði mest af þeim brottreknu EKKI NÓG Jonathan Griffin skoraði 23,5 stig í leik fyrir Grindavík í deildinni í vetur. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN FÓTBOLTI Mikið hefur verið rætt og ritað um hvort brot Martins Taylor á Eduardo da Silva hafi verið viljaverk eður ei. Ljóst er að tæklingin var ákaflega háskaleg og vart sýningarhæf á myndbandi fyrir unga knattspyrnuiðkendur. Margar myndir hafa verið birtar víða af atvikinu en myndin hér að ofan hefur farið nokkuð hljótt. Á henni virðist Taylor hreinlega glotta að Eduardo þar sem hann liggur sárþjáður eftir tæklinguna hræðilegu þar sem hann nánast missti fótinn. Menn munu eflaust rífast áfram um tæklinguna en þessi mynd virðist lítið gagnast málstað varnarmannsins. - hbg Brot Taylor á Eduardo: Taylor glotti að Eduardo GLOTT Martin Taylor virðist hér hreinlega glotta að Eduardo eftir tæklinguna ljótu. BOX Boxarinn Mike Tyson leitar nú alla ráða til þess að redda meiri peningum upp í allar skuldirnar og hann er nú með tvö stórmál á dagskrá. Annað er að fá Evander Holyfield aftur inn í hringinn en hitt er framleiðsla á kvikmynd byggðri á ævi hans. Tyson segir að myndin verði tilbúin eftir tvö ár og að hann hafi þegar fengið Jamie Foxx til þess að leika sig. Foxx fékk einmitt Óskarsverðlaunin þegar hann lék Ray Charles í myndinni Ray. Nóg ætti að vera af efni fyrir handritshöfunda því ævi Tysons inniheldur glæsta sigra, heimsfrægð, fangelsisvist, gjaldþrot, eiturlyfjafíkn og ótrúleg uppátæki og því verður spennandi að sjá hver útkoman verður. - óój Næsta stóra íþróttamyndin: Tyson framleið- ir mynd um sig HANDBOLTI Prófanir með svoköll- uðum örflöguboltum virðast vera vel á veg komnar því stefnt er að því að nýta tæknina á HM í Króatíu árið 2009. Með tækninni munu dómarar vita á hálfri sekúndu hvort boltinn fer inn fyrir línuna eða ekki. - hbg Handboltinn nýtir tæknina: Örflöguboltar á HM árið 2009 T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.