Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 54
34 4. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. slitna 6. klukka 8. krá 9. veiðar- færi 11. ekki heldur 12. bragsmiður 14. högg 16. bardagi 17. gljúfur 18. almætti 20. hljóta 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. áfengisblanda 3. í röð 4. sand- grynning 5. viður 7. starfræksla 10. fjör 13. háttur 15. hestur 16. temja 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. mást, 6. úr, 8. bar, 9. net, 11. né, 12. skáld, 14. spark, 16. at, 17. gil, 18. guð, 20. fá, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. púns, 3. áb, 4. sandrif, 5. tré, 7. rekstur, 10. táp, 13. lag, 15. klár, 16. aga, 19. ðð. Auglýsingasími – Mest lesið „Humarhúsið er æðislega gott. Ég hef oft fengið mér hádegisverð þar. Þeir eru til dæmis með frábæra fiskrétti og með folaldakjöt sem er alveg svakalega fínt.“ Óttar Felix Hauksson, plötuút- gefandi. „Já, ég er auðvitað mjög ánægður með að fólk skuli taka svona vel undir það sem ég hef verið að gera,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Þó umdeilanlegt sé hvort yfir- leitt sé hægt að keppa í listum er óhætt að segja að Arnaldur beri höfuð og herðar yfir aðra rithöf- unda á Íslandi og er þá ekki bara verið að vísa í sölutölur. Í könnun Fréttablaðsins sem gerð var 23. febrúar var einfaldlega spurt: „Hvern telur þú vera besta núlif- andi rithöfund landsins?“ Hringt var í 800 manns á kosningaaldri sem skiptist jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Svar- hlutfall var 62 prósent og niður- staðan er afgerandi. Arnaldur nýtur fáheyrðra yfirburða en alls nefndu 38,7 prósent þeirra sem afstöðu tóku Arnald sem besta rit- höfund þjóðarinnar. Vinsældir hans deilast nokkuð jafnt sé litið til þess hvaða stjórnmálaflokka svarendur styðja. En heldur á hann meira inni hjá konum en körlum því tæp 42 prósent kvenna nefna Arnald en um 35 prósent karla. Næstur í röðinni er Einar Már Guðmundsson en hann nefna 7,7 prósent. Í þriðja sæti kemur svo Einar Kárason með 6,3 pró- sent. Mun fleiri karlar telja Einar Kárason bestan eða tíu prósent aðspurða en aðeins tvö prósent kvenna. „Ég hef fundið þennan stuðning í gegnum árin og er afskaplega glaður með hann. Ég hef alltaf sagst vera að skrifa fyrir íslenska lesendur fyrst og fremst. Og þeir hafa alltaf sýnt mér mikla virð- ingu,“ segir Arnaldur sem nú vinnur að næstu bók í seríunni um Erlend lögregluforingja. Arnaldur sendi frá sér bók um Erlend fyrir síðustu jól, Harðskafa, sem hlaut gríðarlega góðar viðtökur. Seldist bókin hátt í á 30 þúsund eintök. Sé könnunin skoðuð nánar virð- ist sem almenningur gefi lítið fyrir álit bókmenntaelítunnar, ef svo má að orði komast, og standi með sér og smekk sínum. Þannig vermir Sigurður Pálsson, sem sæmdur var Íslensku bókmennta- verðlaununum í síðasta mánuði, neðsta sætið ásamt reyndar fleiri höfundum með 0,2 prósent. Harð- skafi var ekki svo mikið sem til- nefndur. Eini höfundurinn sem til- nefndur var til verðlaunanna og nýtur jafnframt þeirrar virðingar meðal almennings að komast á topp tíu lista er Vigdís Grímsdótt- ir. Nánar verður greint frá könn- uninni í helgarblaði Fréttablaðs- ins. jakob@frettabladid.is NÝ KÖNNUN: FÁHEYRÐIR YFIRBURÐIR METSÖLUHÖFUNDAR Arnaldur besti rithöfundurinn ARNALDUR INDRIÐASON Tæp 40 prósent telja hann besta núlifandi rithöfund lands- ins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Andra Freys Viðarssonar er sárt saknað úr útvarpinu, enda var þáttur hans og Búa Bendtsen, Capone, skemmtilegasti morgun- þátturinn allt þar til útvarpsstöðin XFM fór á hausinn. Nú geta aðdáendur Andra Freys andað léttar því hann er snúinn aftur í fjöl- miðla, reyndar á allt öðrum fjölmiðlavettvangi en áður. „Ég er orðinn blaðamaður, skrifa í Dag- skrána, sem er eitt víðlesnasta tímarit lands- ins,“ segir Andri Freyr, borubrattur að vanda. „Þetta er frábært starf, ég er að skrifa um sjónvarpsdagskrána og svo kem ég stundum með eitthvað sjálfur. Þetta starf býður upp á gríðarlega mikla möguleika. Það er alveg pláss fyrir smá attitjúd en samt ekkert of mikið. Það má ekki hneyksla fólk upp úr skónum þegar það er að lesa Dagskrána á klósettinu.“ Engin útvarpsstöð hafði vit á því að fá Andra Frey yfir til sín og hann tekur því þungt. „Það voru allir alltaf að segja að ég væri vinsælasti útvarpsmaður landsins og svo voru bara allar dyr lokaðar. Ekki það að ég hafi sótt einhvers staðar um, en ég hélt í fávisku minni að síminn myndi ekki stoppa. Það halda margir að ég sé byrjaður á Flass, en svo er ekki. Þeir eru bara með einhvern sem er með alveg eins rödd og ég. Búi er aftur á móti orðinn aðalkarlinn hjá Securitas og er í fínum málum þar.“ Andri var í Kolaportinu á sunnudaginn að selja yfirfallið af dótinu sínu – „Það gekk ágætlega, ég fékk 28 þúsund kall í vasann. Stefnan er tekin á Danmörku um miðjan þennan mánuð. Framtíðin er Danmörk og Dagskráin. Ég held bara áfram að skrifa í það þótt ég fari út. Svo er það kvikmyndanám í haust en ég ætla bara að dingla mér eitthvað fram að því. Þegar Balti drepst get ég svo komið aftur heim og tekið við. Mitt fyrsta verk þegar ég kem út verður að fá mér svona græna úlpu og Timberland-skó eins og hann er alltaf í.“ - glh Framtíðin er Danmörk og Dagskráin KEMUR HEIM OG TEKUR VIÐ AF BALTA Andri Freyr er á leiðinni til Danmerkur. Ágústa Eva Erlendsdóttir verð- ur með Þorsteini Guðmunds- syni á skjánum þegar þætt- irnir Svalbarði hefja göngu sína á Skjá einum um næstu mánaðamót. „Hún hefur unnið að þessu með mér í nokkra daga núna, í hug- myndavinnu og öðru. Hún stendur að þættin- um með mér, ásamt Sindra Páli Kjartans- syni,“ útskýrir Þor- steinn, en hugmyndin að þættinum er frá honum og Sindra komin og hefur verið í fæðingu í um eitt ár. Þorsteinn segir ekki búið að negla form þáttarins niður. „Það verður einhver verkas kipting hjá mér og Ágústu, en við eigum eftir að finna hana út betur. Hún á eftir að gera eitthvað óvænt og ég held að fólk megi búast við því að hún sýni á sér nýjar hlið- ar,“ segir Þorsteinn dularfullur. Svalbarði verður í formi spjall- þáttar með ýmiss konar innslög- um. Þorsteinn hefur áður nefnt þætti Jay Leno til samanburðar, en sá háðfugl er þekktur fyrir að hefja þáttinn á uppistandi. Þor- steinn segist ekki útiloka að eitt- hvað verði um uppistand hjá honum. „Ég geri það kannski á einhvern hátt. Ég hugsa að minnsta kosti að það verði erfitt að stoppa mig af í að rífa kjaft við fólk,“ segir hann og hlær við. Tökur á Svalbarða eru ekki hafnar, en Þorsteinn segir aðstand- endur hans nú huga að kynningar- málum. „Við erum með sæg af hugmyndum, en það er heilmikið púsluspil að koma svona þætti á laggirnar,“ segir Þorsteinn. Ágústa Eva með Þorsteini í Svalbarða ÚTILOKAR EKKI UPPISTAND Þorsteinn Guðmundsson segir það líklegra en ekki að uppistand muni læðast inn í þáttinn. MEÐ Í SVAL- BARÐA Ágústa Eva Erlends- dóttir snýr aftur á skjáinn í spjallþætti Þorsteins Guð- mundssonar. Bloggarinn Gauk- ur Úlfarsson hefur ákveðið að áfrýja dómi héraðsdóms um skaðabótagreiðslu hans til Ómars R. Valdimarssonar upplýsingafull- trúa. Það þýðir að nokkrir mán- uðir munu líða þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir í málinu. Vinir og kunningjar Gauks hafa aftur á móti þegar lagt á ráðin um hvernig afla eigi fjár fyrir skaðabót- unum ef allt fari á versta veg. Þeir hyggjast halda styrktartónleika sem fengið hafa vinnuheitið „Aur fyrir Ómar“. Söngvarinn Morten Harket úr norsku sveitinni Aha hefur verið hér á landi undanfarna daga. Fyrir helgi dúkkaði hann upp í viðtali hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgj- unni en helginni eyddi kappinn í upptökur á næstu sólóplötu sinni. Upptökur fóru fram undir styrkri stjórn upptöku- mannsins Adda 800 í hljóðveri hljómsveitarinnar Leaves. En þegar tækifæri gafst til lét Harket sjá sig á götum bæjarins. Hann spókaði sig meðal annars í Vesturbæjarlauginni við hlið laganemans Helgu Völu Helgadóttur. „Hann lítur alveg nákvæmlega eins út og hann gerði fyrir hundrað árum,“ skrifar Helga uppnumin á blogg sitt. Þó fylgið við Framsóknarflokk- inn glæðist lítt hér á landi heldur flokkurinn sínu á Kanaríeyjum meðal Íslendinga sem þar búa. Guðni Ágústsson formaður flokksins er nú á leið á Klörubar og ætlar að efna til fjöldafundar þar með sínum mönnum 12. mars. Fréttablaðið hefur áður greint frá ferðum Guðna þar sem hann blæs sólbökuðum stuðningmönnum sínum á Kanarí baráttuanda í brjóst og þá mættu um og yfir 100 manns til að hlusta á Guðna en ákveðið hefur verið að taka fundinn upp á vídeó. -hdm/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.