Fréttablaðið - 13.03.2008, Side 4
4 13. mars 2008 FIMMTUDAGUR
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Basel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
7°
7°
7°
4°
5°
11°
12°
9°
3°
8°
20°
17°
9°
11°
24°
10°
25°
14°
Á MORGUN
10-15 m/s allra austast,
annars 5-10 m/s.
LAUGARDAGUR
Hæg, breytileg átt.
0
1
2
2
3
6
3
4
2
2 -1
10
10 5
6
6
6
4
8
6
10
8
-1
-1
1
31
0
-1
-1
12
HELGARHORFUR
Þær eru fl ottar
veðurhorfurnar
um helgina. Hæg
breytileg átt og
víða bjart á laugar-
dag en á sunnudag
verður skýjað
sunnan og vestan
til en vindur áfram
mjög hægur. Hitinn
verður ekki mjög
fjarri frostmarki.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
ALÞINGI Þingmenn landsbyggðar-
kjördæmanna og formenn
stjórnarandstöðuflokka geta ráðið
sér aðstoðarmenn í kjölfar
breytinga á lögum um þingfarar-
kaup sem samþykktar voru í gær.
Fjallað er um aðstoðarmenn
þingmanna í þingsköpum en
breyta þurfti lögum svo heimild
fengist til greiðslu launa aðstoðar-
mannanna. Áður var gert ráð
fyrir kostnaðinum í fjárlögum.
Forsætisnefnd þingsins undir
forystu Sturlu Böðvarssonar
þingforseta mælti fyrir frum-
varpinu.
Eru þetta fimmtu lögin sem
samþykkt hafa verið á árinu. - bþs
Breytt lög um þingfararkaup:
Þingmenn geta
fengið aðstoð
INDLAND, AP Hundruð útlægra
Tíbeta héldu í gær áfram mót-
mælagöngu frá Indlandi til Tíbet.
Áformað er að gangan taki hálft ár
og göngumenn komi til Tíbet á
meðan Ólympíuleikarnir í Peking
standa sem hæst.
Indversk stjórnvöld hafa bannað
göngumönnum að yfirgefa
Kangra-héraðið á Norður-Indlandi.
Stjórnvöld óttast að gangan geti
haft slæm áhrif á samskipti
Indlands og Kína.
Mótmælagangan er hluti af
skipulagðri herferð til að minna á
ástandið í Tíbet. Í gær beitti
lögregla táragasi gegn um 300
munkum sem efndu til mótmæla í
höfuðborginni Katmandu. - bj
Tíbetskir útlagar og munkar:
Ganga áfram
þrátt fyrir bann
MÓTMÆLI Tíbetskir búddamunkar voru
meðal göngufólks í gær. NORDICPHOTOS/AFP
EFNAHAGSMÁL Íslenskt barnafólk
borgaði hlutfallslega meira í skatt
árið 2006 en um aldamótin. Á sama
tíma léttist skattbyrði barnafólks
að meðaltali í ríkjum Efnahags- og
framfarastofnunarinnar OECD.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í nýrri skýrslu stofnunar-
innar síðan í gær.
Rýrnun skattleysismarka, barna-
bóta, vaxtabóta og annarra aðgerða
sem ætlað er að létta á skattbyrði
er ein orsök þessarar þróunar á
Íslandi, segir í skýrslunni. Í stig-
hækkandi skattkerfi geti launa-
hækkanir sem ætlað er að endur-
spegla verðbólgu einnig valdið því
að skattbyrðin aukist.
Í skýrslunni kemur líka fram að
skattabreytingar á Íslandi hafi að
mestu leyti gagnast þeim sem hafi
hærri tekjur. Það sé þvert á
almenna þróun innan OECD-ríkj-
anna, þar sem skattabreytingar
gagnist oftar þeim tekjulægri.
„Það er ekkert nýtt í þessari
skýrslu, þetta er samhljóða því sem
ég hef verið að segja hér um þróun-
ina í tekjuskatti einstaklinga,“ segir
Stefán Ólafsson, prófessor við
félagsvísindadeild Háskóla Íslands.
„Hann hefur verið að aukast vegna
rýrnunar skattleysismarka.“
Stefán skrifaði grein í Morgun-
blaðið í janúar 2006 undir yfir-
skriftinni „Stóra skattalækkunar-
brellan“. Þar sagði hann að skattar
á almenning hefðu ekki lækkað
áratuginn sem á undan leið eins og
stjórnvöld hefðu haldið fram.
Þvert á móti hefðu þeir hækkað.
Framkvæmd skattastefnu ríkis-
stjórnarinnar hefði stóraukið
ójöfnuð í landinu.
Daginn eftir gagnrýndi Árni
Mathiesen fjármálaráðherra
grein Stefáns harðlega í fjölmiðl-
um, og sagði hann tala sem
minnst um þær staðreyndir sem
mestu máli skipti. Meira væri um
brellur í grein Stefáns en í skatta-
lækkunarferli ríkisstjórnar-
innar.
„Ég hlýt að líta þannig á að
þessi skýrsla veiti mér uppreisn
æru,“ segir Stefán. „Ég hef aldrei
efast um að þetta myndi koma
skýrt og klárlega fram þegar
fram liðu stundir og menn hætti
að slá ryki í augu fólks til að
reyna að villa um fyrir því.“
salvar@frettabladid.is
Skattbyrði barna-
fólks hefur þyngst
Íslenskt barnafólk borgaði meira í skatt árið 2006 en sex árum áður. Það er þvert
á meðaltalsþróun innan OECD, samkvæmt skýrslu. Prófessor segir orsökina rýrn-
un skattleysismarka. Hærri skattur vegna hærri tekna, segir fjármálaráðherra.
„Þetta er það sama og menn
hafa verið að tala um,“ segir Árni
Mathiesen fjármálaráðherra. „Við
erum með stighækkandi skattkerfi
þar sem þeir sem hafa hærri tekjur
borga meira í skatt. Skattarnir hafa
aukist af því að tekjurnar hafa
aukist.“
Hann segist aldrei hafa neitað því
að skatttekjur ríkisins hafi aukist, en
með þeim hafi ríkisstjórnin getað
greitt niður skuldir og aukið fjármuni
til velferðarkerfisins. „Skattarnir hafa
lækkað en tekjuaukningin hefur
verið svo mikil að fólk borgar á end-
anum meira í skatt. Það er ekkert
SKATTAR HAFA HÆKKAÐ MEÐ TEKJUNUM
LÖGREGLUMÁL Fimmti maðurinn
sem lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu leitaði að vegna þjófnaðar á
skotvopnum í Hafnarfirði er
fundinn. Hann gaf sig fram í
fyrrakvöld eftir að lögreglan hafði
náð tali af honum.
Maðurinn, sem er rétt rúmlega
tvítugur, viðurkenndi þátt sinn í
málinu og einnig aðild sína að
öðrum þjófnaðarmálum á höfuð-
borgarsvæðinu. Honum var sleppt
að lokinni skýrslutöku. Áður hafði
lögregla yfirheyrt fjóra menn
vegna umræddra mála. Þeim var
sleppt að loknum yfirheyrslum og
telst málið upplýst. - jss
Vopnaþjófnaður upplýstur:
Fimmti maður-
inn fundinn
FORELDRI Á GANGI Auk
Íslands þyngdist skattbyrði á
barnafólk á árunum 2000 til
2006 meðal annars í Grikk-
landi, Kóreu og Mexíkó. Að
meðaltali léttist hún í ríkjum
OECD á þessu tímabili.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
BANDARÍKIN, AP Barack Obama
vann forkosningar demókrata í
Mississippi-ríki sem fram fóru á
þriðjudag. Obama hlaut 61
prósent atkvæða gegn 37
prósentum Hillary Clinton.
Ljóst er að Obama hefur hlotið
að minnsta kosti 17 af 33 lands-
fundarfulltrúum sem kosið var
um í forkosningunum. Í heildina
hefur hann 1.385 fulltrúa gegn
1.237 fulltrúum Clinton, sam-
kvæmt talningu AP. 2.025 fulltrúa
þarf til að hljóta útnefningu sem
forsetaframbjóðandi demókrata.
Næstu kosningar fara fram í
Pennsylvaníu, en þar eru 158
fulltrúar á boðstólum. - sgj
148 fulltrúa forskot Obama:
Obama sigrar
í Mississippi
NÁTTÚRA Mælt er með hvalaskoð-
un á Ströndum út frá Drangsnesi
og í Steingrímsfirði í hag-
kvæmnis athugun á kostum
skipulagðrar hvalaskoðunar á
Vestfjörðum. Reykjanes í
Ísafjarðardjúpi er einnig talið
álitlegur staður til hvalaskoðunar.
Niðurstöður athugunarinnar
voru kynntar á fundi í gær. Þar
kom fram að hvala skoðun væri í
örum vexti hér á landi, og
rúmlega hundrað þúsund manns
hefðu farið í slíka ferð á síðasta
ári. Vestfirðir væru eina svæðið á
Íslandi þar sem hvalaskoðun
hefði ekki náð fótfestu, en vel
væri hægt að bæta úr því. - sþs
Hagkvæmnisathugun:
Vestfirskir hval-
ir skuli skoðaðir
STJÓRNMÁL Minni líkur en meiri eru
á að ríkisstjórnin beiti sér fyrir að
starfræksla fjárvörslusjóða eða
sjálfseignarsjóða (e. trusts) verði
heimiluð á Íslandi.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hafa stórfelld skattsvik
efnaðra Evrópumanna sem geymt
hafa fjárfúlgur í skattaskjólinu
Liechtenstein dregið úr áhuga ráð-
herra enda geti starfsemin skaðað
ímynd Íslands.
Sagt var frá því í Fréttablaðinu í
gær að frumvarpsdrög viðskipta-
ráðherra um fjárvörslusjóði væru
til skoðunar í fjármálaráðuneytinu
og í nefnd sem fjallar um aðgerðir
gegn peningaþvætti.
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra sagði á Alþingi í síðustu viku
ýmis álitamál uppi og nauðsynlegt
að gæta þess að Íslendingar fengju
ekki á sig ásakanir um peninga-
þvætti.
Frumvarpsdrögin voru lengi í
smíðum í viðskiptaráðuneytinu og
hófst vinnan í ráðherratíð Jóns Sig-
urðssonar á síðasta kjörtímabili.
Nefnd forsætisráðherra um
alþjóðlega fjármálastarfsemi taldi
raunhæft að á þremur árum gæti
umsýsla fjárvörslusjóða numið
yfir 2.500 milljörðum króna og að
tekjuaukning þjóðarbúsins vegna
þeirra gæti numið 100 milljörðum.
- bþs
Líkur hafa minnkað á að frumvarp um fjárvörslusjóði verði lagt fram á Alþingi:
Liechtenstein-svikin víti til að varast
SKATTAPARADÍS Ráðamenn telja
mikilvægt að vernda orðspor Íslands á
alþjóðavettvangi og finnst því óráðlegt
að heimila starfsemi sem gefið geti
ásökunum um peningaþvætti eða
skattasvik byr.
Varðhaldi lýkur í dag
Gæsluvarðhald rennur út í dag yfir
fimm Litháum sem grunaðir eru
um að hafa byrlað konu ólyfjan og
nauðgað henni í heimahúsi. Að sögn
lögreglu verður afstaða tekin til þess í
dag hvort framlengja eigi varðhaldið.
LÖGREGLUFRÉTTIR
GENGIÐ 12.03.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
136,6812
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
68,03 68,35
137,34 138
105,12 105,7
14,100 14,182
13,331 13,409
11,189 11,255
0,6617 0,6655
110,63 111,29
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR