Fréttablaðið - 13.03.2008, Side 11
FIMMTUDAGUR 13. mars 2008 11
FASTEIGNIR Myglusveppur herjar
nú á nokkrar námsmannaíbúðir
Keilis á gamla varnarsvæðinu á
Miðnesheiði.
„Íbúarnir hafa tekið þessu af
stakri ró. Það hefur verið ráðist í
lagfæringar og þeim verður lík-
lega lokið í næstu viku,“ segir
Jófríður Leifsdóttir, umsjónar-
maður fasteigna hjá Keili sem er
leigumiðlari umræddra íbúða.
Að sögn Jófríðar stafa skemmd-
irnar af því að raka leiðir eftir
festingum milli útveggja og gips-
platna þar fyrir innan. „Þetta eru
litlir blettir sem myndast uppi við
loft og niðri við gólf. Skemmdirn-
ar komu í ljós fyrr í vetur og þá
var fljótlega útbúin aðgerðaáætl-
un sem nú hefur verið fylgt í þrjár
vikur,“ segir Jófríður sem kveður
verkið ganga afar vel. Skemmdir
hafa reynst vera í sextán íbúðum.
„Iðnaðarmennirnir hafa reynt
að valda íbúunum sem minnstu
ónæði. Það verður líka að taka
fram að við erum alls með 430
íbúðir á okkar vegum og þessar
skemmdir eru aðeins í innan við
tuttugu íbúðum, í flestum þeirra
aðeins í einu herbergi,“ segir
Jófríður.
Eigandi umrædds húsnæðis er
enn Þróunarfélag Keflavíkurflug-
vallar og segir Jófríður félagið
munu borga lagfæringarnar. Ekki
fengust upplýsingar hjá Þróunar-
félaginu í gær um hver væri áætl-
aður kostnaður vegna þessa. - gar
Rakaskemmdir komu í ljós í sextán námsmannaíbúðum á Keflavíkurflugvelli:
Myglusveppur á Miðnesheiði
SKEMMDIRNAR Unnið er að því að ráða
niðurlögum myglusvepps í stúdentaí-
búðum á gamla varnarsvæðinu.
MANNRÉTTINDI Ríkisstjórnir
heimsins hafa brugðist stúlkum
og ekki veitt þeim nægilega
vernd gegn ofbeldi í skólum,
segir í nýrri skýrslu mannrétt-
indasamtakanna Amnesty
International.
Algengt sé að stúlkur þurfi að
sæta kynferðislegri áreitni af
hálfu nemenda og kennara og
þeim sé jafnvel nauðgað á
kennarastofunni.
Stúlkur sem tilheyra minni-
hlutahópum séu í sérstakri hættu.
Hvetja samtökin stjórnvöld í
öllum löndum til að setja lög sem
banni ofbeldi gegn konum.
- kóþ
Amnesty International:
Stjórnvöld hafa
brugðist telpum
BANDARÍKIN, AP Sjö manna áhöfn
geimferjunnar Endeavour nýtti
fyrsta sólarhringinn á sporbaug
til að athuga
hvort nokkrar
skemmdir
hefðu orðið á
ferjunni á
ferðinni út
fyrir gufuhvolf-
ið á þriðjudag.
Er slík skoðun
regla eftir að
sjö geimfarar
fórust með
geimferjunni
Columbiu árið
2003.
Geimferja á sporbaug:
Athuguðu með
skemmdir
GEIMFERJAN END-
EAVOUR Verður 16
daga í geimnum.
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á
Vestfjörðum hefur fengið
afhentar þrettán tetratalstöðvar
og mun hver og einn lögreglu-
maður framvegis hafa eigin stöð
til afnota. „Þetta er til að tryggja
okkar samskipti við fjarskipta-
miðstöðina sem er fyrir sunnan,“
segir Jón Bjarni Geirsson,
aðalvarðstjóri lögreglunnar á
Vestfjörðum.
Afhendingin kemur í kjölfar
heimsóknar Björns Bjarnasonar,
dómsmálaráðherra til Ísafjarðar í
febrúar. - ovd
Lögreglan á Vestfjörðum:
Allir með
tetrastöðvar
BRUSSEL, AP Vínarborg, Búdapest
og Wroclaw (Breslau) eru meðal
evrópskra borga sem keppa nú
um að hýsa hinn nýja tæknihá-
skóla Evrópu, sem ætlað er að
bæta samkeppnishæfni álfunnar
á sviði tækni og raunvísinda.
Frá þessu greindi Jan Figel,
sem fer með menntamál í
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins. Sagði hann ákvörðunina
um staðsetningu stofnunarinnar
verða tekna af ráðherrum
aðildarríkjanna jafnvel svo
snemma sem í maímánuði.
Reyndar hafa ráðherrarnir
áður samþykkt að öllum nýjum
stofnunum ESB skuli fundinn
staður í einhverju hinna tólf
nýjustu aðildarríkja. - aa
Nýr tækniháskóli ESB:
Búdapest og Vín
meðal keppenda
www.unak.is
Auðlindafræði
Fjölmiðlafræði
Grunnskólakennarafræði
Heilbrigðisvísindi
Heimskautaréttur
Hjúkrunarfræði
Iðjuþjálfunarfræði
Kennslufræði
Leikskólakennarafræði
Líftækni
Lögfræði
Menntunarfræði
Nútímafræði
Samfélags- og hagþróunarfræði
Sálfræði
Sjávarútvegsfræði
Tölvunarfræði
Umhverfis- og orkufræði
Viðskiptafræði
Þjóðfélagsfræði
AF HVERJU HÁSKÓLINN Á AKUREYRI?
Persónulegt námsumhverfi og gott nám
Námsaðstaða til fyrirmyndar
Val um staðarnám eða fjarnám
Góð tengsl við atvinnulíf
LOKAHÖND LÖGÐ Á VERKIÐ Skemmdir
vegna myglusvepps reyndust vera í
sextán námsmannaíbúðum Keilis.
MYND/VÍKURFRÉTTIR