Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 22
22 13. mars 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Útgjöldin > Strætisvagnafargjald fullorðinna í Reykjavík, einn miði: HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS OG STRAETO.IS Framboðsfrestur vegna formannskjörs í Neytendasamtökunum rann út um síðustu mánaðamót, samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðu Neytendasamtakanna. Eitt framboð barst og var það frá núverandi formanni samtakanna, Jóhannesi Gunnarssyni. Jóhannes er því sjálfkjörinn sem formaður Neytendasam- takanna fyrir næsta kjörtímabil 2008-2010 en kjörtíma- bilið hefst á næsta þingi Neytendasamtakanna upp úr miðjum september. ■ Neytendasamtökin Jóhannes Gunnarsson sjálfkjörinn Vöruverð á að vera rétt í auglýsingum og samræmi þarf að vera á milli myndar og verðs svo ekki sé brotið í bága við ákvæði laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markarðins. Verð í auglýsingum og bæklingum er hins vegar ekki bindandi. Sé vara auglýst á of lágu verði, til dæmis vegna prentvillu, á neytandi ekki rétt á að fá vöruna á því verði ef seljandi upplýsir um villuna áður en viðskiptin eiga sér stað. Það er því ekki hægt að krefjast þess að kaupa vöru eða þjónustu á verði sem fram kemur í auglýsingu. Að gefa upp rangt verð af ásetningi brýtur þó í bága við lög og getur neytandinn krafist bóta. Ekki er gerð krafa um að verð komi fram í auglýsingum. Sé verð gefið upp þarf auglýst verð að vera end- anlegt verð til neytenda. Þetta þýðir að virðisaukaskattur á að vera innifalinn í auglýstu verði. Sé vara auglýst með afborgunarkjörum á bæði staðgreiðsluverð og heildarverð með vöxtum og kostnaði að koma fram. ■ Verð í auglýsingum Ekki hægt að krefjast prentvilluverðs „Þessi tækni fer vaxandi hér á landi þótt enn sem komið er sé hún ekki mikið notuð,“ segir Þuríður Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, um örmerkjatæknina RFID sem sífellt er meira notuð um heiminn. Tæknin, sem á ensku kallast Radio Frequence Indentification, byggist á litlum merkjum í eða utan á vörum eða kortum sem gerir fólki kleift að rekja hvert stykki sérstaklega. Þannig er auðvelt að ganga úr skugga um framleiðsludag, uppruna vöru eða hegðunarmynstur manneskja sem notar tæki sem innihalda þessi örmerki. Þuríður segir að vaxandi notkun þessara merkja kalli á ýmsar spurningar sem varði friðhelgi einkalífs. Nefnir hún sem dæmi að á Englandi sé þessi merki að finna í sumum lestarmið- um og því hægt að rekja ferðir fólks. Þá hafi merkjun- um einnig verið komið fyrir í sumum greiðslukortum á Spáni og þá er hægt að fylgjast með neysluvenjum eigenda kortanna. „Þessi tækni getur verið mjög hentug en fólk verður að vera upplýst um að slík merki séu í tækjum eða vörum sem það notar og vita hvað er hægt með henni,“ segir Þuríður og bendir á að sé slík flaga í greiðslukortum þurfi þjófar ekki annað en að ganga með RFID-lesara til að komast að fullu nafni eigenda kortanna og kortanúmeri. Hún segir að það sé þó bót í máli að nú vinni Evrópusambandið að reglugerð um tæknina sem eigi meðal annars að stuðla að friðhelgi einkalífs fólks og sjá til þess að neytendur séu upplýstir um hvaða möguleikum þau búa yfir. - kdk Mikilvægt að neytendur séu vakandi yfir möguleikum örtæknimerkja: Fylgst með ferðum og innkaupum NEYTENDUR VERÐA AÐ VITA HVAÐ BÝR Í TÆKNINNI Þuríður Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir örtæknimerkin RFID lítið notuð hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Ég geri góð kaup í hverjum einasta mánuði þegar ég greiði lítinn fjögur hundruð kall fyrir að vera með aðgang að vefbókum Eddu,“ segir Kristrún Heiða Hauksdóttir, kynningar- stjóri Þjóðleikhússins. Kristrún kveðst alltaf hafa verið löt við að fletta upp í orðabók- um en netorðabækurnar létti henni lífið. „ Þessi þjónusta er alveg met. Maður skráir sig einu sinni inn í kerfið og hefur síðan aðgang að fjölda orðabóka, skýringa og fleiri upplýsinga sem gagnast vel fólki sem er fast fyrir framan tölvu nær allan daginn þarf að senda frá sér skammlaus- an texta,“ segir Kristrún, sem er ekki frá því að henni hafi farið fram í Scrabble eftir að hún byrjaði að nýta sér þessa þjónustu. Sín verstu kaup segir Kristrún vera línuskauta. „Vinur minn keypti þá fyrir mig dýrum dómi á meginlandi Evrópu, dröslaði þeim síðan með sér þvers og kruss um lestarkerfi álfunnar til að koma þeim til mín. Ég held að ég hafi farið svona þrisvar í þá og öllum þeim ferðum lauk á fremur niðurlægjandi hátt. Mig minnir að þeir séu enn uppi í skáp, mér til háðungar og stöðugrar áminningar um að halda mig á jörðinni.“ 1980 1990 2000 2006 2008 2 kr 42 kr 125 kr 200 kr 280 kr Andrea útvarpskona var ekki lengi að bregðast við þegar Fréttablaðið innti hana eftir góðu húsráði. „Mitt húsráð er einfaldlega svona „slappið þið bara af, draslið fer ekki neitt“. Ég held að það sé ekki betra húsráð frá mér að fá.“ Þetta var snögg afgreiðsla hjá Andreu en eflaust þykir sitt hverjum um þetta heilræði. GÓÐ HÚSRÁÐ: DRASLIÐ FER EKKERT ■Andrea Jónsdóttir útvarpskona hefur það á hreinu hvað virkar best. NEYTANDINN: KRISTRÚN HEIÐA HAUKSDÓTTIR KYNNINGARFULLTRÚI Nytsamar og ódýrar netbækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.