Fréttablaðið - 13.03.2008, Síða 24
24 13. mars 2008 FIMMTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 465
4.937 +0,51% Velta: 11.894 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,42 -8,4% ... Bakkavör 40,55
-0,25% ... Eimskipafélagið 28,60 -0,52% ... Exista 12,14 +0,66 ...
FL Group 9,00 +0,45% ... Glitnir 17,55 +1,115% ... Icelandair 24,95
-0,40% ... Kaupþing 735,00 +0,00% ... Landsbankinn 28,50 +1,79%
... Marel 88,90 +0,00% ... SPRON 5,06 -0,39% ... Straumur-Burðarás
11,30 +1,16% ... Teymi 4,99 -0,80% ... Össur 89,50 -0,56%
MESTA HÆKKUN
ATLANTIC PETROL. 3,54%
LANDSBANKINN 1,79%
STRAUMUR-BURÐA. 1,16%
MESTA LÆKKUN
ATORKA 8,40%
365 3,40%
EIK BANKI 1,00%
Fulltrúar stjórnvalda og íslensks
viðskiptalífs funda í dag með fjár-
málasérfræðingum og fjölmiðlum
í Bandaríkjunum til að kynna
íslenskt efnahagslíf.
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra sækir árvissan fund Íslensk-
ameríska verslunarráðsins (IACC)
í New York í Bandaríkjunum í dag,
en þar verður farið yfir efnahags-
mál hér og svarað spurningum.
Á þriðjudag var sambærilegur
blaðamannafundur haldinn í Kaup-
mannahöfn þar sem Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir utanríkisráðherra
sat fyrir svörum.
Á ráðstefnu IACC verða auk for-
sætisráðherra Lárus Welding, for-
stjóri Glitnis, Hreiðar Már Sig-
urðsson, forstjóri Kaupþings,
Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri
Landsbankans, og Gregory Miller,
prófessor við Harvard Business
School, en umræðum stjórnar
Þórður Friðjónsson, forstjóri OMX
Kauphallar Íslands. Ólafur Jóhann
Ólafsson, formaður IACC, fram-
kvæmdastjóri Time Warner, rit-
höfundur og athafnamaður, opnar
ráðstefnuna. - óká
GEIR H. HAARDE Forsætisráðherra fundar
með amerískum fjölmiðlum í dag í tengsl-
um við árvissa ráðstefnu Íslensk-ameríska
verslunarráðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Fundað um efnahagsmál
Baugur er 47. umsvifamesti smá-
sali í heimi, að því er fram kemur
í nýrri könnun markaðsrannsókn-
arfyrirtækisins Deloitte Touche
Tohmatsu. Í niðurstöðum könnun-
arinnar kemur fram að tekjur 250
umsvifamestu smásala í heimi
hafi vaxið um átta prósent á milli
ára og numið 3.250 milljörðum
punda í hittiðfyrra.
Stærsti smásalinn er sem fyrr
bandaríski risinn Wal-Mart en
franska verslanakeðjan Carrefour
er í öðru sæti. Sérstaklega er tekið
fram að af 188 smásölufyrirtækj-
um í könnuninni hafi einungis sjö
skilað tapi. - jab
Baugur í hópi smásölurisa
Í VERSLUN WAL MART Ameríska verslun-
arkeðjan Wal Mart er stærsti smásali í
heimi. Baugur er í 47. sæti. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Starfsfólk skikkað í frí
Breska fjármálaeftirlitið hefur beint þeim tilmæl-
um til banka og fjármálafyrirtækja þar í landi
að þeir sendi starfsfólk sitt í frí í tvær vikur sam-
fleytt á hverju ári. Tilmælin eru á meðal nokk-
urra slíkra sem koma eiga í veg fyrir að starfsfólk
fyrirtækjanna geti veðjað háum upphæðum á
hlutabréfamörkuðum án heimildar. Auk annarra
hugmynda sem fjármálaeftirlitið
hefur viðrað er möguleiki á því að
grannskoða viðskipti og fjármála-
gjörninga starfsfólks til að koma
í veg fyrir misfærslur og meiri
háttar og meðvituð brot. Eftirlitið
hefur rætt við fimmtíu fyrirtæki í
þessum geira í Bretlandi
nú þegar og nokkur
þeirra hafa tekið upp
breytta starfshætti, að
sögn breska dagblaðsins
Daily Telegraph í gær.
Undarleg vinnuharka
Blaðið bætir því við að franski verðbréfaskúrkur-
inn Jérôme Kerviel, sem sakaður er um að hafa
veðjað sem nemur markaðsverðmæti vinnuveit-
anda síns, franska bankans Société Générale, á
hlutabréfamarkaði hafi unnið í rúmt ár án þess
að hafa tekið sér frí. Eins og fram hefur komið
nýtti hann hluta tímans til að fela gjörningana
um hver mánaðamót. Slíkt hefði alla jafna átt
að vekja grunsemdir. Hvað sem segja má um
vinnuhörku Kerviels þá tapaði hann jafnvirði
500 milljarða króna í nafni bankans. Kollegi
hans, Íslandsvinurinn Nick Leeson, sem flaggar
þeirri vafasömu nafnbót að vera þekktasti verð-
bréfaskúrkur heims, þótt hann hafi glutrað niður
mun lægri upphæðum, vann
sömuleiðis myrkranna
á milli. Hver segir svo
að sumir hafi ekki
gott af fríi?
Peningaskápur ...
Með heimild til að gefa út breytileg skuldabréf upp
að 1,5 milljörðum evra vill Kaupþing fjölga leiðum í
fjármögnun, en ekki hefur enn verið tekin ákvörðun
um að ráðast í slíka útgáfu, eða á hvaða kjörum hún
kynni að verða. Heimildin til útgáfunnar sem stjórn
bankans fékk hjá hluthöfum á aðalfundi bankans síð-
asta föstudag gildir í fimm ár, til 1. mars árið 2013.
Taki Kaupþing þá ákvörðun að gefa út skuldabréf-
in og þeim verði öllum skipt yfir í hlutabréf þegar
fram líða stundir næmi sú hlutafjáreign 19,1 prósenti
af heildarhlutafé bankans.
Aðalfundur bankans samþykkti fyrir helgi heimild
til útgáfunnar og jukust verulega í kjölfarið vanga-
veltur um mögulega aðkomu fjársterkra fjárfesta úr
arabalöndum að bankanum. Bankinn hvorki játar né
neitar mögulegri aðkomu fjárfesta að bankanum og
tjáir sig ekki um orðróm á markaði. Samkvæmt heim-
ildum Markaðarins væri þó óvarlegt að draga slíkar
ályktanir, jafnvel þótt bankar í Bandaríkjunum og
víðar hafi í stórum stíl farið þá leið að sækja sér með
þessum hætti fjármagn til arabalanda, Japans og
víðar.
Samkvæmt heimildum blaðsins voru ákveðnar
efasemdir í stjórn bankans um hvort vænlegt væri
að fara þessa leið í fjármögnun bankans, enda á viss-
an hátt verið að færa ávinning af hækkandi hluta-
bréfaverði í hendur annarra. Þau sjónarmið urðu
hins vegar ofan á að þarna gæti verið mikilsverður
markaður að sækja í ef í harðbakka slægi í annarri
fjármögnun bankans og lausafjárþurrð á fjármála-
mörkuðum drægist fram undir árslok. Kæmi til þess
væri mikilvægt að hafa þegar heimild hluthafa til að
fara þessa leið, fremur en að þurfa að kalla saman
sérstakan hluthafafund vegna þessa. - óká
Aukning næmi fimmtungi hlutafjár
Á AÐALFUNDI KAUPÞINGS Hluthafar Kaupþings samþykktu fyrir
helgi heimild til stjórnar til að gefa út víkjandi skuldabréf sem
breyta má í nýtt hlutafé í bankanum. Sigurður Einarsson, stjórnar-
formaður bankans, sést hér í pontu á fundinum og í baksýn glittir í
Hreiðar Má Sigurðsson forstjóra. MARKAÐURINN/ANTON
Borgartúni 29 + Höfðabakka 3
Smiðjuvegi 5 + Ögurhvarfi 2 + Iðuhúsinu
Glerárgötu 34 Akureyri + Aðalstræti 27 Ísafi rði
Páskaföndur
990 kr.
10
stk.
1.280 kr.
10
stk.
MARKAÐSPUNKTAR
Lýður Guðmundsson, stjórnarformað-
ur Existu, er tilnefndur til stjórnarsetu
í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo
Group. Aðalfundur félagsins fer fram
15. apríl næstkomandi. Exista á
tæpan fimmtungshlut í fjármálafyrir-
tækinu finnska.
Velta í dagvöruverslun jókst um 19
prósent á milli ára á föstu verðlagi,
samkvæmt upplýsingum Rannsókn-
arseturs verslunarinnar sem birt var í
fyrradag.
Heildarlaunakostnaður hækkaði um
5,7 til 9,1 prósent á síðasta fjórðungi
nýliðins árs frá sama tíma í hittiðfyrra,
samkvæmt upplýsingum Hagstofu
Íslands. Mest var hækkunin í verslun
og viðgerðaþjónustu en minnst í
byggingarstarfsemi og mannvirkja-
gerð.
Glitnir ætlar að gefa út
breytileg skuldabréf upp á
allt að 15 milljarða króna
sem síðar verður breytt
í hlutabréf í bankanum.
Aðalfundur Kaupþings
samþykkti fyrir helgi heim-
ild til svipaðrar útgáfu, en
tífalt stærri og í erlendri
mynt. Erlendir bankar, sér í
lagi bandarískir, hafa farið
þessa leið í fjármögnun.
Breytileg skuldabréf þykja aðlað-
andi fjárfestingarkostur á banka-
markaði. Arðgreiðslur eru tryggar,
auk mögulegs gengishagnaðar kjósi
fjárfestarnir að breyta þeim síðar í
hlutabréf í félaginu sem gaf þau út.
Íslenskir bankar hafa ekki áður
farið þessa leið í fjármögnun, þótt
fyrirtæki hafi gefið út slík skulda-
bréf.
Stjórn Glitnis hefur ákveðið að
gefa út slík skuldabréf upp á allt að
15 milljarða króna og stendur
útboð, sem hófst í gær, til fagfjár-
festa vegna útgáfunnar allt fram á
næsta mánudag. Útgáfan er hins
vegar háð samþykki hluthafafund-
ar í bankanum, en boðað hefur
verið til sérstaks fundar miðviku-
daginn 19. mars.
Hluthafar Kaupþings samþykktu
á aðalfundi bankans fyrir helgi
heimild til stjórnar til svipaðrar
útgáfu. Heimildin er þó meira en
tíu sinnum hærri en nemur útgáfu
Glitnis nú og hljóðar upp á 1,5 millj-
arða evra, eða tæpa 160 milljarða
króna, miðað við gengi gærdagsins.
Þá er einnig sá munur á útgáfunum
að samkvæmt heimild Kaupþings
ráða fjárfestarnir því sjálfir hvort
bréfunum verð-
ur breytt í hluta-
fé í bankanum,
hvort heldur
sem er að hluta
eða heild.
Í tilkynningu
stjórnar Glitnis
til Kauphallar
Íslands kemur
fram að eftir
fimm ár frá
útgáfu skuli
skuldabréfunum
breytt í hlutafé. Bankinn fundar nú
með fagfjárfestum hér innanlands
til að kynna kjörin í útgáfunni.
Skiptiverð yfir í hlutafé eftir fimm
ár er fundið út með því að bæta
fjármögnunarkostnaði við núver-
andi gengi bréfanna. Ættu því fjár-
festar að geta hagnast verði hækk-
un á gengi bréfa bankans umfram
fjármögnunarkostnað. Framreikn-
að gengi liggur samkvæmt heimild-
um blaðsins í rúmum 27 krónum á
hlut. Fari hins vegar svo að gengi
bréfa bankans verði lægra en nú fá
fjárfestarnir hlutabréf til viðbótar
sem nemur lækkuninni og eign
þeirra í bankanum stækkar.
Alexander K. Guðmundsson,
framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Glitnis, segir útgáfu breytanlegra
skuldabréfa Glitnis góðan kost
fyrir fjárfesta um þessar mundir.
„Bréfin eru höfuðstólstryggð, gefa
fasta verðtryggða vexti í fimm ár
og breytast í hlutabréf að fimm
árum liðnum. Fjárfestar njóta þar
með góðs af jákvæðri verðþróun á
tímabilinu. Útgáfan styrkir eigin-
fjárhlutfall Glitnis verulega og er
ein fjölmargra fjármögnunarleiða
bankans,“ segir hann.
Útgáfunni er fyrst og fremst
beint til íslenskra fjárfesta nú,
segir Alexander, enda í krónum.
Hann segir þó ekki hægt að útiloka
frekari útgáfu síðar og þá jafnvel
til erlendra fjárfesta í erlendri
mynt. „En núna er ekkert nýtt í
spilunum með það. Heldur þykir
okkur bara jákvætt að styrkja hlut-
föllin með þessum hætti og fá
stuðning þeirra fjárfesta sem
þekkja okkur best, en það eru
íslenskir fagfjárfestar.“
olikr@frettabladid.is
ALEXANDER K.
GUÐMUNDSSON
PENINGAR Margvíslegar leiðir eru færar í fjármögnun banka, en í lausafjárþurrðinni
hefur markaður með breytileg skuldabréf verið einna líflegastur erlendis. Þar mun
óplægður akur fyrir íslenska banka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Halda öllum leiðum
opnum í fjármögnun