Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.03.2008, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 13.03.2008, Qupperneq 26
26 13. mars 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna felldi þann úrskurð og kunngerði um miðjan desember 2007, að kvótakerfið íslenzka brjóti í bága við Mannréttindasáttmála SÞ. Kvótakerfið brýtur nánar tiltekið gegn 26. grein alþjóðasamn- ings um borgaraleg og stjórnmála- leg réttindi, sem Ísland er aðili að og hefur skuldbundið sig til að virða. Nefnd 26. grein alþjóðasamn- ingsins er samhljóða 65. grein stjórnarskrár okkar. Brot gegn annarri greininni þýðir brot gegn þeim báðum, enda komst Hæsti- réttur að sömu niðurstöðu og Mann- réttindanefndin í dómi sínum í máli Valdimars Jóhannessonar gegn ríkinu 1998. Mannréttindanefndin gaf Alþingi 180 daga frest til að breyta eða lofa að breyta fiskveiði- stjórnarlögunum í hátt við úrskurðinn og jafnframt að greiða viðeigandi bætur sjómönnunum tveim, sem höfðuðu málið, þeim Erlingi Sveini Haraldssyni og Erni Snævari Sveinssyni. Úrskurður Mannréttindanefndarinnar er endanlegur í þeim skilningi, að honum verður ekki áfrýjað. Níutíu dagar til stefnu Alþingi hefur ekki enn brugðizt við úrskurði Mannréttindanefndarinn- ar, þótt 180 daga fresturinn sé nú hálfnaður. Þingsályktunartillaga Jóns Magnússonar, Atla Gíslasonar og fjögurra annarra þingmanna um það, að Alþingi beri að hlíta úrskurðinum og breyta lögunum í samræmi við hann, hefur ekki enn fengizt rædd í þinginu, hvað þá afgreidd. Alþingi hefði helzt þurft að samþykkja ályktunina án tafar til að eyða öllum vafa innan lands og utan um afstöðu þingsins til mannréttinda og mannréttinda- brota, en þingið virðist að svo stöddu ekki treysta sér til að lýsa því yfir, að það muni héðan í frá reyna að virða mannréttindi. Svo virðist sem meiri hluti Alþingis og ríkisstjórnin séu að leita leiða til að skjóta sér undan úrskurðinum og halda mannréttindabrotunum til streitu. Mun þingið kalla slíka niðurlægingu yfir Ísland? Reynslan sker úr því. Fresturinn rennur út um miðjan júní. Úrskurður Mannréttindanefnd- arinnar veldur ýmsum vandkvæð- um. Dómskerfið hefur reynzt svo hvikult í kvótamálinu, að Erlingur Sveinn Haraldsson og Örn Snævar Sveinsson hafa eins og allt er í pottinn búið ástæðu til að efast um hæfi dómsvaldsins til að ákveða þeim sanngjarnar bætur í sam- ræmi við úrskurðinn. Hugsum okkur, að ákvörðun bótanna til þeirra komi að endingu til kasta Hæstaréttar. Þar sitja níu dómarar. Einn þeirra var ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og er flæktur sem slíkur í kvótamálið. Geta sjómennirnir treyst honum til að gæta hlutleysis? Annar dómari var ríkislögmaður og þurfti sem slíkur að verja málstað ríkisins í kvótamálinu fyrir rétti. Tveir aðrir dómarar skrifuðu undir Vatneyrar- dóminn 2000 og sneru undir þrýstingi við fyrri dómi Hæsta- réttar í Valdimarsmálinu 1998, og hafði annar þeirra þó kveðið upp Valdimarsdóminn, og hinn sakfelldi ásamt enn öðrum núverandi dómara Erling og Örn með einfaldri skírskotun til Vatneyrar- dómsins án frekari rökstuðnings. Einn dómarinn enn var formaður Úrskurðarnefndar um upplýsinga- mál og felldi þar marga úrskurði til að hlífa stjórnvöldum við birtingu óþægilegra upplýsinga um ferðakostnað og fleira. Enn er ónefndur dómari, sem var ötull talsmaður Sjálfstæðisflokksins og kvótakerfisins, áður en hann tók sér sæti í Hæstarétti, auk frænd- ans. Og þá er eftir aðeins einn dómari, sem sjómennirnir tveir geta treyst til að fjalla hlutlaust um mál þeirra. Greiðasta leiðin út úr vandanum er að kveðja til gerðar- dóm með útlendingum, svo sem lengi hefur tíðkazt við ráðningar í Háskóla Íslands til að stemma stigu fyrir hlutdrægni og klíkuskap, stundum en þó ekki alltaf með góðum árangri. Fjórþættur fjárskaði Saga kvótakerfisins er öðrum þræði saga mikilla útláta af hálfu almennings. Fyrst var sameignin afhent fáeinum útvöldum án endurgjalds gegn eindregnum mótmælum þeirra, sem töldu ókeypis afhendingu hvorki hagkvæma né réttláta. Þá færðust brottkast og löndun fram hjá vigt í vöxt, ef marka má frásagnir margra sjómanna, enda hvetur kvótakerfið menn til að fylla kvótana sína með sem verðmæt- ustum afla og fleygja verðminni fiski fyrir borð. Evrópsk stjórn- völd viðurkenna, að brottkast og löndun fram hjá vigt eigi snaran þátt í síminnkandi fiskgengd, en hér þræta stjórnvöld fyrir hvort tveggja gegn vitnisburðum sjónarvotta. Í þriðja lagi hlaut að því að koma, að draga þyrfti enn úr veiðum til að hlífa rýrnandi stofnum, og var skattgreiðendum þá gert að greiða fyrir mótvægis- aðgerðir handa þeim byggðum, sem verst urðu úti. Og nú bíður skattgreiðenda reikningur vegna skaðabótanna, sem ríkið þarf að greiða fórnarlömbum fiskveiði- stjórnarkerfisins eftir úrskurði Mannréttindanefndar SÞ. Fresturinn er hálfnaður Í DAG | Úrskurður Mannrétt- indanefndar SÞ ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Fjölmiðlar Háværar umræður hafa undanfarið verið um störf dómstóla og þá sérstaklega að almenningur virðist bera takmarkað traust til þeirra, eða einungis 39% landsmanna samkvæmt síðustu skoðanakönnun Capacent. Allnokkur ár eru síðan einstaka lögmenn tóku upp á því að hefja hvassa gagnrýni á dómstóla ef þeir voru ekki sáttir við niðurstöðu og urðu fréttatímar sjónvarps fyrirferðarmikill vettvangur slíkrar orðræðu. Þetta hefur síðan haldið áfram: Óánægðir aðilar og tapsárir lögmenn birtast með reglulegu millibili og viðhafa oftar en ekki miður falleg orð um dómana. Nú er gagnrýni á dómstóla í ræðu og riti er svo sem ekki ný af nálinni; hún hefur verið stunduð a.m.k. síðastliðin tæp 200 ár, en sjónvarpið hefur breytt brag þessarar umræðu. Stutt er síðan erlend kona birtist tvö kvöld í röð og lét í ljós mikla vanþóknun á vægum dómi sem sambýlismaður hennar hafði hlotið fyrir ofbeldi gagnvart henni. Jafnframt hafa verið rifjaðar upp niðurstöður refsidóma fyrir ofbeldi gagnvart konum og þær bornar saman við dóma í öðrum málum, svo sem í meiðyrðamálum og jafnvel fíkniefnamálum. Sú ályktun hefur síðan fylgt, að gildismat dómara sé brenglað svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Athygli vekur hins vegar að í fréttum segir fátt af röksemdum dómara. Þetta birtist með sérstaklega skýrum hætti þegar áðurnefnd erlend kona birtist tvö kvöld í röð til að gagnrýna áðurnefndar dóm, en röksemdir dómarans fengu áheyrendur aldrei að heyra. Í siðareglum Blaðamannafélags Íslands segir þetta í 3. gr.: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasöm- um málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.“ Áður en dómarar fara að taka þátt í umræðu um dómsmál og taka að útskýra viðhorf sín til starfa sinna eins og nú er hvatt til, virðist varla ósanngjarnt að fréttamenn taki að virða eigin siðareglur þegar þeir fjalla um dómsmál, þannig að dómarar njóti sannmælis, í stað þess að láta reiða málsaðila og tapsára lögmenn stjórna umræðunni. Höfundur er lagaprófessor. Um fréttaflutning af dómsmálum SIGURÐUR LÍNDAL Pólýfónfélagið Pólýfónkórinn Afmælishátíð, 50 ár frá stofnun Pólýfónkórsins Grand Hótel Sigtúni 38 - Gullteigur Laugardaginn 29.mars 2008, klukkan 18:30 Mætum öll og minnumst gamalla, góðra daga með söng og skemmtiatriðum. Aðgöngumiðar kr. 6.500 seldir í Tólf tónum á Skólavörðustíg 15. Einnig hjá stjórn félagsins og skemmtinefnd. Frekari upplýsingar hjá Ólöfu 5656799 - 8477594 og Guðmundi 5530305 - 8640306. Stjórn og skemmtinefnd. Bindislausir lögmenn Framkoma lögmanna í dómsal nefn- ist grein eftir Helga I. Jónsson dóm- stjóra í nýjasta tölublaði Lögmanna- blaðsins. Helgi telur að almennt hagi lögmenn sér vel í dómssal, samskipti þeirra og dómara séu almennt góð, en sumt megi þó betur fara. Að mati dómstjórans hefur það færst í vöxt að karlkyns lögmenn af yngri kynslóð- inni mæti til aðalmeð- ferðar án hálstaus, sem sé ekki til eftir- breytni. Konur í lögmannastétt hafi aftur á móti snyrtilegan klæðnað í heiðri. Slökkva á símanum, takk Helgi sér líka ástæðu til að brýna fyrir lögmönnum að slökkva á farsímum áður en þeir gangi inn í dómssal; komið hafi upp vandamál vegna símhringinga. Þá segir hann lögmenn og skjólstæðinga sína hafa verið full- duglega við að mæta í dómssal með eigin drykkjarföng. Nú hefur verið tekið fyrir það svo lögmenn og aðrir gestir verða að láta sér kranavatn dómssalanna að góðu lynda. Aðhald heimilanna Neytendasamtökin réðust í verð- könnun á Mackintosh-konfekti, eins og lesa mátti í blöðum í gær. Niðurstöðurnar eru sláandi, mestur er verðmunurinn allt að tvö þúsund krónur fyrir tæplega þriggja kílóa dollu. En er það ekki í anda góðærisins að fólk þurfi að vita hvar nú sé best að kaupa nauð- þurftir á borð við Mackintosh? Og miðað við efnahags- ástandið er útlit fyrir að bráðum verðum við að fara að borða vondu molana líka. Annað væri bruðl. bergsteinn@frettabladid.is S tundum hefur verið haft á orði að íslenskt stjórnmálalíf hafi setið eftir þegar viðskiptalíf landsins tók undir sig stökk og innleiddi þau vinnubrögð og viðhorf sem tíðkast í hinum vestræna heimi. Þetta sjónarmið hefur fengið byr undir báða vængi í umræðunni um evru og Evrópusambandið undanfarin misseri. Því hefur jafnvel verið haldið fram að það verði athafnalífið sem að lokum leiði landið í Evrópusambandið en ekki stjórnmálamennirnir, enda hafa þeir upp til hópa forðast það eins og heitan eldinn að taka Evrópuumræðuna föstum tökum. Það er margt til í þessu. Og stjórnmálaflokkarnir eru líka að mjög mörgu öðru leyti úr takt við samtíma sinn. Dvínandi kjörsókn er stundum höfð til vitnisburðar um að fólk hafi minni áhuga á pólitík nú en áður fyrr. Hér skal því haldið fram að þetta sé hreint ekki tilfellið, heldur þvert á móti að pólitískur áhugi sé mikill og almennur. Það sem hefur hins vegar breyst er að þessi áhugi er ekki flokkspólitískur. Vandamál stjórnmálaflokkanna eru að stóru málin sem skildu þá að voru flest afgreidd á tuttugustu öldinni og það síðasta leyst- ist á þessari öld þegar herinn pakkaði saman. Almenn sátt ríkir um að frjáls markaður sé sá grunnur sem öll velmegandi samfélög heimsins byggi tilveru sína á og sama gildir um hvert skuli vera hlutverk hins opinbera í grunnatriðum. Hið opinbera á til dæmis að sjá öllum fyrir heilbrigðisþjónustu og veita jöfn tækifæri til menntunar. Nú er einna helst deilt um tæknilegar útfærslur, hvort eigi til dæmis að auka einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni og skólum landsins. Almenn flokkshollusta við einn flokk til æviloka er örugglega á hröðu undanhaldi. Viðhorf landsmanna til borgarstjórnar Reykja- víkur er dæmi um þetta. Við síðustu meirihlutaskipti var hags- munum borgarbúa ýtt til hliðar á kostnað gamaldags valdabrölts. Málum sem breið samstaða var um í borgarstjórn, uppbyggingu við Laugaveg og ákvörðun um framtíð Reykjavíkurflugvallar, var fórnað í skiptum fyrir vegtyllur í Ráðhúsinu. Áður fyrr hefðu fylgis- menn flokkanna fagnað völdum allir saman með sínu liði. Nú var bróðurparti fólks svo stórlega misboðið að borgarstjórn galt sögu- legt afhroð í könnun Capacent á trausti til stofnana samfélagsins. Vandkvæðin sem stjórnmálaflokkarnir standa frammi fyrir eru að þau pólitísku mál sem langmest hreyfa nú við fólki liggja þvert á flokkslínurnar. Þetta eru umhverfismálin, jafnrétti kynjanna, skipulagsmál, málefni innflytjenda og auðvitað afstaðan til Evr- ópusambandsaðildar. Allt eru þetta stórpólitísk málefni sem er þó snúið að takast á um í gamaldags skotgrafahernaði, á borð við þann sem stjórn- málaflokkarnir hafa svo lengi tamið sér. Stóru málin sem skildu flokkana að voru afgreidd á síðustu öld. Flokkar úr takt við tímann JÓN KALDAL SKRIFAR Þau pólitísku mál sem langmest hreyfa nú við fólki liggja þvert á flokkslínurnar. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.