Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 32
[ ]Hálsklútar og slæður með stórum og litríkum munstrum koma manni í vorskapið. Tilvalið að binda um hárið í íslenska rokinu.
Parísartízkan, ein elsta tískuverslun landsins, hefur
fært sig um set af Laugaveginum
í Skipholt 29b. Þar var hún
opnuð á alþjóðlega kvenna-
daginn 8. mars.
Það er bjart yfir Parísartízk-
unni í sínum nýju húsakynn-
um. Nú er þýska Basler-merkið
þar allráðandi en Ragnhildur
Ólafsdóttir, eigandi verslunar-
innar, kveðst hafa boðið upp á
það merki í fimmtán ár. „Þetta
eru vönduð þýsk föt sem henta
vel vaxtarlagi íslenska kven-
fólksins,“ segir hún og sýnir líka
ýmsa fylgihluti eins og veski,
slæður og töskur.
Parísartízkan var stofnuð
vorið 1963 og er því 45 ára í maí.
Hún hóf starfsemi sína að Hafnar-
stræti 8 og var þar í tuttugu ár. Þá flutti hún á
Laugaveg 71 og hafði þar aðsetur í 25 ár. Rúna
Guðmundsdóttir stofnaði verslunina og Ragn-
hildur keypti hana að henni látinni fyrir
nítján árum. „Verslunin fékk nafnið
Parísartízkan af því að í þá daga
komu helstu tískustraumarnir frá
París,“ segir Ragnhildur. „En flest
fötin voru þá saumuð á saumastofu
Parísartízkunnar og enn í dag eru
þau löguð og breytt á hvern og
einn viðskiptavin.“
gun@frettabladid.is
Sportleg í
útivistina,
gallabuxur
og léttur
vattjakki.
Tískuverslun á traustum grunni
Rúmgóð
leðurtaska,
flott bæði
hvunndags og
spari.
Síða
úr Vikunni frá
árinu 1980. Sýn-
ingardömur eru
Kristín Waage
og Brynja
Nordquist.
Mæðgurnar Hjördís Sif Bjarnadóttir klæðskeri og Ragnhildur Ólafsdóttir reka saman Basler/Parísartízkuna.
Útsaumaður silki-
jakki með tvöföldum
kraga, fóðrað pils
með nettum felling-
um og útsaum og
hvítur toppur við.
Mynstraður jakki úr
bómull, viskós og
polyemid, ásamt
samlitum
toppi. Flott
með hvítu
og svörtu.
Gallapils með
belti og renni-
lásum á vösum,
fer vel með
vönduðum bol
úr viskos og
polyamid og
léttu vattvesti.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VILH
ELM
s: 557 2010
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki