Fréttablaðið - 13.03.2008, Page 44

Fréttablaðið - 13.03.2008, Page 44
 13. MARS 2008 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● fermingar „Mig langaði allra mest í nýtt rúm í fermingargjöf. Eða, eigin- lega ekki nýtt rúm, heldur notað rúm en nýtt fyrir mér,“ segir fjör- kálfurinn og tónlistarmaðurinn Jónsi, sem samkvæmt þjóðskrá heitir Jón Jósep Snæbjörnsson og fermdist árið 1991 í Glerárkirkju á Akureyri. „Afi minn átti þetta rúm en hann lést einu og hálfu ári áður en ég fermdist. Rúmið var úr bæsuðum við með springdýnu.“ Jónsi hafði þar til hann fermd- ist sofið í sama gamla rúminu frá því hann var smápatti. Það rúm var ætlað börnum og svampdýnan var klædd grófu efni sem Jónsa klæjaði undan. „Ég fékk að vita nokkru fyrir ferminguna að ég ætti að fá rúmið hans afa og ég varð virkilega glað- ur,“ segir Jónsi og bætir við að rúmið hafi haft sérstaka merk- ingu, því þeir langfeðgar voru afar nánir, en Jónsi var skírður í höfuðið á afa sínum, sem hét Jón Jósepsson. Einnig fékk Jónsi forláta búta- saumsteppi frá mömmu sinni, sem og skrifborð og hillu, og herbergið hans var málað sólgult. „Herbergið breyttist úr barna- herbergi í unglingaherbergi, sem var vel við hæfi. Ég vil samt taka það fram að ég fermdist alls ekki vegna gjafanna. Ég var mjög virk- ur í kirkjunni á þessum tíma og fyrir mér var það mikið mál að vígjast inn í kristna trú,“ segir Jónsi. - smk Tónlistarmaðurinn landsþekkti Ragnar Bjarnason varð himinlif- andi þegar hann fékk ferming- argjöfina frá foreldrum sínum árið 1948. Hann fékk nefnilega trommusett. „Þetta var nú ekki eins og trommusettin eru í dag, ég man það var brúnt og mjög einfalt, lítið trommusett,“ segir Ragnar og hlær dátt. „Ég held það hafi nú ekki verið mjög dýrt og ég geri ráð fyrir því að mamma og pabbi hafi keypt þetta handa mér til að þurfa ekki að hlusta á vælið í mér lengur. Mig var búið að dreyma lengi um að eignast mitt eigið trommusett.“ Ragnar, sem fermdist í Dóm- kirkjunni í Reykjavík, var tromm- ari í mörg ár. „Ég byrjaði strax eftir ferminguna að æfa mig á trommurnar og fór fimmtán ára að spila með pabba, Bjarna Böðvars- syni, og fór svo upp úr því að spila í útvarpi og víðar,“ segir Ragnar. Hann bætir við að herbergið hans hafi verið niðri í kjallara og fyrir vikið var auðveldara fyrir hann að æfa sig daginn út og dag- inn inn. „Ég gat djöflast þar eins og mér sýndist. En ég hafði nú svo sem ekki langt að sækja tónlistar- áhugann og húsið var alltaf fullt af fólki að æfa tónlist,“ segir Ragn- ar og útskýrir að móðir hans, Lára Magnúsdóttir, hafi verið fyrsta dægurlagasöngkona Íslands og Bjarni faðir hans hafi stofnað Félag íslenskra hljómlistarmanna skömmu áður en Ragnar fæddist. „Svo ég held að trommuæfingarn- ar hafi nú ekki farið fyrir brjóstið á neinum.“ Spurður hvort það hafi þá ekki verið tónlist í fermingarveisl- unni svarar Ragnar játandi. „Það hafa verið svona þrjátíu manns í veislunni og það var að sjálfsögðu bæði spilað og sungið,“ segir hann. - smk Ragnar Bjarnason, tónlistarmaðurinn góðkunni, man vel eftir fyrsta trommu- settinu sínu sem hann fékk í fermingar- gjöf árið 1948. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Af öllu því sem Arna Schram, for- maður Blaðamannafélags Íslands og blaðamaður á Viðskiptablað- inu, fékk í fermingargjöf er ekk- ert eftir nema orðabókin. „Ég fékk tjald, orðabók og margar styttur. Tjaldið týndist í einhverri útilegunni, stytturn- ar lét ég viljandi hverfa smám saman, enda hef ég aldrei verið nein styttukona, en orðabókin hefur enst vel. Ég notaði hana í gegnum alla mína skólagöngu og nota hana enn reglulega,“ segir Arna, sem fermdist í Dómkirkj- unni í Reykjavík árið 1982. „En svo fékk ég líka tvær skíða- ferðir í fermingargjöf, eina til Austurríkis frá pabba sem ég fór í með honum og öllum systkinum mínum og aðra í Kerlingarfjöll frá mömmu. Þetta voru virkilega flottar og veglegar fermingar- gjafir á þessum tíma,“ segir Arna og bætir við að einnig hafi hún fengið skartgripi og peninga, sem hún keypti sér bakpoka og svefn- poka fyrir. Orðabókin góða, sem er íslensk orðabók og var frá systur föð- urafa Örnu, var alls ekki efst á óskalistanum þótt hún hafi reynst notadrýgst allra gjafanna. Úti- legugjafir voru vinsælastar meðal vinkvenna Örnu í byrjun níunda áratugarins, sem og gjafir sem tengdust íþróttum. „Reyndar langaði mig allra mest í hest eða eitthvað tengt hestamennskunni, en sú ósk rætt- ist ekki og hefur í raun enn ekki ræst,“ segir hún og hlær. - smk Orðabókin ein eftir Íslenska orðabókin sem Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands, fékk í fermingargjöf hefur komið að góðum notum, enda talar Arna afspyrnu góða íslensku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Erfði rúm eftir afa sinn Trommusett í gjöf Jónsi varð ákaflega ánægður með aðalfermingargjöfina sína, sem var að herberginu hans var breytt úr barnaherbergi í unglingaherbergi. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V A LL I

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.