Fréttablaðið - 13.03.2008, Síða 72

Fréttablaðið - 13.03.2008, Síða 72
36 13. mars 2008 FIMMTUDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 550 5000. WILLIAM MACY LEIKARI 58 ÁRA „Reynsla mín í leikhúsi er mun áhrifameiri en sú reynsla sem ég hef af kvik- myndaleik.“ Bandaríski leikarinn William Macy hefur leikið í fjölda mynda. Þekktastar eru Boogie Nights, Fargo og Magnol- ia. Macy er kvæntur leikkonunni Felic- ity Huffman úr sjónvarpsþáttunum Að- þrengdum eiginkonum. Víkingafélagið Einherjar var stofnað á dögunum í Reykja- vík. Félagið er það fyrsta í borginni, en sambærileg félög eru til í Hafnarfirði og á Akranesi. Gunnar Ólafsson er formaður hins nýja félags og þótti ásamt varaformanni, Sveini Hirti Guðfinnssyni, tími kom- inn til að Reykjavík eignaðist eigið víkingafélag. „Markmiðið er fyrst og fremst að standa vörð um ís- lenska menningu og víkingaarfinn. Einnig stendur til að kynna íslenska víkingamenningu fyrir Íslendingum, er- lendum ferðamönnum og í skólum,“ útskýrir Gunnar, sem segir félagið einnig vera skylmingafélag. „Einherjar ætla að senda sveit til Póllands á næstunni þar sem við ætlum að etja kappi við aðrar þjóðir. Þetta eru bæði einstaklings- og hópbardagar þar sem menn berjast af fullum krafti. Ekkert er gefið eftir og sá síðasti stendur uppi sem sigurvegari,“ segir Gunnar, sem stefnir á að koma heim með bikar frá Póllandi. Stofnmeðlimir eru 26 og að sögn Gunnars er fólk af báðum kynjum og á öllum aldri velkomið. Hann segir stofnfélaga koma víða að úr samfélaginu og stefnt sé á enn stærra félag. „Við viljum fara í samstarf við borgina og kveikja áhuga á víkingamenningunni. Hér eru miklir möguleikar, sér- staklega varðandi ferðaþjónustuna. Þar erum við tilbú- in að leggja okkar af mörkum og vonum að borgaryfir- völd í Reykjavík hugsi eins,“ útskýrir Gunnar og heldur áfram: „Í framtíðinni viljum við halda alþjóðlega víkingahá- tíð í Reykjavík. Áhuginn fyrir því er ekki aðeins á Íslandi heldur víðar og nú er kjörið tækifæri til að láta til skarar skríða og lyfta um leið upp menningunni,“ segir Gunn- ar. Félagið heldur úti bloggsíðu sem hefur verið fjölsótt síðustu daga og segir Gunnar það ánægjulegt merki um áhuga almennings á félaginu. Sjá nánari upplýsingar á: http://einherjar.blog.is/blog/einherjar/about/ mikael@frettabladid.is EINHERJAR: NÝSTOFNAÐ VÍKINGAFÉLAG Víkingaborgin TIL Í SLAGINN Eitt markmiða Einherja er að kynna sögu víkinganna og keppa við aðra víkinga á erlendri grundu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON timamot@frettabladid.is Elskuleg móðir okkar, Ingibjörg Gísladóttir Árskógum 6, lést að morgni miðvikudagsins 12. mars. Útförin verður auglýst síðar. Hrefna Elenora Leifsdóttir Heiða Kolbrún Leifsdóttir Auður Leifsdóttir Okkar ástkæri Jónas G. Sigurðsson frá Brekkum í Holtum, Lækjarbraut 2, Rauðalæk, sem andaðist á heimili sínu þann 6. mars sl., verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju í Holtum laugardaginn 15. mars nk. kl. 14.00. Guðný A. Hammer Sigríður S. Jónasdóttir Flosi Ólafsson Ragnheiður Jónasdóttir Sigurður Jónasson Ásdís Guðrún Jónsdóttir Herdís R. Þorgeirsdóttir Davíð B. Sigurðsson Kristjana Sigurðardóttir Gunnlaugur Gunnlaugsson Herdís Albertsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og hjálpsemi við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, afa míns, sonar, bróður og mágs, Andrésar Sævars Guðmundssonar Engjahlíð 1, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til Krafts, Samtaka ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, VR, Hafnarfjarðarbæjar og annarra aðstandanda fyrir alla aðstoð. Leonila Hife Guðmundsson Hanna Bára Andrésdóttir Alexander Freyr Örvarsson Rakel Ólöf Andrésdóttir Erla Bára Andrésdóttir Reynir Þorkelsson Guðmundur L. Hafliðason Ólöf Björg Guðmundsdóttir Hlöðver Smári Haraldsson Sigurður Már Guðmundsson Eyrún Ragnarsdóttir Reynir Ragnarsson Ragnar Óli Ragnarsson Jórunn Halldórsdóttir Gísli Þór Ragnarsson Sæunn Siggadóttir Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Rögnvaldar Ó. Johnsen Háteigsvegi 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsmanna heimahjúkrunar og starfsmanna á deild 7B, Landspítalanum í Fossvogi. Dóra Johnsen Ástríður Johnsen Gunnar V. Johnsen Bergþóra Sigmundsdóttir Guðni Ingi Johnsen Helga Sæmundsdóttir Inga Dóra Sigvaldadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Elías Valgeirsson fyrrverandi rafveitustjóri í Ólafsvík, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstudaginn 14. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Neistann, félag hjartveikra barna, s. 552 5744. Magdalena Sigríður Elíasdóttir Theódór Marínósson Sigurður Rúnar Elíasson Edda Sveinbjörnsdóttir Valdimar Elíasson Hong Shen barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, Hulda Jónsdóttir sjúkraliði, Lágholti 19, Mosfellsbæ, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 9. mars. Útförin verður auglýst síðar. Þráinn Þorsteinsson Fjalar Þráinsson Svanlaug Ída Þráinsdóttir Árni Valur Sólonsson Berglind Jóna Þráinsdóttir Jón Emil Magnússon og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamótir, amma, langamma og langalangamma, Sveinbjörg Ásgrímsdóttir frá Fáskrúðsfirði, Hjallaseli 55, Reykjavík, andaðist á heimili sínu, Hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, föstudaginn 7. mars sl. Sveinbjörg verður jarðsungin mánudaginn 17. mars nk. kl. 13.00 frá Seljakirkju. Björg Benediktsdóttir Viggó Benediktsson Petra Jakobsdóttir og fjölskyldur. Ástkær systir mín og föðursystir okkar, Jórunn Ásta Guðmundsdóttir frá Siglufirði, áður Sléttuvegi 11, sem lést á Droplaugarstöðum þann 8. mars, verður jarðsungin frá Grensáskirkju mánudaginn 17. mars kl. 15.00. Hannes Guðmundsson Ragnhildur Hannesdóttir Gerður Hannesdóttir Edda Hannesdóttir Guðrún Hannesdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Árný Guðríður Enoksdóttir Suðurhóp 1, Grindavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð miðvikudaginn 5. mars. Verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugar- daginn 15. mars kl. 10.30. Þorsteinn Guðmundsson Kristín Guðmundsdóttir Þorvaldur Guðmundsson Birgir Ingi Guðmundsson Þórlaug Guðmundsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, dóttir, systir, frænka, barnabarn og mágkona, Álfhildur Guðbjartsdóttir Fjarðarstræti 7, Ísafirði, andaðist á heimili sínu laugardaginn 8. mars. Jarðarförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 15. mars kl. 14.00. Sigríður Elsa Sigurðardóttir Stefán Bragi Ágústsson Birta Dögg Guðnadóttir Sigríður I. Karlsdóttir Guðbjartur K. Ástþórsson Margrét K. Guðbjartsdóttir Hjálmar Þorvaldsson Ástþór Guðbjartsson Kristjana Hjartardóttir Karl K. Sigurðsson Ástþór Guðnason Þórunn Ingólfsdótir Elías Andri Karlsson Magnús Örn Hjálmarsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.