Fréttablaðið - 13.03.2008, Page 74
38 13. mars 2008 FIMMTUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Bull!
Auðvitað
geturðu
það!
Hvað annað býr þarna
inni??
Eða mörður.Já, hún
malar eins
og köttur!
Hún
hljómar
bara mjög
vel!
Farðu nú og fáðu þér einn öl
með Jóa! Vinir eru vinir.
Dask
dask
dask
dask
Heyrið! Heyrið
þetta hljóð!
Jesús! Ég get
ekki sést úti
meðal fólks
með þessa
kúlu!
Bókasafn
Ó, já, fyrir
utan...
Þú segir að gælusnig-
illinn þinn sé vel upp
alinn?!
Viltu virkilega frekar fá fjölda-
framleidda gerðu-það-sjálf
samloku
í plasti en
heimatilbúna
nestið mitt?
Má ég fá
þetta sem
nesti á
morgun?
Má ég?? Já! Má ég það
ekki? Mig langar
svo að prófa!
Allt í lagi...
Hvernig er
maturinn þinn?
Skortir
kærleika.
Heyrðu, hættu þessu Lalli litli!
Komdu til baka og það undireins! Hann eltir alltaf
bréfberann.
Eftir 42 ára dygga
þjónustu við gesti
bókasafnsins ákvað
Jói að ljúka þessu með
látum...
Er einhver
til í keilu?
Hóst! Hóst!
Hvæs!
Tökum við umsóknum núna
Kynntu þér námið á www.hr.is
Námið er hægt að stunda sem fullt starf eða á minni hraða með
annarri vinnu. Fyrri umsóknarfrestur er til 15. apríl, sá seinni 30. maí.
Þeir sem sækja um fyrir fyrri frestinn eiga meiri möguleika.
Meistaranám við viðskiptadeild Háskólans
í Reykjavík er fjölbreytt og krefjandi nám sem
getur opnað þér dyr að margvíslegum starfs-
tækifærum.
Viðskiptadeild HR hefur á að skipa sérlega
öflugum hópi kennara frá 23 löndum, sem allir
búa yfir mikilli fræðilegri þekkingu og hafa
fjölþætta reynslu úr atvinnulífinu. Að auki er
Háskólinn í Reykjavík með samstarfssamn-
inga við yfir 100 háskóla um allan heim sem
gefur nemendum möguleika á því að víkka
sjóndeildarhringinn með því að stunda hluta
námsins erlendis.
MEISTARANÁM
Í VIÐSKIPTADEILD
MSc í alþjóðaviðskiptum
Námið byggir bæði á fræðilegum grunni og hagnýtri þekkingu á
alþjóðaviðskiptum og fer kennsla fram á ensku. Uppbygging
námsins miðar við reynslu margra bestu háskóla heims.
Allir nemendur dvelja erlendis eina önn þar sem þeir starfa fyrir
íslensk fyrirtæki eða stunda nám við samstarfsháskóla HR. Flestir
nemendur læra annað tungumál en ensku og eru fjögur tungumál
í boði: Kínverska, spænska, franska og þýska.
Einnig er í boði að sérhæfa sig í alþjóðlegum markaðsfræðum.
MSc í fjármálum
Námið er sérsniðið að þörfum fjármálafyrirtækja og framsækinna
alþjóðlegra fyrirtækja. Hægt er að velja á milli tveggja lína.
Investment Management (MSIM): Ætlað þeim sem hyggjast starfa
sem sérfræðingar á fjármálamarkaði, einkum við eignastýringu,
markaðsviðskipti og fjárfestingar.
Corporate Finance: Hentar þeim sem hafa áhuga á að starfa sem
fjármálastjórar eða stjórnendur fyrirtækja.
MSc í reikningshaldi og endurskoðun
Námið er ætlað þeim sem vilja verða löggiltir endurskoðendur, eða
hafa áhuga á að starfa sem sérfræðingar eða stjórnendur á sviði
reikningshalds í fyrirtækjum. Útskrifaðir nemendur eru eftirsóttir til
ýmissa stjórnunarstarfa í atvinnulífinu, einkum hjá stórfyrirtækjum
í alþjóðlegri starfsemi.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-0
4
5
4
Ég er einn af þeim sem
eru alltaf til í að prófa
nýja hluti. Eins og um
árið þegar ég ákvað að
fara í brúnkusprautun
til að hressa upp á
útlitið og upplifði í
staðinn niðurlægingu
lífs míns.
Ég fór í tímann með óljósar hug-
myndir um það sem beið mín.
Hafði þó einhvers staðar lesið að
fólk færi berrassað í klefa með
sjálfvirkum búnaði sem frussaði
brúnku áburði á kroppinn þar til
hann væri orðinn fallega brúnn og
glansandi.
Það kom svolítið flatt upp á mig
þegar engan klefa var að finna á
stofunni, heldur lítið herbergi með
skilvegg fyrir glugganum. Snyrti-
fræðingurinn varð ekki síður undr-
andi þegar ég spurði hvort ég sæist
nokkuð nakinn út um gluggann og
endurtók svo spurninguna eins og
ég talaði eitthvert framandi tungu-
mál.
Hún varð náföl þegar hún skildi
loks inntak spurningarinnar;
hentist fram en kom að vörmu spori
með samanbrotna tusku og rétti
mér dularfull með þeim orðum að
kannski væri ráðlegast ef ég færi í
hana.
Ég vissi þá ekki fyrr en ég stóð
allt í einu með rosalegan g-streng í
höndunum; neta-g-streng; með litla,
ljósbleika slaufu á hvorri hlið.
Þá rann upp fyrir mér að fyrst
þarna var enginn klefi, var auðvit-
að enginn sjálfvirkur úðari. Konan
var úðarinn, eða réttara sagt ætlaði
hún að úða á mig og var pungpjötl-
unni ekki síður ætlað að hlífa blygð-
unarkennd vesalings konunnar
heldur en djásnunum mínum.
Við gerðum þá samning. G-
strengurinn fékk að fjúka en á móti
lét ég mig hafa það að bretta boxer-
buxurnar upp í bleyju og lét þannig
úða á mig næsta korterið með lokuð
augu, útréttar hendur og öndina í
hálsinum, í von um að verða súkku-
laðisætur þegar niðurlægingunni
lyki.
Og ég var reyndar bara svolítið
sexý þegar yfir lauk, þótt sebra-
rendurnar á rassinum hafi hins
vegar ekkert verið rosalega
æsandi.
STUÐ MILLI STRÍÐA Brúnkusprautanir og bleikir g-strengir
ROALD VIÐAR EYVINDSSON LENTI Í SANNKÖLLUÐUM HARMLEIK