Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.03.2008, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 13.03.2008, Qupperneq 76
40 13. mars 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 17.15 Bókasafn Kópavogs hefur undanfarið boðið upp á vikuleg erindi um ástina og er nú komið að því síðasta í bili. Óttar Guðmundsson geðlæknir mætir til leiks á bókasafnið í dag kl. 17.15 og fjallar um ástina og dauðann. Gert er ráð fyrir að erindi Óttars og umræður í kjölfar þess taki um klukkustund. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Skynfæri manna eru víst fimm. Boð þeirra allra fara þó inn í sömu símstöð. Þar eru móttökuskilyrði misgóð og iðulega lekur á milli rása. Ótal rannsóknir sýna hvernig það sem berst inn um eitt skynfæri hefur áhrif á annað. Tilraunir með THX-hljóðkerfi í kvikmyndahús- um sýndu til dæmis að þegar sama mynd var sýnd hópi áhorfenda fyrst með eldra hljóðkerfi og svo með því nýja, þótti þeim sem horfðu myndgæðin snöggtum betri í seinna skiptið. Ekki er nóg með að skynfærin hafi áhrif hvert á annað heldur ræður ástand heilans miklu um hvaða blæ skynjunin fær. Maður sem þjáist af þunglyndi sér ekki sömu litina og heilbrigður maður og maður í annarlegu ástandi ruglar saman skynjun og hugarórum. 1) Oft er talað um hljómburð eins og eðlisfræðin sé eini mælikvarði hans. En hljóðið er fyrir manneskjur. Salurinn er í raun á milli eyrnanna á hlustendum. 2) Ímyndum okkur að gamni vísindalega útfærðan „bragðburð“, rými þar sem bragð matarins á að njóta sín ótruflað. Er víst að við nytum þess þar? 3) Jafnt innra sem ytra ástand allt ræður því hvernig við grípum tónlistina: Skapið, eftirvænting, minni, þekking, félagsskapur, stemning, hreyfing, lýsing, hljómur. Til dæmis mundi hljómburður Háskólabíós batna talsvert með betri lýsingu. Grínlaust. 4) Því má segja að þótt hljómburður salar skipti máli sé best að gleyma ekki hljómgrunninum, jarðveginum. Þetta veit rokkarinn: Það skiptir hann miklu að sem flestir áheyrenda séu sannfærðir áður en á tónleikana er komið. Síðan eru spurningar eins og „Eru ekki allir í stuði?“ til að hreinsa loftið, stilla eyrun og bæta móttökuskilyrðin. 5) Það er mikilvægt starf að hanna tónleikasali þar sem órafmögnuð tónlist heyrist vel. Þeir eru hins vegar ekki nauðsynlegir allri tónlist og ekki nægilegir sumri tónlist. Enginn salur er góður í sjálfum sér, óháð innihaldinu: útsendingunni og móttökunni. Oft hefur svo góður hljómgrunnur fyllilega bætt fyrir illa hljómandi sal. 6) Hljómburður er lífsgæði hljóðsins. Það er hin lifandi umgjörð sem býr hann til. 7) Kannski má skýra þetta með litlu dæmi: Á Rás 1 er þátturinn Hlaupanótan. Hann er umgjörð þar sem forvitni, fordómaleysi, opnar hlustir, næmi og glaðværð stjórnendanna smita hvern þann sem heyrir. Enda er sama hvernig mér líkar sú tónlist sem þar er leikin, alltaf skal ég heyra hana undravel. Jafnvel úr útvarps garmi. 8) Og gríp hana jafnvel betur en stundum er á tónleikum við „bestu“ skilyrði. Hugar- og hljómburður SINNEP Atli Ingólfsson Eitt magnaðasta verk rómantíska tímans fyrir kór og hljómsveit verður flutt á Páskatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Hér er um að ræða Þýsku sálumessuna eftir Johannes Brahms. Verkið er einstakt í sinni röð þar sem Brahms notaði ekki hefðbundna sálumessutextann heldur raðaði saman ritningarstöðum sem honum þóttu til þess fallnir að gefa innblástur og huggun. „Þetta er sálumessa fyrir þá sem eftir lifa,“ sagði Brahms um verkið sem tryggði honum frægð um alla Evrópu. Sinfóníunni til halds og trausts á tónleikunum eru Söngsveitin Fílharmónía og einsöngvararnir Dorthee Jansen frá Þýskalandi og Terje Stensvold frá Noregi. Söngsveitin Fílharmónía hefur lengi verið í fremstu röð íslenskra kóra og hefur frá upphafi lagt áherslu á flutning viðamikilla sígildra kórverka með hljómsveit, enda stofnuð með slík verkefni í huga. Samstarf Sinfóníuhljómsveitarinnar og Söngsveitarinnar nær aftur til upphafsára kórsins og hefur gefið af sér fjölmarga eftirminnilega tónleika. Stjórnandi Söngsveitarinnar Fílharmóníu er Magnús Ragnarsson. Auk sálumessunnar verður flutt hið magn- aða verk Minnisvarði um Lidice eftir tékkneska tónskáldið Bohuslav Martinu, sem hann samdi til minningar um ódæðisverk nasista sem jöfnuðu þorpið Lidice við jörðu, myrtu karlmenn og fluttu konurnar í þrælabúðir, í hefndarskyni fyrir dráp andspyrnumanna á Reynhard Heydrich. Stjórnandi á tónleikunum er Johannes Fritzsch, sem margir íslenskir tónlistarunnendur muna eftir af mögnuðum tónleikum á síðasta starfsári þar sem hann stjórnaði flutningi á 3. þætti Parsifal eftir Wagner. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30. - vþ Sálumessa Brahms fyrir þá sem eftir lifa JÓHANNES BRAHMS Sinfóníuhljómsveit Íslands flyt- ur eitt af hans helstu verkum á tónleikum í kvöld. Vert er að benda lesendum á tvær athyglisverðar leikhússýningar sem verða sýndar í síðasta sinn nú um helgina. Fyrst ber að nefna leikritið Halla og Kári sem sýnt hefur verið í Hafnar- fjarðarleikhúsinu síðan í janúar og fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda. Halla og Kári er eftir Hávar Sig- urjónsson og tekst á við íslenskan samtíma á djarfan og hnyttinn hátt. Leikstjóri verksins er Hilm- ar Jónsson og leikarar í sýning- unni eru María Pálsdóttir, Erling Jóhannesson, Hjálmar Hjálmars- son, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Þorsteinn Bachmann. Tónlistina samdi enginn annar en Benedikt Hermann Hermannsson, betur þekktur sem Benni Hemm Hemm. Síðasta sýningin á Höllu og Kára fer fram annað kvöld. Aðeins eru tvær sýningar eftir af Dans andi, sýningu Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu. Þær fara fram annað kvöld og á sunnudagskvöld. Sýningin hefur, ekki síður en Halla og Kári, fengið frábærar viðtökur hjá bæði áhorf- endum og gagnrýnendum. Dans andi samanstendur af tveimur mjög ólíkum verkum eftir tvo áhugaverðustu danshöfunda Norðurlanda, þá Jo Strömgren og Alexander Ekman. Norski dans- leikhússnillingurinn Strömgren hefur aðlagað verk sitt, Kvart, að þörfum Íslenska dansflokksins. Merkir listamenn koma að upp- setningunni; Steinunn Sigurðar- dóttir, einn fremsti fatahönnuður okkar Íslendinga, gerir búningana við verkið og tónlistin er eftir finnska tónskáldið Kimmo Pohjon- en sem hefur einnig unnið með Sigur Rós og Múm. Svíinn Alexander Ekman frum- samdi verk fyrir dansflokkinn en Ekman er rísandi stjarna í hinum evrópska dansheimi. Verkið, Enda- stöð, er leikrænt, húmorískt og létt og er tónlistin úr ýmsum áttum. Þeir sem vilja vera með á nótun- um í menningarlífinu geta vart látið það spyrjast út um sig að hafa misst af þessum sýningum. Því er vart seinna vænna en að hafa samband við miðasölur Hafn- arfjarðarleikhússins og Borgar- leikhússins hið snarasta. vigdis@frettabladid.is Tvær sýningar renna sitt skeið NORÐURLÖNDIN DANSA Úr sýningu Íslenska dansflokksins, Dans andi. Sýning á verkum Auðar Vésteins- dóttur myndlistarmanns verður opnuð í Artóteki Borgarbókasafns Reykjavíkur í Grófarhúsinu, Tryggvagötu 15, á morgun kl. 17. Auður lærði myndlist í Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist frá textíldeild skólans árið 1972. Námi í uppeldis- og kennslufræðum lauk hún frá Kennaraháskóla Íslands árið 1989. Á sýningunni eru „collage“-verk og textílverk ofin með hör, ull og hrosshári. Myndefnið sækir Auður einkum í náttúruna en litbrigði, form og línuspil hafa verið aðal- viðfangsefni hennar um árabil. Myndirnar er unnar á óhlutbund- inn hátt í vefstól. Auður hefur unnið við myndlist og rekið eigin vinnustofu frá því hún lauk námi. Ásamt því hefur hún kennt smíðar, myndlist og vefnað, verið teiknari á verkfræði- stofu, rekið gallerí og sýningarsali ásamt öðrum, verið safnkennari og upplýsingafulltrúi hjá Hafnar- borg og sinnt nefndarstörfum fyrir félög myndlistarmanna. Auður er í Textílfélaginu, Sam- bandi íslenskra myndlistarmanna og Félagi íslenskra myndlistar- kennara. Verk eftir Auði eru í eigu ýmissa opinberra stofnanna auk einstaklinga. Sýningin stendur til 20. apríl. - vþ Hör, ull og hrosshár TIL SÝNIS Í ARTÓTEKI Hluti af verki eftir Auði Vésteinsdóttur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.