Fréttablaðið - 13.03.2008, Qupperneq 81
FIMMTUDAGUR 13. mars 2008 45
Stórstjörnur úr
kvikmyndaheiminum
hafa fylkt sér að baki
Baracks Obama
og styðja hann í
stórum hópum
í forsetaslaginn.
Hollywood-leikarar
eru uggandi yfir því
að Bandaríkin kjósi
aftur repúblikana í
Hvíta húsið enda er
ekki hægt að segja að
George W. Bush hafi verið sverð
landsins og skjöldur á erlendum
vettvangi. Stórleikarinn Edward
Norton ætlar ekki að láta sitt eftir
liggja í þeim efnum og opinberaði
í Variety að hann væri með heim-
ildarmynd um Obama í smíðum.
Gerð hennar hófst í kringum
ráðstefnu demókrata árið 2004 og
ef að líkum lætur verður hún frum-
sýnd í Hvíta húsinu árið 2009.
Samkvæmt Empire-
vefnum er Bryan Singer
byrjaður að skrifa
framhaldið að næstu
mynd um Ofur-
mennið. Einhverj-
um fannst síðasta
myndin, Super-
man Returns, vera
hálfgerð mistök en
leikstjórinn vísar því
á bug. „Hún halaði
inn 400 milljónum
dollara,“ sagði Singer.
„Vissulega var
myndin rómantísk
og hugljúf en nú hafa persónurnar
öðlast líf og þá getum við búið til
alvöru hasarmynd,“ bætir Singer
við. Fastlega er reiknað með því
að Brandon Routh klæðist rauðu
nærbuxunum og skikkjunni aftur.
Og meira af ofurhetjum og
framahaldsmyndum. Því
aðstandendur kvikmynd-
arinnar Dark Knight eru í
eilítið erfiðri stöðu. Mark-
aðsherferð myndarinnar
gerði mikið út á Heath
Ledger sem Jókerinn en
ótímabært andlát hans
hefur sett strik í þann
reikning. Að sögn mark-
aðsmannanna eru þeir þó
hvergi bangnir og hyggjast
nota Jókerinn enn sem fyrr
í herferðinni. „Frammistaða
Ledgers er hreint út sagt
stórkostleg. Hann lék eins og
blóðið væri við suðumarkið,“ lét
kvikmyndatökumaður á tökustað
hafa eftir sér.
Þótt Tony Soprano teljist seint
til ofurhetja þá hefur Hollywood
engu að síður áhuga á að koma
Sopranos-fjölskyldunni til skila á
hvíta tjaldinu. Eigandi strippbúll-
unnar Badabing segist hafa fengið
símhringingu frá einhverjum úr
dramaborginni sem hafi verið að
vinna að gerð handrits um Sopran-
os. „Þannig að ég vil ekkert breyta
staðnum mikið,“ sagði Nick D‘Urso,
eigandi Badabing. Aðeins einn
hængur er þar á; Sopranos sótti
nefnilega mikið til fyrirmyndar sinn-
ar sem er önnur mafíósa-mynd-
Goodfellas og þessir tveir fánaberar
Cosa Nostra-glæpaklík-
unnar eru reyndar alveg
glettilega líkir.
ÚR VERINU
Spænski sérvitringurinn og snillingurinn
Salvador Dalí virðist á góðri leið með að
verða nýjasta æðið í Hollywood. Picasso
hefur þegar hlotið náð fyrir augum
draumaverksmiðjunnar og er skemmst að
minnast frammistöðu Anthony Hopkins í
hlutverki meistarans. En nú er það
Dalí og er reiknað með að þrjár
myndir um líf hans og listir birtist á
næstu árum á hvíta tjaldinu.
Johnny Depp er sagður hafa svo
mikinn áhuga á að leika listamann-
inn að hann er reiðubúinn til að
vinna með hverjum sem er. Depp
þarf hins vegar hafa allan varan á
því Al Pacino mun væntanlega leika
hann í kvikmyndinni Dali & I: The
Surreal Story. Þá hefur breski
leikarinn Peter O‘Toole verið
orðaður við Dalí í kvikmyndinni
Goodbye Dali.
Dalí nýjasta æðið í Hollywood
Plakatið fyrir nýjustu Indiana
Jones-myndina, Indiana Jones
and the Kingdom of Crystal Skull,
hefur vakið mikla athygli. Aðdá-
endur fornleifafræðingsins hafa
beðið spenntir eftir fjórðu mynd-
inni og fylgst grannt með gangi
mála og telja sig nú hafa fundið
það út að Steven Spielberg ætli
sér að blanda saman tveimur af
sínum vinsælustu hlutum; Indy
sjálfum og geimverum. Para-
mount-kvikmyndaverið hefur
reynt í lengstu lög að halda sögu-
þræðinum leyndum en nú virðist
sagan vera farin að kvisast út.
USA Today greinir frá því í dag
að meðal annars sjáist í kassa
sem merktur er Roswell, New
Mexico, 1947. „Og þú þarft ekki
að vera prófessor til að fatta um
hvað það snýst allt saman,“ segir
blaðið.
Indiana er að sjálfsögðu leikinn
af Harrison Ford en ungstirnið
Shia LeBeouf fer með hlutverk
sonar hans. Meðal annarra leik-
ara eru Ray Winstone, Cate
Blanchett og John Hurt.
Indy berst við E.T
INDY Ætli Spielberg blandi ekki bara
saman geimverum og fornleifafræðingi,
formúlu sem ekki getur klikkað. LEIKUR DALÍ
Al Pacino
verður í
hlutverki
lista-
mannsins í
kvikmynd-
inni Dali & I:
The Surreal
Story.
ENDURFÆÐING Salvador
Dalí gæti verið nýjasta
æðið í Hollywood.
LANGAR Johnny Depp langar afskap-
lega mikið til að leika listamanninn.
Forsala að
göngumið
a
á NASA fö
studaginn
14. mars
milli kl. 13
og 17 og í
Gallerí 17,
Keflavík.
A
gent.is kynnir
X
X
X
R
EY
K
JAV
ÍK
Ó
li G
eir á A
gent.is klárar hina m
ögnuðu
partí-hringferð sína kringum
landið á N
AS
A
í
R
eykjavík m
eð besta plötusnúð landsins.
Páll Ó
skar þeytir skífum
í stanslausu stuði
alla nóttina og treður upp m
eð gógópíum
, glow
sticks,
sprengjum
og blöðrum
eins og hann einn getur leyft sér.
Miðaverð
kr. 1500.-
Húsið opn
ar kl. 23.0
0
Páll Óska
r spilar frá
23.00 - 5.3
0
Aldurstak
mark 20 á
ra.
LA
U
G
A
R
D
A
G
IN
N
15. M
A
R
S