Fréttablaðið - 13.03.2008, Page 88
52 13. mars 2008 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði sér markakóngstitilinn á
Algarve Cup með því að skora sitt sjötta mark á mótinu í 3-0
sigri á Finnum í gær. Hún er búin að skora í átta landsleikjum
í röð og alls 35 mörk í 39 A-landsleikjum.
„Þetta er búið að vera frábært og þessi sigurleikur gegn
Finnum var bara til þess að toppa ferðina í alla staði. Við
vorum svolítið ryðgaðar í byrjun móts en síðan vorum við
farnar að spila glimrandi vel og enduðum þetta síðan með
stæl því sigurinn hefði alveg getað orðið stærri,” sagði
Margrét Lára.
„Við vorum með hápressu nánast allan tímann og það
er nokkuð sem íslenska kvennalandsliðið hefur ekki gert
áður. Við erum að koma svolítið á óvart með þessu, erum
að setja mörk snemma í leikjunum sem gefur okkur síðan
aukið sjálfstraust,” sagði Margrét Lára, sem játaði að markið í
gær væri eitt það flottasta sem hún hafði skorað.
„Þetta mark getur alveg komist inn á topp fimm hjá manni
og það var mjög skemmtilegt að skora þetta mark,” segir
Margrét og bætir við: „Ég er orðin reynslunni ríkari, búin að
spila í nokkur ár og þá fer maður að ná meiri
stöðugleika, er að skora frekar í hverjum leik í
stað þess að skora þrjú í einum leik en skora
síðan ekki í næstu fjórum á eftir. Ég veit að ég
þarf að vera klár þegar boltinn kemur því við
fáum ekki það mörg færi í hverjum leik,” segir
Margrét. Hún er aðeins 22 ára gömul en er engu
að síður í leiðtogahlutverki í liðinu.
„Ef við lítum yfir leikjafjölda leikmanna held ég að
ég sé fjórða í röðinni. Þó að ég sé ennþá ung tek ég
mikla ábyrgð í þessu liði og ég held að við gerum það
allar. Maður reynir líka að hjálpa þessum yngri sem eru
að stíga sín fyrstu skref því maður þekkir alveg hvernig
það er,” segir Margrét Lára sem er bjartsýn á árið.
„Við ætlum okkur að fara alla leið í ár. Þetta er frábær
hópur og mjög sterk liðsheild. Ég held að það sjái það
allir sem hafa verið í kringum þennan hóp að þetta er
einstakur hópur sem getur náð gríðarlega langt ef við
erum tilbúnar að leggja hart að okkur.”
MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR MARKAHÆST Á ALGARVE CUP: SKORAÐI Í ÁTTUNDA LANDSLEIKNUM Í RÖÐ
Við ætlum okkur að fara alla leið í ár
FÓTBOLTI Íslenska kvennalandslið-
ið er að gera frábæra hluti undir
stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfs-
sonar og sýndi það og sannaði með
góðum sigri á sextándu bestu
knattspyrnuþjóð heims þegar liðið
vann Finnland 3-0 í gær.
Margrét Lára Viðarsdóttir,
Rakel Hönnudóttir og Guðrún
Sóley Gunnarsdóttir skoruðu
mörk íslenska liðsins. Fyrirliðinn
Katrín Jónsdóttir fagnaði tvöfalt
því hún varð einnig fyrsta konan
til þess að spila 70 A-landsleiki.
„Ég var mjög ánægður með
mótið í heild sinni og leikurinn í
dag [gær] var sennilega sá besti
hjá okkur á þessu móti. Fyrri hálf-
leikurinn var virkilega góður og
svo skorum við þrjú mörk og höld-
um hreinu. Við erum að senda
skilaboð með þessari frammistöðu
til mótherja okkur í riðlinum og
kannski bara líka til íslensku
þjóðar innar um að fylgjast vel
með okkur og mæta á leikina
okkar í sumar því við erum með
þrusugott lið,“ sagði Sigurður
Ragnar Eyjólfsson, þjálfari
kvennalandsliðsins.
Sigurður Ragnar var mjög
ánægður með varnarleikinn. „Við
erum ekki að fá á okkur nein mörk
í opnun leik og varnarlega er
íslenska landsliðið
mjög öflugt. Ég er
núna búinn að
vera með liðið í
þrettán leikjum
og við höfum bara fengið á okkur
tólf mörk. Það er góð tölfræði og
við höfum líka unnið alla leiki sem
við höfum haldið hreinu í þannig
að við höfum alltaf haft það sem
áhersluatriði að halda hreinu. Það
er mjög gott að vinna lið 3-0 sem á
að vera sterkara en við,“ sagði
Sigurður Ragnar. „Það er margt
jákvætt að gerast hjá okkur. Það
eru nýliðar að stíga sín fyrstu
skref og þær eru strax farnar að
standa sig frábærlega vel. Svo eru
líka nokkrir reynsluboltar í liðinu
sem eru mjög mikilvægir og voru
að spila virkilega vel á þessu
móti,“ sagði Sigurður Ragnar en
hann var ánægður með að íslenska
liðið spilaði betur saman og héldi
boltanum betur innan liðsins en
oft áður.
Margrét Lára Viðarsdóttir kom
íslenska liðinu í 1-0 með stórglæsi-
legu marki strax á tólftu mínútu
en hún skoraði um leið í áttunda
landsleiknum í röð og hefur þar
með skorað 35 mörk í aðeins 39 A-
landsleikjum.
„Margrét Lára skoraði frábært
mark í dag [gær] og kom okkur á
blað. Hún hitti boltann ótrúlega
vel og skoraði með langskoti efst
upp í hornið. Hún er búin að
skora í átta leikjum í röð
og er að standa sig rosa-
lega vel. Það er mjög
mikilvægt fyrir okkur
að hafa íþróttamann
ársins í okkar röðum,
hún er líka að bæta
sig og að spila ennþá
betur en í fyrra þó að það hafi
verið erfitt. Hún skoraði sex mörk
á þessu móti og er langmarka-
hæsti leikmaður mótsins,“ sagði
Sigurður Ragnar.
Guðbjörg Gunnarsdóttir er
tekin við sem aðalmarkvörður
landsliðsins og fékk aðeins eitt
mark á sig á mótinu.
„Ég var mjög ánægður með
Guðbjörgu og hún fékk nú mikil-
væga reynslu. Hún fékk mikinn
leiktíma í mótinu, greip alltaf vel
inn í þegar á þurfti að halda og
besti leikurinn hennar var gegn
Finnum í dag þar sem hún þurfti
að verja þrisvar mjög vel. Hún
virkaði mjög örugg í öllum aðgerð-
um og er að fylla upp í skarð Þóru
B. Helgadóttur. Það er mikilvægt
fyrir okkur að hafa öflugan mark-
mann og Guðbjörg átti mjög gott
mót,“ sagði Sigurður Ragnar um
markmanninn sinn.
Fram undan er barátta um að
komast á EM í Finnlandi 2009.
„Við erum ennþá að stefna á það
að vera fyrsta landsliðið sem
kemst í úrslitakeppni stórmóts og
ég vona að íslenska þjóðin standi
við bakið á okkur og allir verði
duglegir að koma á þessa tvo
landsleiki í júní því það gæti fleytt
okkur alla leið,“ sagði Sig-
urður að lokum.
ooj@frettabladid.is
Við erum með þrusugott landslið
Íslenska kvennalandsliðið vann alla fjóra leiki sína á Algarve Cup og tryggði sér sjöunda sætið með glæsi-
legum 3-0 sigur á Finnum í gær. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði í áttunda landsleiknum í röð.
FYRSTA MARKIÐ
Rakel Hönnudóttir
skoraði sitt fyrsta
mark fyrir A-
landsliðið í
gær.
FRÉTTABLAÐ-
IÐ/DANÍEL
ÖRUGG Í MARKINU
Guðbjörg Gunnars-
dóttir stóð sig vel.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON
FRÁBÆR ÁRANGUR
Kvennalandsliðið hefur
unnið 9 af 13 leikjum undir
stjórn Sigurðar Ragnars
Eyjólfssonar.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
ÚRSLITIN Í GÆR
Enska úrvalsdeildin:
Portsmouth-Birmingham 4-2
1-0 Jermain Defoe, víti (6.), 2-0 Jermain Defoe
(9.), 2-1 Fabrice Muamba (10.), 2-2 Sebastian
Larsson (40.), 3-2 Hermann Hreiðarsson (49.),
4-2 Kanu (90.)
Aston Villa-Middlesbrough 1-1
0-1 Stewart Downing (23.), 1-1 Gareth Barry,
víti (74.)
Chelsea-Derby 6-1
1-0 Frank Lampard, víti (28.) , 2-0 Salomon
Kalou (42), 3-0 Lampard (57.), 4-0 Joe Cole
(64.), 5-0 Lampard (66.), 6-0 Lampard (72.), 6-1
David Jones (73.)
Euroleague í körfubolta:
Lottomatica-AAXA FC Barcelona 68-63
Jón Arnór Stefánsson skoraði 8 stig á 19 mínút-
um auk þess að taka 3 fráköst og stela 2 boltum.
Lottomatica varð að vinna leikinn til að eiga
möguleika á að komast í 8 liða úrslitin.
Þýski handboltinn:
SC Magdeburg- Wetzlar 33-25
Flensburg-Füchse Berlin 31-23
Einar Hólmgeirsson skoraði 4 mörk fyrir Flens-
burg og Alexander Petersson var með 2 mörk.
Gummersbach-HSV Hamburg 29-32
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk og
Róbert Gunnarsson var með 2.
Algarve Cup:
Ísland-Finnland 3-0
1-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (12.), 2-0 Rakel
Hönnudóttir (41.), 3-0 Guðrún Sóley Gunnars-
dóttir (90.).
Lið Íslands: Guðbjörg Gunnarsdóttir (88., Sandra
Sigurðardóttir) - Ólína G. Viðarsdóttir. Guðrún
Sóley Gunnarsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Ásta
Árnadóttir (56., Embla Grétarsdóttir) - Edda
Garðarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir (83., Erla Steina
Arnardóttir), Sara Björk Gunnarsdóttir (60.,
Katrín Ómarsdóttir) - Rakel Hönnudóttir (73.,
Dóra María Lárusdóttir), Margrét Lára Viðars
dóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir (63., Greta Mjöll
Samúelsdóttir)
Leikur um 1. sætið
Bandaríkin-Danmörk 2-1
Leikur um 3. sætið
Noregur-Þýskaland 2-0
Leikur um 5. sætið
Svíþjóð-Ítalía 3-0
Leikur um 7. sætið
Kína-Portúgal 1-1
Kína vann í vítakeppni 5-4
Margrét Lára Viðarsdóttir varð markadrottning
mótsins annað árið í röð en hún hefur skorað 10
mörk í 8 leikjum á þessu móti undanfarin tvö ár.
> Þórsarar geta tryggt sér síðasta sætið
Sjö lið hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppni Iceland
Express-deildar karla og nýliðar Þórs frá Akureyri geta
orðið áttunda og síðasta liðið inn í úrslitakeppnina vinni
þeir í Grindavík í kvöld. Þór hefur unnið 4 af 5 leikjum
sínum síðan liðið fékk hinn hávaxna Robert Reed til sín
en í kvöld mæta þeir Grindvíkingum sem
hafa tapað tveimur leikjum naumlega í
röð, þeim fyrri í framlengingu gegn ÍR en
þeim síðari á flautukörfu gegn Snæfelli í
Hólminum. Þór vann fyrri leik liðanna
með sex stigum á Akureyri. Aðrir
leikir kvöldsins eru Fjölnir-Njarðvík
í Grafarvogi, Tindastóll-KR á Sauðár-
króki og Snæfell-ÍR í Stykkishólmi
en allir leikirnir hefjast klukkan 19.15.
FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson
var á skotskónum í fyrsta sinn í
fimm mánuði þegar hann skoraði
eitt marka Portsmouth í 4-2 sigri á
Birmingham í gærkvöldi. Stigin
þrjú komu Hermanni og félögum
upp um tvö sæti í ensku úrvals-
deildinni. Chelsea vann á sama
tíma 6-1 stórsigur á Derby og er
nú aðeins fimm stigum á eftir
toppliði Arsenal.
Portsmouth komst upp fyrir
Blackburn og Manchester City í
sjöunda sætið með 4-2 sigri á
Birmingham. Jermain Defoe skor-
aði tvö mörk á fyrstu níu mínútum
en Birmingham var búið að jafna
fyrir hlé. Hermann skoraði sitt
mark af stuttu færi í upphafi síð-
ari hálfleiks eftir aukasyrnu Munt-
ari frá hægri. Þetta var þriðja
mark Hermanns á tímabilinu en
hann skoraði síðast í sigri á Ful-
ham í byrjun október. Það var
síðan varamaðurinn Kanu sem
gulltryggði sigurinn í uppbótar-
tíma en mark Hermanns var vendi-
punktur í þróun mála í seinni hálf-
leik.
Það voru fleiri á skotskónum í í
deildinni í gær því Frank Lamp-
ard skoraði fernu í 6-1 sigri Chel-
sea á Derby og fyrir vikið eru
Lampard og félagar aðeins fimm
stigum á eftir toppliðinu.
Lampard skoraði fyrsta mark
leiksins úr vítaspyrnu sem hann
fiskaði sjálfur en í seinni hálfleik
opnuðust allar flóðgáttir þar sem
Lampard bætti við þremur mörk-
um. Það getur fátt komið í veg
fyrir að Derby falli úr deildinni og
þar sem næsti leikur er gegn
Manchester United geta leikmenn
liðsins byrjað að búa sig undir
næstu rasskellingu.
Aston Villa virðist vera að gefa
eftir í baráttunni við Liverpool og
Everton um fjórða og síðasta sætið
inn í Meistaradeildina því liðið
náði aðeins 1-1 jafntefli á heima-
velli gegn Middlesbrough í gær.
Villa er nú sjö stigum á eftir Liver-
pool-liðunum. - óój
Frank Lampard skoraði fernu í stórsigri Chelsea á botnliði Derby í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi:
Hermann skoraði í sigurleik Portsmouth
Á SKOTSKÓNUM Hermann Hreiðarsson
kom Portsmouth í 3-2 í gær. Hann fagn-
aði vel sínu fyrsta marki í fimm mánuði í
ensku úrvalsdeildinni. NORDICPHOTOS/GETTY