Fréttablaðið - 13.03.2008, Page 90
HANDBOLTI Dómstóll HSÍ hefur
hafnað kröfu Hauka þess efnis
að úrslit leiks þeirra og Fram í
úrslitum deildarbikars HSÍ verði
dæmd ógild og leikurinn spilað-
ur að nýju. Dómurinn staðfestir
að mistök hafi verið við skrán-
ingu marka en eitt marka leiks-
ins var tvískráð á Fram, sem
vann leikinn, 30-28.
Samkvæmt leikreglum HSÍ
eru dómarar ábyrgir fyrir skrán-
ingu marka og mistökin á þeirra
ábyrgð. Mistök eru hluti af leikn-
um rétt eins og önnur atvik sem
hafa áhrif á þróun og úrslit
leikja. Þeir skrifuðu undir skýrsl-
una með þessum lokatölum og
því standa úrslitin.
„Það verður að játast að maður
var næstum búinn að gleyma
þessu. Þetta er búið að taka óra-
langan tíma og málið var hálf-
partinn svæft hjá dómstólnum,“
sagði Aron Kristjánsson, þjálfari
Hauka. Félagið hefur beðið nið-
urstöðu í rúma þrjá mánuði en
leikurinn fór fram 29. desember
í fyrra.
„Þeir fóru léttu leiðina út úr
þessu. Úrslit standa og ekkert
vesen. Það segir að dómararnir
beri ábyrgð en staðan er nú orðin
þannig í dag að dómarar hafa
vart tíma til að skrá mörkin. Þá
þurfum við að spyrja okkur að
því hvort við þurfum ekki hlut-
lausa aðila á ritaraborðin ólíkt
því sem gerist í dag. Dómarar
þurfa að treysta ritaraborðinu,“
sagði Aron en hann útilokar ekki
að skjóta málinu til áfrýjunar-
dómstóls HSÍ. - hbg
Úrslitin í úrslitaleik deildarbikarsins standa:
Málið var hálfpartinn
svæft hjá dómstólnum
LEIKURINN UMDEILDI Hornamaðurinn knái Guðjón Finnur Drengsson brýst
hér í gegnum Haukavörnina í leiknum. Ritaraborðið tvískráði mark hjá Fram í
leiknum, mistökin voru viðurkennd en kæru Hauka hafnað. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
LEIKMANNAHÓPUR:
Markverðir:
Kjartan Sturluson (Valur)
Stefán Logi Magnússon (KR)
Útileikmenn:
Helgi Sigurðsson (Valur)
Tryggvi Guðmundsson (FH)
Marel J. Baldvinsson (Breiðablik)
Baldur I. Aðalsteinsson (Valur)
Atli Sveinn Þórarinsson (Valur)
Birkir Már Sævarsson (Valur)
Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
Davíð Þór Viðarsson (FH)
Jónas Guðni Sævarsson (KR)
Pálmi Rafn Pálmason (Valur)
Aron Einar Gunnarsson (AZ Alkmaar)
Guðmann Þórisson (Breiðablik)
Guðmundur Reynir Gunnarsson (KR)
Hallgrímur Jónasson (Keflavík)
Heimir Einarsson (ÍA)
Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)
FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson,
landsliðsþjálfari karla í knatt-
spyrnu, tilkynnti í gær átján
manna leikmannahóp sinn fyrir
vináttulandsleik gegn Færeyjum
sem fram fer í Kórnum í Kópavogi
á sunnudaginn 16. mars kl. 16.00.
Ólafur tilkynnti enn fremur að
hann hefði ákveðið að leita aðstoð-
ar fjögurra valinkunnra kollega
sinna til að njósna um mótherja
Íslands í undankeppni HM 2010.
Þar sem ekki er um alþjóðlegan
keppnisdag að ræða þá voru hend-
ur Ólafs að mestu leyti bundnar
við að velja þá leikmenn sem leika
hérlendis og fimm nýliðar eru í A-
landsliðshópnum að þessu sinni.
Það eru þeir Guðmann Þórisson,
Guðmundur Reynir Gunnarsson,
Hallgrímur Jónasson, Heimir Ein-
arsson og Hjörtur Logi Valgarðs-
son. Aron Einar Gunnarsson, leik-
maður AZ Alkmaar, er eini
leikmaðurinn í hópnum sem leikur
erlendis.
„Ég sótti reyndar um að fá
ákveðna leikmenn sem leika
erlendis en fékk því miður ekki
leyfi hjá viðkomandi félögum.
Árni Gautur Arason er náttúru-
lega án félags eins og er og ég
ákvað því að velja hann ekki að
þessu sinni en hann er enn inni í
myndinni hjá mér eins og aðrir.
Bjarni Guðjónsson, leikmaður ÍA,
var einn af þeim leikmönnum sem
ég hafði hugsað mér að velja en
hann gat ekki gefið kost á sér þar
sem hann er meiddur,“ sagði Ólaf-
ur sem tilkynnti einnig fjögurra
manna ráðgjafahóp sem mun
aðstoða hann í undirbúningi liðs-
ins fyrir undankeppni HM 2010.
„Ég fór þess á leit við heiðurs-
mennina Leif Garðarsson, þjálf-
ara Fylkis, Willum Þór Þórsson,
þjálfara Vals, Kristján Guðmunds-
son, þjálfara Keflavíkur, og Rúnar
Kristinsson, yfirmann knatt-
spyrnumála hjá KR, að aðstoða
mig við að fylgjast með andstæð-
ingum Íslands í undankeppni HM
2010 og mun hver og einn þeirra
fá eitt lið í riðlinum til að fylgjast
með og leikgreina. Rúnar tekur
Noreg fyrir, enda spilaði hann þar,
Leifur fylgist með Skotum þar
sem hann telur sig vita svo mikið
um breskan fótbolta og Kristján
fær Makedóníu og Willum fær
Holland vegna tungumálakunn-
áttu þeirra,“ sagði Ólafur á léttum
nótum en hélt svo áfram án gríns:
„Ég tel að það geti komið okkur
vel að hafa einn mann sem einbeit-
ir sér að hverju landi fyrir sig í
stað þess að grautast í öllum
saman og síðan munum við hittast
og fara yfir hvern mótherja fyrir
sig og horfa á upptökur af leikjum
og annað,“ sagði Ólafur.
- óþ
Ólafur Jóhannesson kynnti hóp Íslands og plön sín fyrir undankeppni HM 2010:
Ólafur fékk sér fjóra ráðgjafa
UNNIÐ AF FAGMENNSKU Ólafur Jóhannesson er koma upp fagmannlegri umgjörð í
kringum karlalandsliðið í fótbolta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
* Verð í auglýsingunni er án virðisaukaskatts. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverð háð gengi. Aukabúnaður á mynd af Transit er samlitur á stuðara og grilli og þokuljós í framstuðara. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar.
„Standard“heiturallamorgna
Nýtt útlit. Nýtt innlit. Ný vél. Nýtt
stöðugleikastýrikerfi. Komdu.
Skoðaðu nýjan Ford Transit.
Kannaðu aðstæður. Vinnuaðstöðunni hefur verið breytt til hins betra í nýjum Transit.Reyndu nýju vélina í Transit:
2,2 l dísil Duratorq TDCi.
G
C
IG
R
O
U
P
Stilltu klukkuna að kvöldi og þú byrjar daginn heitur að morgni.
Tímastillanleg olíumiðstöð er staðalbúnaður í Transit sendibílum
frá Ford - sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður. Komdu í Brimborg.
Kynntu þér nýtt stöðugleikastýrikerfi Ford Transit sem er staðalbúnaður.
Vertu í hópi þeirra bestu. Komdu í
Brimborg. Veldu Ford Transit í dag.
Verð frá 2.313.245 kr. án vsk*.
Kynntu þér sértæka þjónustu Atvinnubíla Ford hjá Brimborg
Kynntu þér sértæka þjónustu
Atvinnubíla Ford hjá Brimborg
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.ford.is