Fréttablaðið - 13.03.2008, Page 96

Fréttablaðið - 13.03.2008, Page 96
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Ólafs Sindra Ólafssonar Madama Tobba skrifaði leiðar-vísi um ástamál fyrir stúlkur árið 1922, á þeim tíma þegar daður og djass tröllriðu ístöðulausum stúlkum og ekki veitti af að minna hið fagra kyn á stað sinn og stétt. Stúlka, sem vill verða að ein- hverju, tryggir sér góða fyrir- vinnu og giftist. Síðan rembist hún við að vera „heimilisrækin, geð- góð, stjórnsöm, þolinmóð, þrifin, réttsýn, sparsöm, starfssöm, gest- risin, vingjarnleg við heimilisfólk- ið og ástúðleg við manninn sinn“. Allt í trausti þess og fullvissu um að á „fleyi heimilisins heldur konan um stjórnvölinn, en maður- inn er ræðarinn“. Ljótasti löstur ungra kvenna er lauslætið: „Lauslæti – í hvaða mynd sem er – er illgresi í blóma- garði ástarinnar. Það setur blett á mannorð þitt; ljótan blett, sem fín föt, ilmvötn og kvensilfur getur ekki hulið eða afmáð.“ Lauslæti ræðst gegn sjálfu manneðlinu, helgi sjálfsvirðingarinnar og ást- inni: „Ástin er fegursta og göfug- asta tilfinningin sem í mönnunum býr og lög hennar ná jafnt til allra. […] Okkur er bannað að fara gálauslega með líf og heilsu; sama er að segja um ástina.“ Það sem meira er, lauslæti er leikur að hjörtum: „Margar stúlkur geta leikið sér að hjarta ungs ástfangins manns. Oft gera þær það í hugsunarleysi eða til þess að skemta sér við það, en venjulega ekki í illum tilgangi. En manninum fellur þetta þungt og þegar hann kemst að sannleikan- um, getur táldrægnin leitt hann út á glapstigu, jafnvel til sjálfsmorðs eða annara glæpa. — Mundu það, unga stúlka, að hjartað er fínt líf- færi.“ SÍÐAN 1922 hefur margt breyst. Madama Tobba er orðin femínisti og hefur uppgötvað á sér snípinn. Henni er fullsæmandi að draga ölvaða menn heim í bólið (með þeim eindregna ásetningi að henda þeim frá sér aftur notuðum að morgni), þar má hún gamna sér með þeim næturlangt útkámuð í sleipiefni með titrandi rafmagns- kúlur í óæðri endanum. Verði hún ólétt lætur hún tortíma fóstrinu. Hún er frjáls. Femínisminn hefur frelsað hana undan forneskjuleg- um álögum. Hengi elskandinn sig í ástarsorg, er það hans vandi en ekki hennar. EN hvarfli að henni að svo mikið sem depla auga í átt að kynfærum manns fyrir þóknun kastar hún af sér nútímahempunni og stendur keik á peysufötunum fyrir framan spegilinn, otandi að spegilmynd sinni beinaberum fingri og taut- andi í áminningartón eitthvað um ljóta bletti á skrautblómunum í ilmgarði ástarinnar. Madama Tobba F í t o n / S Í A Tónlist beint í símann Gríptu augnablikið og lifðu núna Tilboðspakki Sony Ericsson V640i og þráðlaus Bluetooth móttakari Lipur og nettur Walkman tónlistarsími. 3G, EDGE, 256 MB minniskort. Fer á Netið með Vodafone live! Fæst í „Havana gold“ og svörtu. Eingöngu hjá Vodafone. Tengdu móttakarann við hljóm- flutningstækin þín, heima eða í bílnum, og spilaðu tónlistina þráðlaust úr símanum í fullkomnum hljómgæðum! 24.900 kr. Milljón lög til eignar í Vodafone tónlistarsímann þinn Skráðu þig í tónlistarklúbbinn og fáðu tónlist á betra verði. Komdu í næstu Vodafone verslun og kynntu þér tónlist í símann. Endurgjaldslaus lögfræðiaðstoð fi mmtudaga milli 19:30 – 22:00 í síma 551-1012. Í dag er fimmtudagurinn 13. mars, 73. dagur ársins. 7.52 13.37 19.24 7.42 13.22 19.04

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.