Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 18
18 15. mars 2008 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
UMRÆÐAN
Hryðjuverk
Eftir 11. september 2001 voru ýmsir sem vöruðu við því að við
Vesturlandabúar yrðum að gæta
okkar sem aldrei fyrr. Hryðjuverka-
árásin sem framin var þann dag
mætti ekki verða til þess að skerða
borgaraleg réttindi manna og auka
enn á hörmungarnar í heiminum.
Því miður hefur þróunin orðið
einmitt þessi. Eftirlitsiðnaðurinn
blómstrar sem aldrei fyrr, hegðun
manna er kortlögð, hvaða bækur fólk
tekur á bókasafninu, hvar það
borðar, við hvern það talar, hvaða netsíður það
heimsækir. Njósnir í anda kalda stríðsins eru
réttlættar og gerðar lögmætar með vísun í
„stríðið gegn hryðjuverkum“.
Árið 2002 fór Bandaríkjastjórn að starfrækja
fangabúðirnar í Guantanamo sem eru annar angi
af skerðingu borgaralegra réttinda. Þar átti að
vista og yfirheyra meinta hryðjuverkamenn og
voru flestir vistmenn fangabúðanna handteknir í
Afganistan eða Pakistan á handahófskenndan
hátt. Búðirnar eru utan bandarískrar lögsögu og
þar eru alþjóðlegir samningar þverbrotnir.
Þessar búðir eru enn starfræktar.
Enn önnur afleiðing hryðju-
verkanna eru stríð í Afganistan og
Írak. Í Afganistan standa hersveitir
Nató í stríði eftir innrás Bandaríkja-
manna og Breta 2001. Íraksstríðið er
á góðri leið með að verða eitt
blóðugasta stríð síðari tíma; mann-
fallið í Írak frá 2003 til júní 2006 er
talið vera að lágmarki 650.000
óbreyttir borgarar og allt upp í
milljón. Og nýlega hefur nóbelsverð-
launahafinn Joseph Stiglitz sýnt
fram á að kostnaður bandarískra
yfirvalda við stríðið sé fáheyrður,
eða þrjár billjónir dala, upphæð sem
hefði líklega gert ómælt gagn fyrir
bandaríska velferðarkerfið svo dæmi
sé tekið. Er þetta þess virði? Hafa ekki hryðju-
verkamennirnir unnið þegar borgaraleg réttindi
eru skert, grafið er undan bandarísku stjórnar-
skránni og alþjóðasamfélaginu og hundruð
þúsunda saklausra manna eru drepin sem ekkert
hafa til saka unnið annað en að vera á staðnum?
Íslensk stjórnvöld studdu Íraksstríðið á sínum
tíma. Í dag verður stríðinu hins vegar mótmælt
klukkan 13 á Ingólfstorgi og það er full ástæða
til að hvetja alla til að mæta þangað og segja já
við friði.
Höfundur er alþingismaður.
Hafa hryðjuverkamennirnir unnið?
KATRÍN
JAKOBSDÓTTIR
Rangt stöðumat
Drög að svörum borgarstjórnar til
umboðsmanns Alþingis um aðdrag-
anda REI-málsins hafa verið tekin til
endurskoðunar eftir að minnihlut-
inn gerði athugasemd við að þau
væru ekki í samræmi við
veruleikann. Í drögunum
sagði að Vilhjálmur
hefði „skynjað andbyr“
samherja sinna en
túlkað það sem efa-
semdir en ekki
afstöðu gegn
GGE og REI.
Minnihlutinn
bendir á að
flokkssystkin
Vilhjálms
hafi talað
hreint út í fjölmiðlum og á borg-
ar stjórnarfundi hafi Hanna Birna
Kristjánsdóttir sagt berum orðum að
Vilhjálmur hefði farið út fyrir umboð
sitt. Hann hafi því ekki þurft að
velkjast í vafa um afstöðu samherja
sinna í borgarstjórn.
Nýjar rafhlöður
Eftir að REI-skýrslan var gerð
opinber stóðu aftur öll spjót á
Vilhjálmi. Hart var að honum
lagt að segja af sér, að minnsta
kosti gera ekki tilkall til borgar-
stjóraembættisins að ári. Þrátt
fyrir það skynjaði Vilhjálm-
ur ekki meiri andbyr
en svo að hann
ákvað að halda
stöðunni opinni.
Spurning hvort það þurfi ekki nýjar
rafhlöður í skynjarann.
Skjaldborg um Hólaskóla
Vinstri grænir í Skagafirði hafa skorað
á stjórnvöld að standa vörð um
Háskólann á Hólum, en hugmyndir
eru uppi um að einkavæða skólann.
Í yfirlýsingu frá VG segir að skólinn
hafi lengi gegnt þýðingarmiklu
hlutverki og stöðugur upp-
gangur hafi verið í starfi hans
í hartnær þrjá áratugi. Það er
svo sem ekki furða þótt Vinstri
grænum í Skagafirði renni
blóðið til skyldunnar. Þingmað-
ur þeirra, Jón Bjarnason,
var skólastjóri Hólaskóla
í árafjöld.
bergsteinn@frettabladid.is
Í
slendingar fá þessa dagana að kenna á afleiðingum veiks geng-
is krónunnar og síhækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu. Lítrinn
af bensíni og díselolíu er kominn í kringum 150-kall og heldur
áfram að hækka. Eldsneytisverð til almennings hefur þannig
hækkað um tugi prósenta á einu ári og rekstrarkostnaður
meðalfjölskyldubílsins hækkað um tugi þúsunda króna.
Um leið og þessu fer fram er stjórnskipaður vinnuhópur að
skila af sér tillögum að endurskoðun skatta- og tollakerfisins með
það fyrir augum að hvetja Íslendinga til að kaupa og nota umhverf-
isvænni farartæki og eldsneytiskosti. Árni Mathiesen fjármálaráð-
herra hefur boðað að á grundvelli þessara tillagna verði samin ný lög
sem gengið geti í gildi um næstu áramót, en þá renna út tímabundn-
ar bráðabirgðareglugerðir sem kveða meðal annars á um afslátt af
aðflutningsgjöldum af bílum sem knúnir eru umhverfisvænna elds-
neyti á borð við metangas eða rafmagn.
Stefna stjórnvalda í þessum efnum hefur lengi verið full af mót-
sögnum. Þungaskattskerfið stóð lengi í vegi fyrir því að Ísland gæti
eins og önnur Evrópulönd notið góðs af þeirri miklu þróun sem orðið
hefur í díselvélatækninni, en hún hefur meira en nokkuð annað
dregið úr eyðslu bifreiðaflota meginlandsins, og þar með einnig úr
útblæstri frá honum. Nú er yfir helmingur allra seldra einkabíla á
meginlandi Evrópu knúinn sparneytinni díselvél með háþróuðum
útblásturshreinsibúnaði. Vegna þess hve skammt er síðan þunga-
skattskerfinu var breytt – og hvernig skattheimtu af díselolíu er enn
háttað í samanburði við bensín – er þetta hlutfall hér á landi aðeins
um tíu prósent.
Annað dæmi er að þegar síðast voru gerðar breytingar á kerfi
aðflutningsgjalda af bílum var það að vísu einfaldað – sem er jákvætt
– en í reynd voru áhrifin af breytingunni þau að gjöld af stórum og
eyðslufrekum bílum lækkuðu. Þegar menn unnvörpum misnotuðu
ákvæði aðflutningsgjaldareglnanna um atvinnubíla til að flytja ódýrt
inn risastóra bandaríska pallbíla til einkanota aðhöfðust yfirvöld
ekkert. Það er því ekki að undra að meðaleyðsla íslenzka bílaflotans
hefur á síðustu neyzluæðisárum aukist í stað þess að minnka!
Hins vegar hafa aðgerðir yfirvalda til að hvetja til kaupa og nota á
umhverfisvænni kostum verið mjög brota- og tilviljanakenndar. Það
er því sannarlega tímabært, í þágu þjóðarhags, að þær reglur sem að
þessu lúta séu endurskoðaðar í heild.
Mikil þróun á sér nú stað hjá bílaframleiðendum á umhverfis-
vænni knúningstækni. Frá Toyota og fleiri leiðandi framleiðendum
er von á svonefndum tengil-tvinnbílum á markað. Það eru bílar með
litlum brunahreyfli (sem gengur fyrir bensíni, díselolíu, etanóli eða
öðru eldsneyti) og rafmagni. Rafgeyma þessarar nýjustu kynslóð-
ar tvinnbíla er líka hægt að hlaða úr heimilisinnstungu. Þessi tækni
gerir Íslendingum kleift að nota eigin, endurnýjanlegu raforku til að
knýja heimilisbílinn að verulegu leyti. Tengil-tvinnbílar brúa þannig
bilið yfir í framtíð óháða innfluttu jarðefnaeldsneyti. Hver sem sú
tæknilausn annars verður, sem að lokum verður ofan á í samkeppn-
inni og reynast mun íslenzkum aðstæðum bezt, þá er brýnt að reglu-
verkið sem um samgöngutæki og eldsneytiskosti gildir hérlendis
taki mið af breyttum tímum.
Eldsneytisverð sprengir öll met.
Rafmagn á bílana
AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR
Er einhver þörf á Alþingi? Er ekki bara nóg að hafa
ríkisstjórn og Silfur Egils?
Spurningin ágerðist í liðinni
viku. Í fyrrnefndum þætti
síðastliðinn sunnudag fórnaði
Guðfinna Bjarnadóttir, glæný
þingkona Sjálfstæðisflokksins,
höndum og viðurkenndi að hún
hefði aldrei kynnst jafn
skrýtnum vinnustað og Alþingi.
Guðfinna er nútímakona, sem
rifið hafði upp og stjórnað
nútímafyrirtækjum eins og
Háskólanum í Reykjavík, en
líður nú greinilega eins og hún
hefði óvart villst inn á vax-
myndadeild Þjóðminjasafnsins.
Þá ritaði frændi vor, Ellert
Schram, grein í vikunni þar sem
hann ræddi vanmátt hins
óbreytta stjórnarþingmanns.
Hvort tveggja kom í kjölfar
yfirlýsinga Birgis Ármannsson-
ar, formanns allsherjarnefndar,
um að þingmannamál væru
yfirleitt ekki tekin til umræðu í
nefndinni. Er einhver þörf á
þingi?
Þægileg innivinna
Síðastliðið haust hafði einn af
þingbusum á orði, eftir tvo
mánuði á nýja vinnustaðnum, að
sér kæmi á óvart hversu lítið
hann hefði að gera. „Þetta er í
rauninni bara þægileg inni-
vinna.“ Annar þingmaður
heyrðist dásama fjölda frídaga
sem helsta kostinn við starfið.
Það kemur heim. Síðasta
fimmtudag var síðasti þingfund-
ur fyrir páska. Spurning hvort
takist að ná upp einum fundi
eftir páska, áður en brestur á
með sumarfríum.
Ekki þarf að taka fram að tveir
síðastnefndu þingmennirnir eru
Reykjavíkurþingmenn. Það
vantar í þá baráttuandann og
kjördæmapotið. Þess vegna
verða alltaf boruð ný og ný
Vaðlaheiðargöng, á meðan
höfuðborgarbolurinn situr í
ljósasúpunni frá Kringlu til
Klambra og hlustar á nývaknaða
þingmenn lýsa væntanlegu
sumarfríi í útvarpinu.
Mér varð hugsað til alls þessa
um liðna helgi þegar mér tóku að
berast tölvupóstar vegna greinar
sem ég birti hér síðasta laugar-
dag um mögulega uppreisn á
Íslandi í tilefni síhækkandi
höfuðstóla húsnæðisólána. Flest
voru bréfin full af reiði og sum
þeirra innihéldu áskoranir. „Það
eina sem vantar er einhvern til
að leiða byltinguna, þá mun hún
gerast!“ Ég verð að viðurkenna
að í fimm mínútur hugleiddi ég
að gefa kost á mér. Því ekki að
helga næsta hálfa árið baráttunni
fyrir betra Íslandi? En auðvitað
entist sú hugsun ekki lengur en í
fimm mínútur. Auðvitað hefur
maður einfaldlega of mikið að
gera. En hver annar gæti tekið
hlutverkið að sér? Í fyrstu datt
mér enginn í hug. En svo mundi
ég allt í einu eftir fólki sem
hefur of lítið að gera, sem á of
mikinn frítíma. Auðvitað er það
hlutverk stjórnmálamanna að
berjast fyrir bættum hag
landsmanna. Ég var bara alveg
búinn að gleyma því.
Hvert er hlutverk þeirra?
„Þetta sýnir okkur best hvað við
eigum lélega stjórnmálamenn,“
sagði gáfaðasti kunninginn
minn.
Og kannski eru engir stjórn-
málamenn á þingi, heldur bara
þingmenn.
Hvert er hlutverk þeirra? Að
fara í frí og koma úr fríum, sitja
í nefndum og fjalla um frum-
vörp, hlusta á athugasemdir,
lesa skýrslur, lyfta upp hendi og
koma fram með fyrirspurnir,
sem öllum er svarað á sama
hátt. „Í svari ráðherra kom fram
að hann teldi ekki tímabært að
fella niður umrætt gjald...“ „Í
svörum sínum við fyrirspurn
þingmannsins ítrekaði ráðherra
að ekki stæði til að gera breyt-
ingar á núverandi lögum...“ „Í
svari sínu taldi ráðherrann
umræðuna ótímabæra...“
Við kunnum öll leikritið utan
að. Það skiptir engu hvað sagt er
á Alþingi. Á endanum eru það
ráðherrarnir sem ráða. Engin
umræða fór til dæmis fram um
nýteknar ákvarðanir í sam-
göngumálum. Þeim var bara
skellt á borðið; vesgú, svona
verður þetta. Og þegar formað-
ur allsherjarnefndar viðurkenn-
ir það hreint út að frumvörp
einstakra þingmanna eigi litla
sem enga möguleika hljótum við
að spyrja enn og aftur:
Er þörf á þingi? Er ekki bara
nóg að hafa ríkisstjórn og Silfur
Egils?
Er þörf á þingi?
HALLGRÍMUR HELGASON
Í DAG | Þingmenn
Annar þingmaður heyrðist
dásama fjölda frídaga sem
helsta kostinn við starfið. Það
kemur heim. Síðasta fimmtu-
dag var síðasti þingfundur
fyrir páska.
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu,
Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871