Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 74
34 15. mars 2008 LAUGARDAGUR B orgarastyrjöld hefur verið á Srí Lanka með hléum frá 1983. Norræn eftirlitssveit fylgdist með því að friðarsamkomulag frá árinu 2002 væri virt. Jónas Gunnar Allansson mannfræð- ingur er nýkominn heim frá friðargæslu- verkefnum á Srí Lanka, þar sem hann var næstæðsti yfirmaður eftirlitssveitar Norð- manna og Íslendinga í landinu. Hvernig metur þú ástandið á Srí Lanka nú þegar eftirlitssveitin er horfin á braut? „Það er mjög mikil þörf fyrir athygli alþjóðasamfélagsins á því sem er að gerast. Eins og alltaf þegar um átök er að ræða er mjög erfitt að stunda einhvers konar friðar- þvingun og ég held að það sé ekki í boði á Srí Lanka. Ég vonast til þess að stjórnvöld og Baráttusamtök Tamílatígra, muni ná sátt um að koma friðarferlinu aftur í gang. Varanleg- ur friður er forsendan fyrir almennri upp- byggingu. Það var friður á tímabili, en svo hafa átt sér stað breytingar í stjórnmálunum á Srí Lanka, sem hefur orðið til þess að það er erfiðara að sjá það fyrir sér að það verði frið- ur á næstunni. Engu síður var lögð mikil áhersla á að tryggja tengsl okkar við stjórn- völd og Tamílatígrana og reyna að viðhalda tengslanetinu sem við eigum í landinu eftir að ljóst var að við myndum yfirgefa Srí Lanka. Markmiðið var að eiga möguleika á því að komast aftur inn í samfélagið seinna.“ Hver voru daglegu verkefnin hjá þér og öðrum starfsmönnum eftirlitssveitarinnar? „Starfið fólst í því að halda ákveðnum tengslum við stjórnvöld og Baráttusamtök Tamílatígra. Annar þáttur í starfinu var að fylgjast með vopnahlésbrotum. Átökin höfðu aukist mikið svo áhersla okkar var á að skoða tilvik sem sýndu fram á ákveðna þróun, til- vik sem höfðu með árásir á borgara að gera, og atvik sem höfðu mikla pólitíska þýðingu. Við gátum ekki lengur fylgst með öllu sem gerðist, til þess hefðum við þurft að vera með mörg hundruð friðargæsluliða að störfum með þyrlur og flugvélar. Í lokin vorum við að fylgjast með stríðsástandi. Við höfðum engu síður mjög góðar öryggistryggingar af hálfu stjórnvalda og Tamílatígra.“ Hvernig var árangurinn? „Við vorum ekki vopnað friðargæslulið, við vorum ekki þarna til að þvinga fram frið. Við vorum líka mjög fámenn, undir það síð- asta vorum við aðeins um 30 talsins. Við hefð- um öll komist í einn strætisvagn. Þessi liðs- afli var að fást við land sem er á stærð við Ísland með tíu milljón íbúum. Maður verður að vera raunsær þegar maður horfir í það. En ég held við höfum haft mjög sterka ímynd, ég held að bæði alþjóðasamfélagið og heima- menn hafi haft mjög miklar hugmyndir um styrk okkar þótt við værum svona fá. Ef áhrifin eru metin út frá því tel ég að þetta verkefni hafi skilað mjög miklum árangri.“ Norrænt samstarf til fyrirmyndar Friðargæsluverkefnið á Srí Lanka var sam- eiginlegt verkefni Norðurlandanna. Hvernig gekk þetta norræna samstarf? „Við getum lært mjög mikið af þessu nor- ræna samstarfi. Það er módel sem er mjög áhugavert að skoða nánar. Mikil samskipti við heimamenn og dagleg samskipti við her- foringja og fulltrúa Tamílatígranna, það var algerlega einstakt. Aðrar stofnanir höfðu ekki sama aðgang. Okkar persónulegu tengsl við þetta fólk höfðu mikil áhrif og skiluðu mjög miklu. Jafnvel þótt það hafi ekki komið sérstaklega á óvart þegar stjórnvöld sögðu upp vopnahléssamkomulaginu tel ég að mörgum hafi þótt verra að missa þennan tengilið milli Tamílatígranna og stjórnvalda. Það er hægt að koma í veg fyrir mjög alvar- lega hluti með einu símtali. Það eru mörg dæmi um að mannslífum hafi verið bjargað með þeim hætti, það er enginn vafi á því.“ Upplifðir þú það einhvern tímann að finnast þú sjálfur eða einhver af eftirlitsmönnunum vera í hættu? „Það sem verður að hafa í huga var að við höfðum tryggingu fyrir öryggi okkar allra frá báðum aðilum og þeim var mikið í mun að tryggja öryggi okkar. Hins vegar eru líka hópar í landinu sem eru á jaðrinum, tilheyra að segja má hvorugri fylkingunni í landinu. Það voru þeir hópar sem við höfðum helst áhyggjur af. Þegar eitthvað kom upp á var það yfirleitt vegna misskilnings eða sam- skiptaleysis. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á að endurmeta sífellt öryggisviðmið okkar. Allt okkar starf tók mið af öryggis- ástandinu. Þegar ástandið var gott gátum við ferðast frekar frjálslega. Ef ástandið versn- aði drógum við úr ferðunum.“ Hvernig varð þér við þegar þú heyrðir af því að stjórnvöld hefðu sagt upp friðarsamkomu- laginu við Tamílatígrana? „Það kom að vissu leyti á óvart. Það var alveg eins búist við því að samkomulaginu yrði sagt upp seint á árinu 2007 til þess að þjóðernissinnaðir þingmenn styddu fjárlaga- frumvarp stjórnvalda, en af því varð ekki. Það var svo ekki fyrr en eftir jól að sam- komulaginu var sagt upp. Þá upphófst ægi- legt kapphlaup, enda ekki auðvelt að loka eftir sex ára starf. Við urðum að tryggja okkar tengsl, lífsafkomu heimamanna sem unnu fyrir okkur, og tryggja að við færum með góðan orðstír. Allir lögðust á eina sveif og ég tel að það hafi tekist ótrúlega vel.“ Björguðu þúsundum mannslífa Þegar ljóst var að norræna eftirlitssveitin yrði að hverfa frá Srí Lanka vöknuðu áhyggj- ur af stöðu heimamanna sem unnu fyrir sveit- ina. Hvernig var þeirra málum fyrirkomið, er það fólk í einhverri hættu vegna starfa þeirra fyrir ykkur? „Við lögðum mesta áherslu á að tryggja fólki vinnu, helst hjá alþjóðlegum samtökum sem starfa á Srí Lanka. Vinna tryggir lífsaf- komu og ef fólk vinnur fyrir alþjóðleg sam- tök veitir það því einnig ákveðið öryggi. Þetta tókst mjög vel. Ef okkur grunar að einstakl- ingar gætu lent í hættu erum við í góðu sam- bandi við fólkið og norska sendiráðið á Srí Lanka fylgist vel með þeirra málum. Það er hluti af okkar tengslaneti, að halda sambandi við okkar gamla starfsfólk. Sumir höfðu unnið lengi fyrir okkur og persónuleg tengsl og vinátta myndast. Því verður viðhaldið, við munum fylgjast með því hvernig okkar fólki vegnar og bregðast við og aðstoða eftir því sem þurfa þykir.“ Varð starf eftirlitssveitarinnar í landinu að engu þegar stríð braust út á ný eða skildi starfið eitthvað eftir sig? Mistókst verkefni norrænu sveitarinnar? „Það er enginn vafi á því að þetta verkefni skilaði gríðarlega miklu. Bara vera okkar á staðnum bjargaði þúsundum mannslífa. Það viðurkenna allir sem koma að málum; stjórn- völd, Tamílatígrar og ekki síst þriðju aðilar á borð við trúarsamtök og borgaraleg samtök. Slík samtök sendu frá sér yfirlýsingu stuttu eftir að SLMM fór frá Srí Lanka þar sem brotthvarf okkar var harmað. Þar vísuðu þeir í það að við höfum sennilega bjargað þúsund- um mannslífa. Slíkar tölur hafa verið nefnd- ar, en það er alltaf erfitt að meta árangurinn. Það verður að gera greinarmun á friðar- gæslunni annars vegar og friðarferlinu hins vegar. Þótt friðargæsluverkefninu sé lokið heldur friðarferlið áfram í umsjá Norð- manna. Þótt það sé vissulega ákveðinn lág- punktur á friðarferlinu núna þá er Srí Lanka þannig að allt getur breyst á einni nóttu. Ég vona að það komist á friður aftur. Það hefur komið fram í máli ýmissa ráðamanna, bæði á Norðurlöndunum og á Srí Lanka, að það sé ekki rétt að líta svo á að þetta verkefni hafi mistekist. Þvert á móti hafi það skilað sínu, en verið sjálfhætt eftir að vopnahléinu var sagt upp. Við vorum ekki þarna til að neyða friðinn upp á deiluaðila, ég held að almennt séu friðarþvinganir algert neyðarúrræði sem ætti að fara mjög varlega með.“ Hafa Íslendingar eitthvað fram að færa til friðargæslu? „Íslendingar hafa tvímælalaust margt fram að færa. Alltaf þegar talað er um Íslend- inga í alþjóðasamstarfi heyrir maður talað um drifkraftinn. Ég verð alltaf var við þenn- an drifkraft í alþjóðlegu samstarfi, þessa eilífu sannfæringu um að það sé einhver lausn, það sé hægt að redda málunum ein- hvern veginn. Þessi ofurjákvæðni og tiltrú er góð í svona störfum. Það eru spennandi tímar fram undan í friðargæslunni. Það eru að verða miklar breytingar á þessu sviði og meira pláss fyrir þverfaglega þekkingu og reynslu af ólíkum viðfangsefnum. Menn eru að átta sig á því að það verður að nálgast við- fangsefnið í heild sinni.“ Við vorum ekki þarna til að neyða friðinn upp á deiluaðila, ég held að almennt séu friðarþvinganir alger neyðarúrræði. Mannslífum bjargað með símtali Friðargæsluverkefni Íslendinga og Norðmanna á Srí Lanka var sjálfhætt í byrjun árs eftir að vopnahléssamkomulagi var sagt upp. Jónas Gunnar Allansson og Bjarney Friðriksdóttir segja Brjáni Jónassyni frá starfinu, árangrinum og öryggismálunum í stríðshrjáðu landi og því hvað Íslendingar geta haft fram að færa í alþjóðlegum friðargæsluverkefnum. FISKVEIÐAR Starfsmenn eftirlitssveitanna fóru víða og ræddu við heimamenn. Hér spjalla þeir við forsvarsmann fiskveiðimanna í Ampara. MYND/BJARNEY FRIÐRIKSDÓTTIR MANNSLÍF Starfsemi eftirlitssveitarinnar á Srí Lanka bjargaði þúsundum mannslífa segir Jónas. Það viðurkenni bæði deiluaðilar og óháðir aðilar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ■ Srí Lanka er eyja í Indlandshafi sem liggur austan við suðurodda Indlands. Eyjan er tæplega 66 þúsund ferkílómetrar, um tveir þriðju af flatarmáli Íslands. Íbúar Srí Lanka eru um 21 milljón. ■ Frá árinu 1983 hafa reglulega blossað upp átök milli stjórnarhersins og Baráttusamtaka Tamílatígra, sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki Tamíla á norður- og austurhluta eyjunnar. Talið er að meira en 70 þúsund manns hafi fallið í átökum í landinu frá árinu 1983. ■ Árið 2002 gerðu stjórnvöld og Baráttu- samtök Tamílatígra friðarsamkomulag eftir að Norðmenn miðluðu málum. Í kjölfarið sendu Norðurlöndin eftirlitssveit til landsins til að fylgjast með því að friðarsamkomulag- ið væri virt. ■ Átök í landinu jukust talsvert árið 2005, og 8. júní 2006 setti Evrópusambandið Baráttusamtök Tamílatígra á lista yfir hryðju- verkasamtök. Í kjölfarið kröfðust Tamílatígrar þess að friðargæsluliðar frá þjóðum innan Evrópusambandsins hyrfu frá landinu. ■ Um 60 eftirlitsmenn voru starfandi í landinu þar til í ágúst 2006, Danir, Finnar og Svíar kölluðu sitt fólk heim. Undir lokin voru um 30 starfsmenn eftirlitssveitarinnar í landinu, níu Íslendingar en restin Norð- menn. ■ Stjórnvöld á Srí Lanka sögðu upp friðarsam- komulaginu frá 2002 í byrjun árs 2008. Í kjölfarið þurftu friðargæsluliðar Íslands og Noregs að hverfa frá landinu og er starfsemi eftirlitssveitanna nú lokið. TALIÐ AÐ UM 70 ÞÚSUND HAFI FALLIÐ Í BORGARASTYRJÖLDINNI Á SRÍ LANKA SRÍ LANKA INDLAND NEPAL Kólombó B AN G LAD ESS Bengalflói
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.