Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 76
36 15. mars 2008 LAUGARDAGUR D avíð er meistaranemi í þró- unarfræði í Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Stór hluti af náminu felst í vettvangs- rannsókn og starfsþjálfun í þróunarríki og fór hann til Víetnam þar sem hann starfaði fyrir Alþjóða- þróunarsjóð landbúnaðarins (International fund for agricultural development) sem er sjálfstæð stofnun en þó tengd Sameinuðu þjóðunum með samstarfssamningum. „Til- gangurinn var þríþættur,“ útskýrir Davíð. „Í fyrsta lagi var okkur uppálagt að vera í starfs- þjálfun svo við fengjum hagnýta reynslu, svo að vinna verkefni fyrir skólann og í þriðja lagi að gera okkar eigin rannsókn og byggja lokaritgerðina á henni.“ Davíð fór til landsins í ágúst og dvaldi þar til jóla en situr nú sveittur við skrif í Lundi enda styttist óðum í skiladag. Áhorfendur kringum Vesturlandabúana Hann fór með nokkrum samnemendum og var ferðinni fyrst heitið til höfuðborgarinnar Hanoi en síðar var haldið á fáfarnari slóðir. „Við fórum til héraðs sem heitir Tuyen Quang í þeim tilgangi að fylgjast með og hjálpa til við framkvæmd stöðukönnunar á áhrifum víð- tæks þróunarverkefnis sem fjármagnað er af sjóðnum og er beint að hinum allra fátækustu íbúum héraðsins. Markmiðið er að hjálpa þeim að hjálpa sér sjálfir við að auka fjöl- breytni afkomuleiða og tekjuöflunar, svo sem með míkrólánum, námskeiðahaldi í sjálfbærri skógrækt, húsdýrahaldi og ræktun nýrra plöntuafbrigða, starfsþjálfun og þar fram eftir götunum. Sérstök áhersla var lögð á þátt- töku kvenna og minnihluta þjóðernishópa.“ Seint verður sagt að Víetnamar séu einsleit þjóð en um 27 þjóðernishópar búa í landinu og talar hver þeirra sitt tungumál. Davíð átti eftir að komast að því að þessir hópar eru mismiklir um sig. „Við fórum til dæmis í 300 manna þorp þar sem Tuy-fólkið býr en þetta er eina þorpið í öllu landinu þar sem fólk af þessu þjóðarbroti býr. Eins komum við í þorp sem ber nafnið Blómahæð, eða Deo Hoa eins og það heitir á frummálinu, og ber nafn með rentu. Það þarf ekki að spyrja að því að okkur var tekið með kostum og kynjum hvar sem við komum. Gestrisnin, hlýjan og jafnvel undrunin skein úr svo að segja hverju andliti. Ef maður nam staðar lengur en svona tvær mínútur á rölti sínu í gegnum þorpin myndaðist undir eins smá áhorfendaskari barna og fullorðinna sem starði á okkur eins og naut á nývirki og fannst greinilega mikið til koma að fá Vesturlanda- búa í heimsókn. Ástæðan er sú að þau þorp sem við heimsóttum, og í raun héraðið allt, eru utan alfaraleiðar hvers kyns ferðalanga.“ Það kom Davíð á óvart að á þess- um framandi slóðum þar sem fátæktin var mikil skyldi menntun- arstig landsmanna vera mun hærra en ætla mætti í fyrstu. „Þeir hafa úr afar takmörkuðu að moða en grunn- skólasókn er almennt nokkuð góð og læsi er útbreitt. Um níutíu pró- sent fullorðinna eru læs, sem er nokkuð gott í fátæku landi. Menn komu því ekkert að tómum kofan- um hjá afskekktum bændum, sem vissu vel hvað klukkan sló í þjóð- málunum.“ Næstmesti hagvöxtur í heimi Davíð segir að Víetnamar hafi virst honum stoltir og bjartsýnir enda má segja að nú blási nokkuð byr- lega þó að vissulega sé fátæktin mikil. „Það hefur verið rosalegur uppgangur þarna. Hagvöxturinn hefur verið um sjö til níu prósent undanfarin ár og aðeins Kína getur státað af betri árangri hvað það varðar. Samfara þessu hefur mis- skipting farið vaxandi en það er þó stefna stjórnvalda að allir njóti góðs af og alls ekki loku fyrir það skotið að bændurnir sem ég sá í afskekkt- ustu dölum eigi eftir að gera það. Þarna er ég reyndar kominn að spurningunni sem ég er að velta fyrir mér í lokaritgerðinni; hvernig gengur Víetnömum að nýta þennan uppgang þannig að útkoman verði sem best fyrir alla landsmenn.“ Siðfágaðir en skála óspart í hrís- grjónavíni Davíð spyr sig einnig hvort þessa hagsæld megi þakka að í Víetnam hafi tekist að tvinna saman því besta úr kapítalisma og kommún- isma en kommúnistaflokkur lands- ins venti sínu kvæði í kross á níunda áratugn- um og opnaði markaði landsins. Þó að frelsisstraumar fari um landið er forræðis- hyggjan þó aldrei langt undan. „Sjónvarps- eign er útbreidd þó að fátæktin sé mikil og sá ég jafnvel gervihnattadisk á híbýlum í afskekktum þorpum,“ rifjar hann upp. „Hann náði þó aðeins ríkissjónvarpinu þar sem helsti dagsskrárliðurinn var fræðsluþáttur um landsins gagn og nauðsynjar ætlaður bænd- um og búaliði. En í öðru þorpi glumdi úr hátöl- urum, sem komið var fyrir miðsvæðis, alla daga milli 4 og 8 í eftirmiðdaginn fræðsluboðskapur um allt frá heil- brigðu líferni og uppeldisaðferð- um til mikilvægis góðra siða, ætt- jarðarástar og þess að yrkja jörðina. Fólk er enda almennt vel upplýst um þessa hluti, sem kemur sér vel þegar gera þarf sem mest úr takmörkuðum fjárráðum. En þrátt fyrir einbeittan áróður um góða siði var gjarnan skálað ótæpi- lega í heimagerðu hrísgrjónavíni með hádegismatnum og þurfti maður að sigla milli skers og báru ef maður ætlaði að koma einhverju í verk seinni part dags án þess þó að móðga nokkurn eða sýna van- þakklæti, en gestrisni bláfátækra bændanna á engan sinn líka.“ Lögreglan minnir bargesti á lokun Þessa birtingarmynd frelsis og forræðishyggju bar einnig að líta í höfuðborginni Hanoi. „Til dæmis þegar kemur að næturlífinu eða réttara væri að segja kvöldlífinu en það er múgur og margmenni á götum borgarinnar frá klukkan sjö til níu, þegar fer að kvíslast úr mannskapnum. Þó mega barir vera opnir til miðnættis. Skömmu fyrir lokun kemur lögreglan hins vegar akandi um framhjá öldurhúsunum með blikkandi ljós og minnir menn á að nú sé klukkan að verða tólf og tími til kominn að fara að drífa sig heim að lúlla. Ég sé það nú ekki fyrir mér að þetta myndi virka á Laugaveginum. Síðan eru til klúbb- ar sem eru í eigu æðri manna og eru opnir fram eftir nóttu. Tilvist þeirra er eiginlega opinbert leynd- armál, lögreglan veit af þessu en lítur framhjá þessu. Þó gerir lög- reglan rassíur þarna endrum og eins svona til málamynda. Mér er til dæmis minnisstætt þegar lög- reglan tók til hendinni á einum stað sem var með borð og stóla úti á götu í leyfisleysi. Lög- reglan lét menn taka allt klabbið inn en þeir svartklæddu voru ekki komnir fyrir horn þegar allt saman var komið út aftur eins og ekkert hefði í skorist. Svona gengur þetta fyrir sig en veitingamenn borga lögreglunni eitthvað fyrir að fá að hafa þetta tiltölulega óáreittir, enda er hún jafnan sveigjanleg í samningum þegar peningamenn eiga í hlut.“ Davíð segist sérstaklega sakna kaffisins í Víetnam, sem sé með eindæmum gott og kæmi sér vel nú þegar hann situr við skriftir og er að ljúka við mastersnámið. „Að því loknu ætla ég í doktorsnám í siðfræði en þó undir miklum áhrifum frá þróunarfræðinni enda af nógu að taka í þeim efnum,“ segir Davíð. ➜ MANNLÍF Efnahagur í ham í Víetnam Víetnam er að mörgu leyti land andstæðna. Þar ægir saman mörgum þjóðernishópum, fátækt er mikil en á sama tíma er hag- sæld er með mesta móti og svo virðist frelsi og forræðishyggja fara hönd í hönd. Davíð Sigurþórsson sagði Jóni Sigurði Eyjólfs- syni frá veru sinni í landinu þar sem hann kannaði iðandi mannlíf borgarinnar og hag fólks í afskekktustu sveitum. FÖGUR ER HLÍÐIN Davíð Sigurþórsson fór um fjallahéruð í Víetnam og var þar ótalmargt að sjá enda búa fjölmörg ólík þjóðarbrot á litlum svæðum. Gestrisni bænda var slík að hann mátti passa sig að verða ekki of kenndur þegar boðið var uppá mat og drykk. Á HRÍSGRJÓNAÖKRUNUM Þessar konur taka til hendinni á hrísgrjónaökrunum og ekki veitir af að bera hatta sem sæma starfinu. AFSKEKKT ÞORP EÐA HVAÐ? Þó mörg þorpanna væru afskekkt og fátækleg mátti þó sjá eitt og annað í þeim sem bar vott um annað. Til dæmis gervihnatta eins og sést á þaki eins hússins á þess- ari mynd. Einnig vissu bændur vel hvað klukkan sló þegar þjóðmálin báru á góma. MYND/DAVÍÐ SIGURÞÓRSSON En skömmu fyrir lok- un kemur lögreglan akandi um framhjá öld- urhúsunum með blikk- andi ljós og minnir menn á að nú sé klukkan að verða tólf og tími til kominn að fara að drífa sig heim að lúlla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.