Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 36
[ ]Sandalar og ermalaus bolur skulu vera í töskunni þegar haldið er til sólarlanda. Einnig er gott að hafa með sér sólgleraugu, handklæði og sólaráburð. Íslenskir fjallaleiðsögumenn hafa skipulagt ferð til Austur- Pýreneafjalla í lok apríl. „Þetta er fyrsta ferð Íslenskra fjallaleiðsögumanna til þessa gósenlands fjallaáhugafólks og er stefnan tekin inn í hjarta Katalón- íu, á sjálfan Canigou-tindinn, þjóð- artákn Katalóníubúa. Canigou- tindur rís tígulegur upp af grænum sléttum Prades, þar sem Miðjarð- arhafsloftslag og flóra ráða ríkj- um,“ segir Dagný Indriðadóttir leiðsögukona sem verður farar- stjóri í gönguferðinni. Á tindinum sjálfum má hins vegar gera ráð fyrir snjó og harð- gerðari plöntum enda rís hann í 2.784 metra hæð. Eins og gefur að skilja er gróðurfarið afar fjöl- breytt, og landslagið býsna ólíkt því sem við eigum að venjast, gljúfur, gil og granítveggir. „Það er fleira en landslag og gróðurfar sem hugað verður að en menning og hefðir Katalóna eru um margt áhugaverðar. Gisting er alla jafna í bændagistingu í fjallaþorpunum þar sem hægt er að fá líferni heimafólks nánast beint í æð, bragða á fjallaostum og dreypa á fjallavíni,“ útskýrir Dagný. Gengið verður í fimm daga og meðal annars á Canigou-tindinn. Alltaf er gengið á göngustígum sem gerir gönguna létta og þægi- lega. Þetta er ferð sem hentar öllum þeim sem hafa áhuga á því að kynnast nýju umhverfi og upp- lifa stórbrotið umhverfi. Öll leið- sögn verður í höndum heimafólks, sem gerir gæfumuninn þegar framandi staðir eru heimsóttir. Flogið veður til Barcelona í morg- unflugi og við lendingu tekur stað- arleiðsögumaður við hópnum og er fyrsti áfanginn akstur til þorps- ins Villefranche de Conflent, sjar- merandi sveitaþorps þar sem hin raunverulega ganga hefst. Allar nánari upplýsingar um ferðina er að finna á heimasíðu Íslenskra fjallaleiðsögumanna, www.fjallaleidsogumenn.is. mikael@frettabladid.is Gangan um Pýreneafjöllin er þægileg og létt og hæfir því öllum. Inn í hjarta Katalóníu Átján manna hópur á vegum Ferðafélags Íslands heldur í páskaferð á Hornstrandir. „Hornstrandir eru ólýsanlega heillandi heimur þar sem maður og náttúra verða eitt,“ segir Sig- rún Valbergsdóttir, annar tveggja leiðsögumanna í páskaferð Ferða- félags Íslands, þegar hún er innt eftir fróðleik um hið fyrirheitna land. Hún hefur dvalið á páskum á Hornströndum í tíu ár og á ekki erfitt með að fljúga þangað í hug- anum. Hinn leiðsögumaðurinn í páskaferðinni er Bragi Hannibals- son. Flogið verður til Ísafjarðar á skírdagsmorgun og farið beint með báti til Hesteyrar í Jökulfjörð- um. Þar verður gamli Læknisbú- staðurinn vakinn af vetrardvala því hann verður bústaður ferða- fólksins fram á annan í páskum. „Það er ekki síst fyrir töfra þessa húss sem tilhlökkunin er mikil vegna ferðarinnar. Það er ekki hægt að hugsa sér yndislegri íverustað og það í þessu magnaða umhverfi,“ segir Sigrún. Hún segir stefnt að löngum gönguferðum á hverjum degi, t.d. að Sléttu, Stað í Aðalvík og í Stakkadal. Einnig á nálæg fjöll, svo sem Nasa, Mann- fjall og Kagrafell. Allt segir hún þó háð veðri og færð. Annan í páskum er hópurinn sóttur að Hesteyri, tímanlega fyrir kvöldflug til Reykjavíkur. „Það eru forréttindi að komast í þessa ferð. Við verðum eflaust einangr- uð á svæðinu og eina lífveran sem við viljum ekki mæta þar er ísbjörn,“ segir Sigrún Valbergs- dóttir að lokum. - gun Heillandi heimur Læknishúsið er meðal þeirra húsa sem vitna um mannlífið á Hesteyri áður fyrr. MasterCard Mundu ferðaávísunina! BARCELONA Skíðagönguferð í Strút Skálavarsla í Básum alla Páskahelgina. Ógleymanleg ævintýri Á FERÐ UM HEIMINN KILIMANJARO 7. - 22. júní Mt. BLANC 21. -29. júní UMHVERFIS Mt. BLANC 1. - 9. Júlí SUÐUR GRÆNLAND 18. - 25. júlí 25. júlí - 1. ágúst örfá sæti laus 1. - 8. ágúst MAROKKÓ 6. - 13. september NEPAL 18. október - 10. nóvember www.fjallaleidsogumenn.is sími: 587 9999 Sp ör - R ag nh ei ðu r Á gú st sd ót ti r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.