Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 60
● hús&heimili Svart fyrir börnin Hermann hefur úr miklu að moða í klósettbókmenntum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Til er fólk hér á landi sem heldur klósettbókmenntum á lofti. Sumir gera ekkert í þessu á meðan aðrir leggja mikið í þessa tegund bók- mennta og einn af þeim er Her- mann Fannar Gíslason, starfs- maður á plani hjá N1 og liðsmaður KF-Nörd. Hermann hefur miklar skoðanir á klósettbókmenntum og segir að þar eigi fólk ekki að lesa hvað sem er. „Klósettbókmenntir eru einar mikilvægustu bókmenntir sem til eru. Þetta er tími til þess að slaka aðeins á og er því tilvalið að leggj- ast í smá lestur,“ segir Hermann stoltur og heldur áfram: „Vinsæl- asta efnið sem ég les eru fræði- bækur og -blöð. Svo verða ýmsar teiknimyndasögur fyrir valinu þegar þannig liggur á manni.“ Hermann segir það afar mikil- vægt að lesa eitthvað létt en ekki vera með miklar bókmenntir sem fólk gleymir sér í. „Manni er nú skylt að bera virðingu fyrir öðrum íbúum heimilisins með því að sitja ekki lengi við lestur. Svo las ég um daginn í einu fræðiriti að það er ekki hollt að sitja of lengi,“ út- skýrir Hermann fræðilega og bætir við að hann hafi lært margt annað við iðju þessa. Heima fyrir hefur Hermann hillu fyrir klósettbókmenntir sínar og telur það mikið þarfaþing, sem eigi að vera til á öllum klósettum landsins. Hann gerir sitt besta til að endurnýja lesefnið svo það sé alltaf ferskur fróðleikur í boði. „Oft hefur verið tilfellið hjá mér að ég gríp í sjampóbrúsa þegar ég hef lesið allt fram og til baka og einnig ef ég hef verið latur við að endurnýja lesefnið,“ segir hann. - mmr Gott er að grípa í bók verði manni brátt í brók ●HÚSGÖGN Barnahúsgögn eru gjarnan í sterkum litum en hollenski vöruhönnuðurinn Ineke Hans hannaði húsgögn fyrir börn í svörtu. Hún ákvað að hafa þau svört eftir að hún komst að því í gegnum vinnu sína að flest efnin sem hún notar fást bara í hvítu, svörtu og beisbrúnu. Einnig fannst henni skipta máli sú staðreynd að börn bregðast ekki eingöngu við litum heldur líka við formum og tækifærunum sem hluturinn býður upp á við leik. Í svörtu barnalínunni Black beauties hannaði hún þrettán hluti úr endurunnu svörtu plasti sem þola vel að vera úti, mega blotna og upplitast ekki í sól. Litli rugguhesturinn hentar börnum frá eins árs aldri og uppúr. - rat Fólk með skerta starfsorku, fatlaðir og hreyfihamlaðir, geta fengið aukalán til að gera breytingar á íbúðarhúsnæði eða til að kaupa eða byggja húsnæði vegna sérþarfa sinna. Lánið kemur til viðbótar 18 milljóna króna hámarksláni Íbúðalánasjóðs. Einnig er heimilt að veita aukalán til forsvarsmanna þeirra sem búa við sérþarfir. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs www.ils.is, ils@ils.is eða í síma 569 6900 og 800 6969. 90% af kaupverði eða byggingarkostnaði 80% af viðbótar- og endurbótakostnaði 100% af brunabótamati og lóðarmati Lánamöguleikar vegna sérþarfa: Hámarksupphæð 5 milljónir Vextir 5,75% eða 5,50% með uppgreiðsluákvæði Lántökugjald 0,5% af lánsupphæðinni 15. MARS 2008 LAUGARDAGUR20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.