Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 73
LAUGARDAGUR 15. mars 2008 33 stráka. Gaukur er prýðisdrengur og Ómar er æskufélagi minn þannig að ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. En ég hef líka mar- goft sagt við Ómar að ferilsskrá Impregilo sé drulluskítug og jafnvel blóðug á köflum. Þannig að ég skil alveg hvað Gaukur var að fara með því sem hann sagði. Fyrir utan hvað þetta er þungur dómur. 800.000 kall? Það er sá peningur sem fólk væri ánægt með að fá hér á landi eftir verstu hugsanlegu barsmíðar og nauðg- un. Silja: Já, þetta var þungur dómur. En hvað eftirminnilegustu móðg- unarummælin varðar þá verð ég að kjósa „Vélstrokkað tilberas- mjör“, sem var heill ritdómur Guðmundar Finnbogasonar um Vefarann mikla frá Kasmír. Það er að vísu mjög langt síðan en hefur eitthvað verið sagt ógeðs- legra? Erpur: Já, það er frekar viðbjóðs- legt. Mér fannst fyndið þegar Halldór Blöndal sagði að Össur væri skeggjúði. Það er stundum eins og Íslendingar geri sér ekki grein fyrir því hvað það orð þýðir í sögunni. Enda eru hvað – tveir gyðingar eða eitthvað á landinu. En svo elska ég Steingrím Joð og allt það sem hann getur látið út úr sér – eins og að kalla Davíð druslu. Silja: Já, og hvað sagði Ólafur Ragnar aftur um Davíð… skítlegt eðli? Erpur: Einmitt. Mér finnst reynd- ar margt verra hægt að segja en það. Silja: Ég myndi ekki vilja láta segja það um mig! Eðli er eitt- hvað sem þú getur ekki breytt. Neðanjarðarrúnk Bigga Og að fleiri netdeilum – því nú virðist kóngurinn sjálfur, Bubbi Morthens, vera farinn að svara fyrir sig á vefsíðunni sinni og á stuttum tíma komist tvisvar í fréttirnar fyrir það. Haldið þið að Bubbi sé í verra skapi en venju- lega eða bara farinn að nýta sér internetið í auknum mæli? Og við hvaða núlifandi Íslending mynd- uð þið helst kjósa að lenda í rit- deilu við – yrðuð þið? Erpur: Með Bubba held ég að það sé sitt lítið af hvoru. Silja: Finnst þér hann vera illvíg- ur? Erpur: Mér finnst smá pirringur í honum, já. Silja: Ég hef að vísu bara séð ljúfu hliðarnar á honum undan- farið, en það sem ég held að hafi gerst er að hann fann kraftinn í sér til að skrifa. Hann hefur nátt- úrlega verið drulluhræddur við að tjá sig sjálfur í rituðu máli í gegnum tíðina vegna þess að hann er skrifblindur. En með útgáfu sinni fyrir jól á veiðisög- unum fékk hann að ég held orku- sprautu í rassinn. Ég veit til dæmis að hann hefur svo oft langað til að taka þátt í skriflegu umræðunni í þjóðfélaginu – og ekki þorað. Hann hefur nú öðlast nýja trú á sjálfan sig og er að lifa hana svolítið. Ég hugsa að hann róist. Erpur: Það mæðir auðvitað svo- lítið á honum núna. Hann er að gera sjónvarpsþátt sem skiptar skoðanir eru um og hann er að gera ýmsa hluti sem hann hefur ekki verið að gera áður, sjón- varpsauglýsingar og annað slíkt. Það eru margir ósáttir við það – fólk sem ber virðingu fyrir honum og hefur fylgt honum frá fyrsta degi. Það getur verið að það sé líka að pirra hann. Silja: Hann er ábyggilega mjög áreittur. Ekki bara í fjölmiðlum heldur líka persónulega og það er eflaust rosalega pirrandi og það veistu örugglega Erpur betur en ég. Erpur: Já, já, ég skil alveg hvað hann er að fara. Og þegar Biggi í Maus, sem hefur ekki komið upp ófalskri nótu, ætlar að fara að tala um Bubba opinberlega …. Silja: ... já, segja að hann hafi ekki skipt neinu máli? Erpur: Einmitt. Þegar þú hoppar um borð í þennan trukk sem er að deila við Bubba er vissara að vera ekki að skrifa eitthvað bull. Og það að segja að Bubbi hafi aldrei verið leiðandi í tónlist er auðvitað mesta djöflasýra sem hægt er að spýta út úr sér og dæmir Bigga um leið úr leik. Ef þú segir að Das Kapital, Utan- garðsmenn, Egó sem og fyrstu sólóplöturnar hafi ekki verið mótandi afl ertu að falsa söguna. Biggi skrifar að Bubbi hafi hang- ið aftan í því sem aðrir mótuðu – en það er bara eitthvað neðan- jarðarrúnk í Bigga – það er eins og honum finnist að tónlistar- menn sem selji fleiri en sjö ein- tök af plötunni sinni séu antí- kristur. Silja: Já, það er rangt. Hvað var Biggi einmitt gamall þegar Ísbjarnarblús kom út? Ég var allavega þar. Og ég gleymi því aldrei nokkurn tíma þegar ég heyrði í honum fyrst, aldrei. Það var bara opinberun. Erpur: Og líka textagerðin – hún fór á annað level. Silja: Akkúrat. Hvað var eigin- lega verið að syngja um áður? Það verður ekki tekið af Bubba sem hann hefur gert. Erpur: Ég er alls ekki sammála öllu því sem Bubbi hefur sagt og gert, mér fannst til dæmis út í hött hvernig hann réðst á Dóra DNA, en Biggi í rauninni fór þarna á hnén og bauð upp á hnakkaskot frá Bubba. Silja: En ef ég ætti að velja mér einhvern til að lenda í ritdeilu við myndi ég kjósa einhvern sem mér er vel við og það yrði þá Dagný Kristjánsdóttir bók- menntafræðingur. Myndum við þá sennilega deila um kvenna- bókmenntir. Erpur: Væri ekki bara fínt að lenda í ritdeilu við einhvern sem vantar hendurnar á? Veiðivörð- urinn við Apavatn væri líka prýðilegur kandídat í ritdeilu um þau vörusvik sem felast í því að gefa sig út fyrir að bjóða upp á apa en vera síðan bara með ein- hverjar slakar bleikjur. Endurgreiðsla fyrir leiðinlega máls- hætti Að lokum. Páskarnir eru á næsta leiti. Ef þið ættuð að velja tvo málshætti til að setja í öll páska- egg þjóðarinnar – hvaða máls- hætti mynduð þið stinga inn í eggin? Og hver er leiðinlegasti málshátturinn að ykkar mati? Silja: Þeir málshættir sem ég myndi velja inn í páskaegg þjóð- arinnar koma náttúrlega hjá mér í beinu framhaldi af þjóðfélags- ástandinu – Margur verður af aurum api – Fleira má bíta en feita steik. Erpur: Fyrstan myndi ég setja þennan: Sá sem alltaf gengur í bestu fötunum sínum á ekki spariföt. Það er ekkert gaman ef maður getur alltaf borðað humar og steik og þessir nýríku halar eru ekki alveg búnir að fatta það. Þessi er líka góður: Örbirgan vantar margt, en á gjarnan allt. Það er aldrei hægt að svala græðgi. Hún er ómettandi og þar af leiðandi kolröng leið að ham- ingju. Silja: En leiðinlegasti málshátt- urinn. Þegar ég var barn var sparnaðarhugsjónin auðvitað ennþá í gangi. Verðbólgan var þó byrjuð að ráðast á hana en þó var enn sagt: Græddur er geymdur eyrir þegar maður græddi nátt- úrlega ekkert á því að geyma eyrinn. Mér finnst það virkilega „sikk“ málsháttur. Erpur: Já, haha, ég er sammála þér. Sá leiðinlegasti finnst mér þessi: Nú er það af sem áður var. Það er með öllu tilgangslaust að segja þetta. Bara eins og að segja: „Höfuð, herðar, hné og tær“ og selja Nóa og Siríus það sem málshátt. Ég myndi biðja um endurgreiðslu ef ég fengi svona málshátt í páskaeggið mitt. P IP A R • S ÍA • 8 0 58 8 • Lj ós m yn d : K ris sy Ísland – Færeyjar Fyrsti A-landsleikur karla í fótbolta innanhúss fer fram í nýju og glæsilegu knatthúsi við Vallakór í Kópavogi sunnudaginn 16. mars kl. 16.00 í Kórnum í Kópavogi Kórinn er 14.457 m2 að heildarflatarmáli, tekur 2000 áhorfendur í sæti og verður frábær umgjörð um vináttulandsleik Íslendinga og Færeyinga. Íþróttahöllin er jafnframt sérhönnuð til tónleikahalds með tilliti til hljóðvistar og getur tekið allt að 19 þúsund gesti. Enn fremur hentar hún til sýninga- og ráðstefnuhalds. Knattspyrnuakademía Íslands annast rekstur hússins. Miðasala á landsleik Íslands og Færeyja fer fram gegnum miða- sölukerfi hjá midi.is. Kórinn Vatnsendavegur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.