Fréttablaðið - 16.03.2008, Page 11

Fréttablaðið - 16.03.2008, Page 11
SUNNUDAGUR 16. mars 2008 11 Alþjóðahúsið gerði nýjan samn- ing við Reykjavíkurborg á föstu- daginn síðastliðinn. Samningur- inn kveður á um starfsemi í Efra- Breiðholti og gildir til eins árs. Reykjavíkurborg mun sam- kvæmt samningnum leggja 30 milljónir króna til starfseminn- ar sem er 10 milljónum krónum meira en á síðasta ári. Síðastlið- in sjö ár hefur Reykjavíkurborg greitt til starfsemi Alþjóðahúss eða frá árinu 2001. Ein veigamesta nýjungin í samningnum er umsjón Alþjóðahúss með menningar-og frístundastarfsemi erlendra íbúa í Efra-Breiðholti. Þar verður lögð sérstök áhersla á starfsemi fyrir börn og fjölskyldur þeirra og náið samráð verður haft við íbúa í Efra- Breiðholti um mótun starfseminn- ar. Þá verður reglubundið samstarf við helstu borgarstofnanir í hverf- inu, en verið er að leita að hent- ugu húsnæði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavík- urborg fyrir helgi. Í samningnum er enn fremur kveðið á um að Alþjóðahús annist aðstoð og ráðgjöf við Reykjavík- urborg um útgáfu kynningarefn- is um þjónustu borgarinnar. Í því skyni mun Alþjóðahús bera ábyrgð á þýðingu kynningarefnisins á 10 tungumálum. Með samningnum vill Reykjavíkurborg styðja við öfluga starfsemi Alþjóðahúss og stuðla að því að íbúar nýti kosti fjölmenningarlegs samfélags þar sem jafnrétti og gagnkvæm virð- ing einkennir samskipti fólks af ólíkum uppruna. Einnig er mik- ilvægt að gera útlendingum sem flutt hafa til borgarinnar kleift að taka virkan þátt í íslensku samfé- lagi með aðkomu Alþjóðahúss. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Alþjóðahúss. www.ahus.is Alþjóðahúsið í Efra-Breiðholti SAMIÐ UM FJÖLMENNINGU Í EFRA-BREIÐHOLTI Einar Skúlason hjá Alþjóðahúsinu ásamt Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra. Íþróttasamband fatlaðra og Vetr- aríþróttamiðstöð Íslands á Akur- eyri hafa staðfest formlegt sam- starf við Winter Park í Colorado. Samstarfið kveður á um þróunar- starf á sviði vetraríþrótta- og úti- vistar fyrir fatlaða. Tengsl mynduðust við Winter Park í kjölfar námskeiðs árið 2006. Þá var fulltrúi Winter Park í hópi leiðbeinenda frá Challenge Aspen, sem hafa verið samstarfs- aðilar Íþróttasambands fatlaðra og Vetraríþróttamiðstöðvar und- anfarin ár. Erna Friðriksdóttir sem er frá Egilsstöðum og hreyfi- hömluð, æfir nú og keppir í Winter Park. Á fundi í Hlíðarfjalli fyrir skömmu var rætt samstarf á sviði fræðslu og þjálfunar. Þessi fund- ur var haldinn í tengslum við nám- skeið sem fram fór í Hlíðarfjalli um þarsíðustu helgi. Fjórtán fatl- aðir einstaklingar sóttu námskeið- ið sem haldið var á vegum ÍF, VM og Winter Park. Einn af forstöðumönnum Winter Park, Beth Fox, var aðalleiðbein- andi en aðrir leiðbeinendur voru íslenskir. Á námskeiðinu voru bæði börn og fullorðnir með mismunandi fötlun. Mjög erfitt hefur reynst að ná til blindra einstaklinga og er því mikill sigur að fá í fyrsta skipti blindan einstakling til þátttöku að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá forsvarsmönnum. Fyrsti blindi þátttakandinn var Bergvin Oddsson en í kjölfarið fylgdi for- maður Öryrkjabandalag Íslands, Halldór Guðbergsson, sem er sjónskertur. Hann var einnig þátt- takandi á námskeiðinu. Blindir og sjónskertir keppa á Paralympics, bæði í norrænum greinum og alpagreinum. Einn- ig er fjölmargt blint fólk erlendis sem stundar skíði sér til gamans eins og aðrir. Í fyrsta skipti var einnig kennt á snjóbretti en óskað var eftir því fyrir hreyfihamlaðan dreng og gekk það mjög vel. Fatlaðir komast á skíði SKÍÐASTUÐ Í HLÍÐARFJALLI Fatlað- ir skíðamenn á öllum aldri fá nú möguleika á að stunda skíðaíþróttina á Íslandi. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 3 3 7 Tökum við umsóknum núna www.hr.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.