Fréttablaðið - 16.03.2008, Síða 11

Fréttablaðið - 16.03.2008, Síða 11
SUNNUDAGUR 16. mars 2008 11 Alþjóðahúsið gerði nýjan samn- ing við Reykjavíkurborg á föstu- daginn síðastliðinn. Samningur- inn kveður á um starfsemi í Efra- Breiðholti og gildir til eins árs. Reykjavíkurborg mun sam- kvæmt samningnum leggja 30 milljónir króna til starfseminn- ar sem er 10 milljónum krónum meira en á síðasta ári. Síðastlið- in sjö ár hefur Reykjavíkurborg greitt til starfsemi Alþjóðahúss eða frá árinu 2001. Ein veigamesta nýjungin í samningnum er umsjón Alþjóðahúss með menningar-og frístundastarfsemi erlendra íbúa í Efra-Breiðholti. Þar verður lögð sérstök áhersla á starfsemi fyrir börn og fjölskyldur þeirra og náið samráð verður haft við íbúa í Efra- Breiðholti um mótun starfseminn- ar. Þá verður reglubundið samstarf við helstu borgarstofnanir í hverf- inu, en verið er að leita að hent- ugu húsnæði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavík- urborg fyrir helgi. Í samningnum er enn fremur kveðið á um að Alþjóðahús annist aðstoð og ráðgjöf við Reykjavík- urborg um útgáfu kynningarefn- is um þjónustu borgarinnar. Í því skyni mun Alþjóðahús bera ábyrgð á þýðingu kynningarefnisins á 10 tungumálum. Með samningnum vill Reykjavíkurborg styðja við öfluga starfsemi Alþjóðahúss og stuðla að því að íbúar nýti kosti fjölmenningarlegs samfélags þar sem jafnrétti og gagnkvæm virð- ing einkennir samskipti fólks af ólíkum uppruna. Einnig er mik- ilvægt að gera útlendingum sem flutt hafa til borgarinnar kleift að taka virkan þátt í íslensku samfé- lagi með aðkomu Alþjóðahúss. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Alþjóðahúss. www.ahus.is Alþjóðahúsið í Efra-Breiðholti SAMIÐ UM FJÖLMENNINGU Í EFRA-BREIÐHOLTI Einar Skúlason hjá Alþjóðahúsinu ásamt Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra. Íþróttasamband fatlaðra og Vetr- aríþróttamiðstöð Íslands á Akur- eyri hafa staðfest formlegt sam- starf við Winter Park í Colorado. Samstarfið kveður á um þróunar- starf á sviði vetraríþrótta- og úti- vistar fyrir fatlaða. Tengsl mynduðust við Winter Park í kjölfar námskeiðs árið 2006. Þá var fulltrúi Winter Park í hópi leiðbeinenda frá Challenge Aspen, sem hafa verið samstarfs- aðilar Íþróttasambands fatlaðra og Vetraríþróttamiðstöðvar und- anfarin ár. Erna Friðriksdóttir sem er frá Egilsstöðum og hreyfi- hömluð, æfir nú og keppir í Winter Park. Á fundi í Hlíðarfjalli fyrir skömmu var rætt samstarf á sviði fræðslu og þjálfunar. Þessi fund- ur var haldinn í tengslum við nám- skeið sem fram fór í Hlíðarfjalli um þarsíðustu helgi. Fjórtán fatl- aðir einstaklingar sóttu námskeið- ið sem haldið var á vegum ÍF, VM og Winter Park. Einn af forstöðumönnum Winter Park, Beth Fox, var aðalleiðbein- andi en aðrir leiðbeinendur voru íslenskir. Á námskeiðinu voru bæði börn og fullorðnir með mismunandi fötlun. Mjög erfitt hefur reynst að ná til blindra einstaklinga og er því mikill sigur að fá í fyrsta skipti blindan einstakling til þátttöku að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá forsvarsmönnum. Fyrsti blindi þátttakandinn var Bergvin Oddsson en í kjölfarið fylgdi for- maður Öryrkjabandalag Íslands, Halldór Guðbergsson, sem er sjónskertur. Hann var einnig þátt- takandi á námskeiðinu. Blindir og sjónskertir keppa á Paralympics, bæði í norrænum greinum og alpagreinum. Einn- ig er fjölmargt blint fólk erlendis sem stundar skíði sér til gamans eins og aðrir. Í fyrsta skipti var einnig kennt á snjóbretti en óskað var eftir því fyrir hreyfihamlaðan dreng og gekk það mjög vel. Fatlaðir komast á skíði SKÍÐASTUÐ Í HLÍÐARFJALLI Fatlað- ir skíðamenn á öllum aldri fá nú möguleika á að stunda skíðaíþróttina á Íslandi. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 3 3 7 Tökum við umsóknum núna www.hr.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.