Fréttablaðið - 16.03.2008, Síða 25

Fréttablaðið - 16.03.2008, Síða 25
7 MENNING slíkt aðdráttarafl að hún kalli á skömmum tíma til þúsundir áhorf- enda. Svo dæmi séu tekin: La Traví- ata var sýnd hér á sextán sýningar- kvöldum fyrir á milli sjö og átta þúsund gesti. Með sömu aðsókn hefði mátt sýna óperuna í stóra salnum í Tónlistarhúsinu fyrir 1500 gesti á kvöldi á fimm sýningar- kvöldum á tveimur vikum. Hafa forráðamenn í Þjóðleik- húsi, hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Íslensku óperunni tekið þennan möguleika með í áætlunum sínum? Nei. Það er hættulegt fyrir Íslensku óperuna ef hún efnir ekki til full- burða sýningar í húsinu á fyrsta starfsári þess og Sinfóníuhljóm- sveit Íslands komi beint að slíkum viðburði. Takist vel um óperuflutn- ing einu sinni í Tónlistarhúsi þarf ekki að velta fyrir sér draumi Kópavogsmanna að reisa þar óperu- og söngleikjahús. Annmarkar Hvaða ljón eru á veginum fyrir rekstri á stórsýningum í Tónlistar- húsinu? Helgi S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Portus, segir þá stefna að því að húsið verði nýtt til stórra sviðsetninga. Áhugi á að fá þar inn óperur og söngleiki sé ríkur og allt verði gert til að gera húsið að heimili fyrir sviðsverk. Í frágangi salarins stóra er litið til allra þátta í þörfum stórra sviðs- verka þótt þau deili sviðinu með annarri starfsemi. Ekki er vitað hvaða augum for- ráðamenn Sinfóníunnar líta rekst- ur í salnum af þessu tagi sem yrði heldur betur búhnykkur fyrir félaga þeirra í hópi tónlistar- manna, og spilara í Sinfóníunni: hverjir aðrir munu sitja þar í gryfju á tuttugu til þrjátíu sýning- arkvöldum á vinsælum verkum? Ekki er vitað hvaða kjör bjóðast framleiðendum sýninga til langra sýningarskeiða í húsinu en það mun eðlilega miðast við almenn kjör og sérkjör Sinfóníunnar. Það er því ljóst að dyr Tónlistar- hússins eru galopnar fyrir sviðs- verkum sem hafa aðdráttarafl fyrir fjöldann. Þannig fyllist húsið af fólki, dag eftir dag, viku eftir viku, árið um kring og verður ekki tóm skel. ■ Tónlistar og ráðstefnu- húsið í Reykjavík er 28 þúsund fermetrar að flatarmáli. ■ Það rís á lóð sem er sex hektarar en auk þess verða aðrar byggingar á lóðinni: hótel, bílastæði, viðskiptamiðstöð og höf- uðstöðvar landsbankans ■ Bílastæði við þennan byggingakjarna verða 1600. ■ Kostnaður við byggingu Tónlistarhúss var áætl- aður 14 miljarðar. Fram- kvæmdir á öllu svæðinu voru á sínum tíma metnar á 60 miljarða. ■ Bygging Tónlistarhússins er framkvæmd af einkaað- ilum samkvæmt samningi Portuisar og Austurhafnar sem er í eigu ríkissjóðs og borgarsjóðs. ■ Eigandi hússins og rekstr- araðili verður Eignar- haldsfélagið Portus sem ríkið greiðir árlegt gjald til í rekstur hússins næstu 35 ár. Eigendur Portus eru Landsbankinn og Nýsir hf. ■ Húsið verður heimili Sinfóníuhljómveitar Íslands og eru í húsinu æfingasalir og skrifstofur fyrir hljómsveitina. Hún hefur yfir að ráða stóran æfingasal. Hljómsveitin hefur gert leigusamning við húseigendur til 35 ára. ■ Fjórir salir eru stærstir í húsinu: sá stærsti er sérhannaður hljómleika og sýningasalur sem tekur mest 1800 gesti í sæti. ■ Næst stærstur sala hússins er ráðstefnusalur sem getur hýst tónleika og rýmir 1000 standandi gesti en mest 750 sitjandi gesti. Honum má skipta upp í tvo minni sali. ■ Þriðji salurinn er æfing- arsalur sinfóníunnar og getur tekið ríflega 400 gesti í sæti. ■ Fjórði salurinn tekur 180 gesti og hefur verið kall- aður einleikarasalur ■ Áætluð vígsla hússins var fyrirhuguð í desember 2009. í mars 2010 er sextíu ára afmæli sinfón- íunnar og 40 ára afmæli listahátíðar er í mai 2010. M YN D /A U STU RH Ö FN Tónlistarhúsið séð úr lofti við Austur- höfnina. Myndin sýnir ekki skipulags- breytingar á Lækjartorgi, en gefur vel til kynna það byggingarmagn sem fyrirhugað er að rísi á umráðasvæði Portus Group á svæðinu. Seðlabanka- húsið er smábygging miðað við önnur hús sem þarna munu rísa.. Myndin er frá upphafsdögum kynningar á verkinu. Mynd/Portus Group. Vígaguðinn e. Yasminu Reza „Eitursnjallt leikrit." Gerður Kristný, Mannamál/Stöð 2, 10/2 „...Sýningin er besta skemmtun.“ Þröstur Helgason, Lesbók Mbl., 9/2 Á öllum sviðum lífsins Frábærar sýningar á fjölunum Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á leikhusid.is Minnum á gjafakortin og miðasölu á netinu „Þetta var ekki hefðbundin kvöldvaka." Elísabet Brekkan, FBL, 13/2 ,Hafi maður efast um að Sólarferð Guðmundar væri rétta verkið til að endurnýja kynni íslenskra áhorfenda við texta hans þá sópar sýningin öllum efasemdum úr huganum." María Kristjánsdóttir, MBL, 17/2. „Skilaboðaskjóðan er óhemju frumlegt, fjörugt og fallegt verk, og þessi uppsetning á skilið að lifa lengi." Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is. Sólarferð e. Guðmund Steinsson Engisprettur e. Biljana Srbljanovic Frumsýning á Stóra sviðinu 27.mars Baðstofan e. Hugleik Dagsson Skilaboðaskjóðan e. Þorvald Þorsteinsson Ath. Miðasalan verður lokuð yfir páskana
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.