Fréttablaðið - 16.03.2008, Page 25

Fréttablaðið - 16.03.2008, Page 25
7 MENNING slíkt aðdráttarafl að hún kalli á skömmum tíma til þúsundir áhorf- enda. Svo dæmi séu tekin: La Traví- ata var sýnd hér á sextán sýningar- kvöldum fyrir á milli sjö og átta þúsund gesti. Með sömu aðsókn hefði mátt sýna óperuna í stóra salnum í Tónlistarhúsinu fyrir 1500 gesti á kvöldi á fimm sýningar- kvöldum á tveimur vikum. Hafa forráðamenn í Þjóðleik- húsi, hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Íslensku óperunni tekið þennan möguleika með í áætlunum sínum? Nei. Það er hættulegt fyrir Íslensku óperuna ef hún efnir ekki til full- burða sýningar í húsinu á fyrsta starfsári þess og Sinfóníuhljóm- sveit Íslands komi beint að slíkum viðburði. Takist vel um óperuflutn- ing einu sinni í Tónlistarhúsi þarf ekki að velta fyrir sér draumi Kópavogsmanna að reisa þar óperu- og söngleikjahús. Annmarkar Hvaða ljón eru á veginum fyrir rekstri á stórsýningum í Tónlistar- húsinu? Helgi S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Portus, segir þá stefna að því að húsið verði nýtt til stórra sviðsetninga. Áhugi á að fá þar inn óperur og söngleiki sé ríkur og allt verði gert til að gera húsið að heimili fyrir sviðsverk. Í frágangi salarins stóra er litið til allra þátta í þörfum stórra sviðs- verka þótt þau deili sviðinu með annarri starfsemi. Ekki er vitað hvaða augum for- ráðamenn Sinfóníunnar líta rekst- ur í salnum af þessu tagi sem yrði heldur betur búhnykkur fyrir félaga þeirra í hópi tónlistar- manna, og spilara í Sinfóníunni: hverjir aðrir munu sitja þar í gryfju á tuttugu til þrjátíu sýning- arkvöldum á vinsælum verkum? Ekki er vitað hvaða kjör bjóðast framleiðendum sýninga til langra sýningarskeiða í húsinu en það mun eðlilega miðast við almenn kjör og sérkjör Sinfóníunnar. Það er því ljóst að dyr Tónlistar- hússins eru galopnar fyrir sviðs- verkum sem hafa aðdráttarafl fyrir fjöldann. Þannig fyllist húsið af fólki, dag eftir dag, viku eftir viku, árið um kring og verður ekki tóm skel. ■ Tónlistar og ráðstefnu- húsið í Reykjavík er 28 þúsund fermetrar að flatarmáli. ■ Það rís á lóð sem er sex hektarar en auk þess verða aðrar byggingar á lóðinni: hótel, bílastæði, viðskiptamiðstöð og höf- uðstöðvar landsbankans ■ Bílastæði við þennan byggingakjarna verða 1600. ■ Kostnaður við byggingu Tónlistarhúss var áætl- aður 14 miljarðar. Fram- kvæmdir á öllu svæðinu voru á sínum tíma metnar á 60 miljarða. ■ Bygging Tónlistarhússins er framkvæmd af einkaað- ilum samkvæmt samningi Portuisar og Austurhafnar sem er í eigu ríkissjóðs og borgarsjóðs. ■ Eigandi hússins og rekstr- araðili verður Eignar- haldsfélagið Portus sem ríkið greiðir árlegt gjald til í rekstur hússins næstu 35 ár. Eigendur Portus eru Landsbankinn og Nýsir hf. ■ Húsið verður heimili Sinfóníuhljómveitar Íslands og eru í húsinu æfingasalir og skrifstofur fyrir hljómsveitina. Hún hefur yfir að ráða stóran æfingasal. Hljómsveitin hefur gert leigusamning við húseigendur til 35 ára. ■ Fjórir salir eru stærstir í húsinu: sá stærsti er sérhannaður hljómleika og sýningasalur sem tekur mest 1800 gesti í sæti. ■ Næst stærstur sala hússins er ráðstefnusalur sem getur hýst tónleika og rýmir 1000 standandi gesti en mest 750 sitjandi gesti. Honum má skipta upp í tvo minni sali. ■ Þriðji salurinn er æfing- arsalur sinfóníunnar og getur tekið ríflega 400 gesti í sæti. ■ Fjórði salurinn tekur 180 gesti og hefur verið kall- aður einleikarasalur ■ Áætluð vígsla hússins var fyrirhuguð í desember 2009. í mars 2010 er sextíu ára afmæli sinfón- íunnar og 40 ára afmæli listahátíðar er í mai 2010. M YN D /A U STU RH Ö FN Tónlistarhúsið séð úr lofti við Austur- höfnina. Myndin sýnir ekki skipulags- breytingar á Lækjartorgi, en gefur vel til kynna það byggingarmagn sem fyrirhugað er að rísi á umráðasvæði Portus Group á svæðinu. Seðlabanka- húsið er smábygging miðað við önnur hús sem þarna munu rísa.. Myndin er frá upphafsdögum kynningar á verkinu. Mynd/Portus Group. Vígaguðinn e. Yasminu Reza „Eitursnjallt leikrit." Gerður Kristný, Mannamál/Stöð 2, 10/2 „...Sýningin er besta skemmtun.“ Þröstur Helgason, Lesbók Mbl., 9/2 Á öllum sviðum lífsins Frábærar sýningar á fjölunum Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á leikhusid.is Minnum á gjafakortin og miðasölu á netinu „Þetta var ekki hefðbundin kvöldvaka." Elísabet Brekkan, FBL, 13/2 ,Hafi maður efast um að Sólarferð Guðmundar væri rétta verkið til að endurnýja kynni íslenskra áhorfenda við texta hans þá sópar sýningin öllum efasemdum úr huganum." María Kristjánsdóttir, MBL, 17/2. „Skilaboðaskjóðan er óhemju frumlegt, fjörugt og fallegt verk, og þessi uppsetning á skilið að lifa lengi." Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is. Sólarferð e. Guðmund Steinsson Engisprettur e. Biljana Srbljanovic Frumsýning á Stóra sviðinu 27.mars Baðstofan e. Hugleik Dagsson Skilaboðaskjóðan e. Þorvald Þorsteinsson Ath. Miðasalan verður lokuð yfir páskana

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.