Fréttablaðið - 16.03.2008, Page 59

Fréttablaðið - 16.03.2008, Page 59
ATVINNA SUNNUDAGUR 16. mars 2008 291 Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík leitar að jarð- vísindamönnum til að ganga til liðs við hóp verkfræðinga og vísinda- manna á sviði sjálfbærrar orkunotkunar. Verkefnið felst í uppbyggingu rannsókna í jarðeðlisfræði og jarðefnafræði tengdri jarðvarmanýtingu, auk kennslu í BSc–námi í verkfræði og framhaldsnámi, meðal annars í tengslum við Orku- skólann REYST. Háskólinn í Reykjavík tryggir starfsmönnum stuðning og aðstöðu til að byggja upp öfluga rannsóknarstarfsemi. Ráðið verður í stöðu lektors, dósents eða prófessors og verður starfs- heitið ákvarðað út frá hæfnismati. Við bjóðum samkeppnishæf laun og gott starfsumhverfi á ört vaxandi og skemmtilegum vinnustað. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 5 0 4 Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Gunnar Guðna Tómasson deildar- forseta tækni- og verkfræðideildar (gunnargt@ru.is). Umsóknir skulu sendar á netfangið appl@ru.is fyrir 25. mars, og skulu fela í sér starfsferilskrá, lista yfir birtar rannsóknir, lýsingu á kennslureynslu og upplýsingar um umsagnaraðila. JARÐVÍSINDI VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka sam- keppnishæfni og lífsgæði. Nemendur eru um 3000 og starfsmenn alls um 500. Tækni- og verkfræðideild er ein stærsta háskóladeild landsins með um 1100 nemendur á fjölmörgum sviðum tækni- og verkfræði, auk undirbúningsnáms. Deildin var stofnuð 2005 þegar Háskólinn í Reykjavík og Tækniháskóli Íslands voru sameinaðir. Kennsla til BSc–gráðu í verkfræði hófst haustið 2005 og haustið 2008 verður framboð meistaranáms í verkfræði stóraukið. Hæfniskröfur • Doktorsgráða í jarðeðlisfræði, jarðefnafræði eða skyldum greinum. • Áhugi á rannsóknum tengdum sjálfbærri orkunýtingu. • Rannsóknarreynsla. • Reynsla af jarðhitavinnslu æskileg. Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík leitar að öflugum ein- staklingum til að ganga til liðs við hóp sérfræðinga í fjármálaverkfræði. Verkefnið felst í uppbyggingu rannsókna í fjármálaverkfræði, meðal annars í samstarfi við rannsóknarmiðstöð í fjármálum við Háskólann í Reykjavík (RUFRI), auk kennslu í grunnnámi og framhaldsnámi. Nú þegar býður Háskólinn í Reykjavík upp á grunnnám í fjármálaverkfræði og boðið verður upp á framhaldsnám frá og með hausti 2008. Háskólinn í Reykjavík tryggir starfsmönnum stuðning og aðstöðu til að byggja upp öfluga rannsóknarstarfsemi. Ráðið verður í stöðu lektors, dósents eða prófessors og verður starfs- heitið ákvarðað út frá hæfnismati. Við bjóðum samkeppnishæf laun og gott starfsumhverfi á ört vaxandi og skemmtilegum vinnustað. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 5 0 4 Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Gunnar Guðna Tómasson deildar- forseta tækni- og verkfræðideildar (gunnargt@ru.is). Umsóknir skulu sendar á netfangið appl@ru.is fyrir 25. mars, og skulu fela í sér starfsferilskrá, lista yfir birtar rannsóknir, lýsingu á kennslureynslu og upplýsingar um umsagnaraðila. Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka sam- keppnishæfni og lífsgæði. Nemendur eru um 3000 og starfsmenn alls um 500. Tækni- og verkfræðideild er ein stærsta háskóladeild landsins með um 1100 nemendur á fjölmörgum sviðum tækni- og verkfræði, auk undirbúningsnáms. Deildin var stofnuð 2005 þegar Háskólinn í Reykjavík og Tækniháskóli Íslands voru sameinaðir. Kennsla til BSc–gráðu í verkfræði hófst haustið 2005 og haustið 2008 verður framboð meistaranáms í verkfræði stóraukið. FJÁRMÁLAVERKFRÆÐI VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK Hæfniskröfur • Doktorsgráða í verkfræði, stærðfræði, tölfræði, eðlisfræði, hagfræði eða skyldum greinum. • Rannsóknarreynsla tengd fjármálaverkfræði. • Starfsreynsla af fjármálamörkuðum er kostur. • Reynsla af kennslu er æskileg. IB ehf á Selfossi óskar eftir að ráða starfsmenn, um er að ræða störf bæði á bíla og þjónustuverkstæði og við sölu nýrra og notaðra bifreiða. Við leitum eftir áreiðanlegum og metnaðarfullum starfs- mönnum sem unnið geta sjálfstætt og er tilbúnir í mikla vinnu, góð laun í boði fyrir góða menn. Upplýsingar veita: Eyjólfur s.6648084 eyjoi@ib.is eða Ingimar s.6648080 ib@ib.is Innkaupaskrifstofa F.h. Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, mannvirkjaskrif- stofu og Orkuveitu Reykjavíkur : Aðalstígar 2008. Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000, í upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur, frá og með þriðjudeginum 18. mars 2008. Opnun tilboða: 1. apríl 2008, kl. 14:00, í Ráðhúsi Reykjavíkur. 12112 Nánari upplýsingar er að finna á: www.reykjavik.is/utbod. ÚTBOÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.