Fréttablaðið - 16.03.2008, Page 86

Fréttablaðið - 16.03.2008, Page 86
26 16. mars 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabla- HANDBOLTI Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá klúðraði HSÍ Noregsleikjunum sem áttu að fara fram um páskana og reyndu þess utan að leyna klúðrinu og komu ekki hreint fram. Einar Þorvarð- arson, framkvæmdastjóri HSÍ, hefur sent Frétta- blaðinu yfirlýsingu vegna málsins sem er hér birt í heild sinni. „Þegar að ég fæ nefndan tölvupóst sendan frá Noregi í nóvember fer hann framhjá mér. Þegar ég fæ svar frá Norðmönnum í febrúar förum við að leita af póstinum og er hann þá í pósthólfi hsi@hsi.is Þar kemur fram að tölvu- póstfangið mitt var í þessum pósti og þar með kom í ljós að ég fékk póstinn sem ég hafði ekki tekið eftir. Þegar að svarið kom frá Norð- mönnum í seinna skiptið í febrúar var þetta ekkert mál fyrir okkur varðandi landsliðið þar sem að Guðmundur Guðmundsson hafði ekki áhuga á að spila leikina við Norðmenn um páskana vegna þess að þeir vildu eingöngu spila á þriðjudegi 18.mars og miðvikudegi 19.mars og margir leikmenn okkar að spila leiki í Meistaradeildinni á sunnudegi 16.mars og þurftu að ferðast heim til Íslands á mánudegin- um 17.mars. Jafnframt eru Ólafur Stefánsson og Sigfús Sig- urðsson að leika gegn hvor öðrum með sínum félags- liðum á miðvikudag 19. mars og hefðu ekki komist í landsleikina. Ég vil koma því á framfæri að ég hefði aldrei talað við blaðamenn um fyrirhugaða landsleiki við Norðmenn í janúarlok 2008 hefði þessi tiltekni tölvupóstur ekki farið framhjá mér nóvember 2007. Það sem eftir stendur er að þetta voru mín mistök og bera hvorki Guðmundur Ingvarsson né Guðmundur Guð- mundsson ábyrgð á þeim. Lands- liðsþjálfarinn hafði þess utan enga vitneskju um tilurð tölvu- póstanna.“ - hbg Framkvæmdastjóri HSÍ sendir frá sér yfirlýsingu vegna Noregsleikjanna: Einar Þorvarðarson tekur á sig sökina EINAR ÞORVARÐARSON Segir for- mann HSÍ og landsliðsþjálfara ekki bera ábyrgð í Noregsleikjamálinu. Kvennalið Vals tekur á móti franska liðinu Merignac í Vodafone-höllinni klukkan 20 í kvöld. Þetta er seinni leikur liðanna í átta liða úrslitum í áskor- endakeppni Evrópu. Fyrri leik liðanna lyktaði með sex marka sigri þeirra frönsku, 36-30, þannig að Valskvenna bíður verðugt verkefni að vinna þann mun upp. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, vill ekki meina að munurinn á liðunum sé þetta mikill en búlgarskir dómarar drógu taum franska liðsins verulega í fyrri leiknum að mati Ágústs. „Það er líklegt að sex marka sigur dugi því við skoruðum það mikið á útivelli. Mitt mat er að við eigum að vinna þetta lið og þá sérstaklega á heimavelli. Hvort við náum að leggja þær með sex marka mun er svo annað mál en við trúum því stað- fastlega að það sé hægt,“ sagði Ágúst en hvað þarf að smella til að það takist? „Við þurfum að laga varnarleikinn hjá okkur. Svo verða smá áherslubreytingar hér og þar frá fyrri leiknum. Við fórum illa með dauðafæri úti sem var líka dýrkeypt. Við þörfnumst jafnari leiks því leikur okkar úti var allt of sveiflukenndur. Þetta verður þolinmæðisverk og við þurfum að taka eitt skref í einu og ekki örvænta of snemma. Við munum keyra upp hraðann í fyrri hálfleik og sjá svo hver staðan er í leikhléi,“ sagði Ágúst en hvað þarf helst að varast hjá franska liðinu? „Þær hafa góðan miðjumann sem skoraði 11 mörk í fyrri leiknum og við verðum að stöðva hana. Svo eru þær fljótar og keyra góð hraðaupphlaup en þær munu eflaust reyna að hægja á leiknum núna. Þær hafa verið að spila 6/0 vörn en ég geri ráð fyrir að þær taki Evu Barna úr umferð núna og við erum að undirbúa okkur fyrir það,“ sagði Ágúst en allir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn að sögn Ágústar. Það er frítt á völlinn í kvöld og Ágúst hvetur fólk til þess að fjölmenna. „Við þurfum virkilega á stuðningi áhorf- enda að halda í kvöld og ég vona að fólk nýti sér að það sé frítt inn og fjölmenni.“ ÁSKORENDAKEPPNI EVRÓPU: VALSSTÚLKUR TAKA Á MÓTI FRANSKA LIÐINU MERIGNAC KLUKKAN 20 Í KVÖLD Þurfum virkilega á stuðningi áhorfenda að halda FÓTBOLTI Það verða tímamót í íslenskri knattspyrnusögu í dag þegar A-landslið karla keppir í fyrsta skipti innandyra. Andstæð- ingurinn eru Færeyingar og vett- vangurinn hið stórglæsilega knatt- spyrnuhús Kórinn í Kópavogi. Um vináttulandsleik er að ræða og þar sem þetta er ekki alþjóðlegur leik- dagur er íslenska liðið aðeins skip- að leikmönnum sem spila hér á landi fyrir utan einn. „Við fögnum því alltaf að spila leiki. Vissulega er svolítið sérstakt að spila innandyra og á gervigrasi en aðstæður hér heima bjóða bara ekki upp á neitt annað þannig að við tökum því sem að höndum ber. Það er betra að spila inni en spila ekki,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gær. Hann segir alla leikmenn liðsins vera heila. Helgi Sigurðs- son æfði ekki á föstudagskvöldið en er orðinn góður líkt og Húsvík- ingurinn Hallgrímur Jónasson sem hefur verið veikur. „Að sjálfsögðu stefnum við á sigur en við föllum ekkert í þá gryfju að vanmeta þetta færeyska lið. Fótboltinn er nú bara þannig að það getur allt gerst og því verð- um við að hafa varann á. Ég mun spila 4-5-1 leikkerfi sem við vorum að vinna með á Möltu. Þá gekk vel er við einblíndum á varnarleikinn en við fengum á okkur mörk um leið og við lögðum meiri áherslu á sóknina. Ég er að vona að menn séu komnir betur inn í þá hluti sem við æfðum á Möltu og það skili sér í ágætum leik,“ sagði Ólafur sem lítur alls ekki á leikinn sem einhvern skyldusigur. „Það er ekki hægt í fótbolta að tala um einhverja skyldusigra. Það eru margir ágætir fótbolta- menn í þessu færeyska liði og þeir hafa sýnt í gegnum tíðina að þeir geta vel spilað fótbolta. Fram hjá því verður samt ekki litið að við eigum að vera með betri leikmenn og ef við náum að sýna okkar rétta andlit þá vinnum við þennan leik. Ég er alveg sannfærður um það,“ sagði Ólafur. Aðspurður sagðist Ólafur ekki búast við því að upplýsa um byrj- unarliðið fyrr en nokkrum tímum fyrir leik í dag. Íslenska liðið æfði tvisvar í gær og Ólafur sagðist ætla að leggjast yfir liðið eftir síð- ari æfinguna. „Ég hef svona nokkuð skýra mynd af því hvernig ég muni stilla upp liðinu,“ sagði Ólafur en hann hafði ekki ákveðið heldur hvort hann ætlaði að skipta mikið inn á eður ei. henry@frettabladid.is Við munum ekki vanmeta færeyska landsliðið Fyrsti A-landsleikur karla innanhúss fer fram í Kórnum klukkan 16 í dag er Ísland tekur á móti Færeyjum. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari segir alltaf jákvætt að fá leiki, sama hvort það sé innan- eða utandyra. ALLT KLÁRT Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari sést hér á landsliðsæfingu í Kórnum með skeiðklukkuna, blaðið og vestin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRJÁLSAR Sleggjukastarinn Bergur Ingi Pétursson úr FH stóð sig frábærlega á vetrarkastmóti sem fram fer í Split í Króatíu um helgina. Bergur Ingi stórbætti Íslands- met sitt í gær er hann kastaði 73 metra slétta. Íslandsmet Bergs Inga var 70,52 metrar. Bergur Ingi er nú aðeins einum metra frá Ólympíulágmarkinu en hann stefnir ótrauður á að komast til Peking. Bergur var efstur í B-hópi keppninnar og verður því aldrei neðar en í 11. sæti mótsins sem ku vera geysisterkt. - hbg Sleggjukast karla: Íslandsmet hjá Bergi Inga BERGUR INGI PÉTURSSON Stórbætti Íslandsmet sitt í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON > Leikur tvö hjá KR og Grindavík Annar leikur Grindavíkur og KR í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna fer fram í Grindavík klukkan 19.15 í kvöld. KR-stúlkur sigruðu hina nýkrýndu bikarmeistara með miklum mun, 81-68, í fyrsta leik liðanna sem fram fór vestur í bæ. Hildur Siguðardótt- ir fór á kostum í liði KR á föstudaginn og Grindavíkurstúlkur verða að stöðva hana. Heimavöllurinn hefur ráðið úrslitum í öll þau skipti sem þessi lið hafa mæst í vetur og verður áhugavert að sjá hvort heimavöllurinn haldi áfram í kvöld. HANDBOLTI FH vantar aðeins eitt stig í síðustu fimm leikjum sínum í 1. deildinni til þess að komast upp í úrvalsdeild. Víkingur og ÍR berjast um hitt lausa sætið en þau eru jöfn að stigum í öðru sætinu. - hbg 1. deildin í handbolta: FH á leið í úr- valsdeildina Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 128.900 kr. Verð á mann í tvíbýliBarcelona 25.–28. apríl Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á 4* hóteli ásamt morgunverði, miði á kappaksturinn, rútuferðir alla dagana og íslensk fararstjórn. 102.900 kr. Verð á mann í tvíbýliSilverstone 4.–7. júlí Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á Holiday Inn Regent's Park ásamt morgunverði, miði á kappaksturinn, rútuferðir alla dagana og íslensk fararstjórn. Formúla 1 FÓTBOLTI Framkvæmdastjórn alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, leggst gegn þeirri hugmynd enskra knattspyrnuliða að bæta einni umferð við deildarkeppnina sem leikin yrði erlendis. „Þessi hugmynd að leika 39. umferðina á erlendri grundu gengur einfaldlega ekki upp,“ sagði Sepp Blatter, forseti FIFA. „Liðin væru að spila þar sem er tólf tíma tímamismunur fyrir vestan og 24 tíma munur í suðri. Meira að segja Geoff Thompson, fyrrverandi formaður enska knattspyrnusambandsins, leggst gegn þessum hugmyndum.“ Forsvarsmenn ensku úrvals- deildarinnar eru hættir við fund í lok febrúar þar sem þeir ætluðu að ræða við Blatter. Í yfirlýsingu frá ensku úrvalsdeildinni kemur fram að deildin muni kanna jarðveg þessarar hugmyndar frekar áður en fundað verði með Blatter. - hbg Sepp Blatter, forseti FIFA: Á móti auka- umferð í enska boltanum FORSETI FIFA Blatter hugnast ekki hug- myndir enskra. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.