Fréttablaðið - 16.03.2008, Qupperneq 88
28 16. mars 2008 SUNNUDAGUR
N1-deild karla:
Haukar-HK 30-25 (17-13)
Mörk Hauka (skot): Andri Stefan 6 (11), Elías
Már Halldórsson 5 (6), Sigurbergur Sveinsson
5/4 (8/4), Gunnar Berg Viktorsson 4 (6), Freyr
Brynjarsson 3 (4), Arnar Pétursson 3 (3), Kári
Kristján Kristjánsson 2 (3), Jón Karl Björnsson 2/1
(3/1), Gísli Jón Þórisson (1).
Varin skot: Gísli Guðmundsson 5/1 (19/3) 26
%, Magnús Sigmundsson 2 (13) 15 %.
Hraðaupphlaup: 8 (Elías 4, Andri, Jón Karl,
Freyr, Arnar).
Fiskuð víti: 5 (Kári 3, Andri, Sigurbergur).
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 8
(17), Tomas Eitutis 5 (9), Augustas Strazdas 4
(7), Sergey Petraytis 3 (3), Árni Björn Þórarinsson
2 (3), Arnar Þór Sæþórsson 2/1 (4/1), Ragnar
Hjaltested 1 (4/1), Gunnar Steinn Jónsson (1/1),
Sigurgeir Árni Ægisson (1).
Varin skot: Egidijus Petkevicius 13 (42/4) 31 %.
Hraðaupphlaup: 2 (Strazdas, Ragnar).
Fiskuð víti: 3 (Sergey 2, Arnar).
Utan vallar: 10 mínútur.
ÍBV-Akureyri 28-43
Iceland Express-deild kvk:
Keflavík-Haukar 94-89 (40-34, 81-81)
Stig Keflavíkur: TaKesha Watson 30 (7 frák., 7
stoðs.), Susanne Biemer 22, Birna Valgarðsdóttir
18, Pálína Gunnlaugsdóttir 10 (9 frák., 7 stoðs., 4
stolnir), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 8, Rannveig
Randversdóttir 2, Halldóra Andrésdóttir 2, Mar
grét Kara Sturludóttir 2 (8 frák., 6 varin, 4 stolnir.
Stig Hauka: Victoria Crawford 32 (7 stoðs.),
Unnur Tara Jónsd. 14 (10 frák. 4 stoðs.), Telma
Björk Fjalarsd.14 (22 frák.), Kristrún Sigurjónsd.
14, Hanna Hálfdanard. 10, Guðbjörg Sverrisd. 3
(6 frák., 4 stolnir), Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2
ÚRSLIT
HANDBOLTI Haukar eru komnir
með sex stiga forystu í N1-deild
karla eftir gríðarlega mikilvægan
sigur á HK, 30-25, að Ásvöllum í
gær. Haukar eru í mjög vænlegri
stöðu og ekkert nema stórslys
virðist geta aftrað því að Haukar
verði meistarar.
„Haukarnir sýndu það í dag að
þeir eru einfaldlega með besta
liðið í deildinni. Ég get ekki neitað
því að ég öfunda þá því þeir eru
ekki bara með besta liðið heldur
stórkostlega umgjörð í kringum
félagið. Haukarnir voru betri á
öllum sviðum,“ sagði Gunnar
Magnússon, aðstoðarþjálfari HK,
í leikslok en með tapinu fóru
Haukar ekki bara í yfirburðastöðu
heldur er HK alveg úr myndinni.
„Í mínum huga er þetta búið.
Haukarnir eru orðnir Íslands-
meistarar og það mjög verðskuld-
að,“ sagði Gunnar.
Það er rétt hjá Gunnari að
Haukarnir voru mun sterkari í
leiknum í gær. Þeir tóku frum-
kvæðið strax í upphafi og héldu
því út allan leikinn. Það var alveg
magnað að fylgjast með varnar-
leik Hauka í gær sem er gríðar-
lega öflugur og til marks um það
varði hávörnin fleiri bolta en
markverðir þeirra í gær. Þrátt fyrir enga markvörslu voru Haukar alltaf skrefi á undan og
leiddu með fjórum mörkum í leik-
hléi, 17-13.
Haukarnir komust fljótlega í 20-
14 en þá kom góð rispa hjá HK þar
sem vörnin small loksins almenni-
lega hjá þeim. Kópavogsbúar
minnkuðu muninn í 22-21 og þá
tóku Haukar leikhlé. Meiri ró kom
yfir liðið í kjölfarið og það hélt
frumkvæðinu. HK-ingar voru
klaufar því þeir fengu nokkur
ágæt tækifæri til að ná yfirhönd-
inni í leiknum en þá köstuðu þeir
boltanum ítrekað klaufalega frá
sér.
Sanngjarn sigur Hauka stað-
reynd og óhætt að tala um sigur
varnar og liðsheildarinnar.
Haukarnir spila geysilega vel sem
lið og allir leikmenn leggja sitt lóð
á vogarskálarnir. Meiðsli virðast
ekki hrjá liðið því næsti maður er
alltaf tilbúinn í slaginn. Það er
sannkallaður meistarabragur á
þessu Haukaliði.
„Þetta var mjög ljúfur sigur.
Þetta var erfitt og sem betur fer
datt þetta okkar megin,“ sagði
brosmildur þjálfari Hauka, Aron
Kristjánsson, en hann vill ekki
meina að Haukarnir séu komnir
með aðra hönd á bikarinn. „Staðan
er vissulega vænleg en það eru sjö
leikir eftir.“ - hbg
Haukar unnu mikilvægan sigur á HK, 30-25, og aðstoðarþjálfari HK segir að Íslandsmótið sé búið:
Haukar eru verðskuldað Íslandsmeistarar
LOK, LOK OG LÆS Haukavörnin var hreint út sagt frábær í gær og lagði grunninn að
góðum sigri á HK. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
KÖRFUBOLTI Deildarmeistarar
Keflavíkur eru komnar í 1-0 í und-
anúrslitaeinvígi sínu gegn Hauk-
um eftir 94-89 sigur í framlengd-
um leik í Toyota-höllinni í Keflavík
í gær. Staðan var 81-81 eftir venju-
legan leiktíma.
Keflavík var átta stigum undir
þegar innan við tvær mínútur
voru eftir en náðu að tryggja sér
framlengingu þar sem þær lönd-
uðu sigrinum. Kesha Watson fór
fyrir Keflavík í fjórða leikhlutan-
um þar sem hún skoraði 19 af 24
stigum liðsins en í framlenging-
unni voru það hins vegar 7 stig og
4 fráköst Birnu Valgarðsdóttur
sem gerðu gæfumuninn.
Keflavíkurliðið var með frum-
kvæðið framan af leik, var sex
stigum yfir í hálfleik, 40-34, og
tveimur stigum yfir fyrir loka leik-
hlutann, 57-55. Haukarnir gáfust
hins vegar ekki upp, héngu í Kefla-
vík fram í fjórða leikhlutann þar
sem liðið skoraði síðan tíu stig í
röð og var komið í fín mál. Útlitið
var ekki bjart þegar Jón Halldór
Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur,
tók síðasta leikhlé sitt þegar 1
mínúta og 57 sekúndur voru eftir
af leiknum.
Haukar voru sjö stigum yfir, 71-
78, og áttu tvö vítaskot. Annað víti
fór rétta leið og Keflavík var átta
stigum undir. Jón Halldór náði
hins vegar að vekja sínar stelpur
sem unnu næstu tvær mínútur 10-
2 og komu leiknum í framleng-
ingu.
Susanne Biemer og Pálína Gunn-
laugsdóttir voru bestu menn
Keflavíkur áður en þær Kesha og
Birna sáu um að klára leikinn.
Keflavík varð fyrir enn einu áfall-
inu í vetur þegar Rannveig
Randversdóttir meiddist í öðrum
leikhluta.
Victoria Crawford var sterk hjá
Haukum með 32 stig og 7 stoð-
sendingar en Telma Björk Fjalars-
dóttir átti einnig mjög góðan leik
en hún var með 14 stig og 22
frá köst. Þá skiluðu þær Kristrún
Sigurjónsdóttir (14 stig, 5 stoð-
sendingar) og Unnur Tara Jóns-
dóttir (14 stig, 10 fráköst, 4 stoð-
sendingar) sínu. ooj@frettabladid.is
Undanúrslit Iceland Express-deildar kvenna:
Lokaleikhlé Jóns
kveikti í Keflavík
MIKIL BARÁTTA Það var ekkert gefins í Keflavík í gær og hér hefur Haukastúlkan
Kristrún Sigurjónsdóttir náð í boltann. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN