Fréttablaðið - 27.03.2008, Side 8

Fréttablaðið - 27.03.2008, Side 8
 27. mars 2008 FIMMTUDAGUR SAMGÖNGUR Fyrir skömmu lagði samgönguráðherra fram áætlun um Suðurstrandarveg, rúmlega 58 kílómetra veg á milli Þorláks- hafnar og Grindavíkur sem ætlað er að tengja saman Suðurnes og Suðurland. Veginum var lofað þegar Suðurkjördæmi varð til við kjördæmabreytinguna fyrir fimm árum en framkvæmdum hefur oft verið frestað. Til stendur að fyrri áfangi, frá Þorlákshöfn, verði boðinn út um mánaðamótin en þrátt fyrir að íbúar kjördæmisins fagni því hefur vegurinn strax valdið deil- um í Þorlákshöfn. Deila menn um hversu nálægt byggðinni vegur- inn verður og tala jafnvel um skipulagsslys. „Mér finnst vegurinn allt of nálægt og reikna með að ef allt sem stendur til að byggja verður byggt verði búið að kljúfa þorpið innan tíu til fimmtán ára,“ segir Einar Sigurðsson, útgerðarmað- ur og fyrrverandi oddviti. Einar segir mikla uppbyggingu hafa átt sér stað í Þorlákshöfn undanfarin ár og allt líti út fyrir að hún haldi áfram með sama krafti. „Ég hélt að það væri liðin tíð að menn vildu fá alla umferð í gegnum þorpið og mér finnst það engin rök að hægt sé að færa veginn eitt- hvert annað eftir nokkur ár,“ segir Einar. Jón Haraldsson, félagsmaður í hestamannafélaginu Háfeta í Þorlákshöfn, tekur í sama streng. Hann segir hestamenn hafa ætlað að útbúa skeiðvöll við hesthúsa- hverfi bæjarins. „Þá gátum við ekki verið með nógu langa skeið- braut á vellinum því byggðin er áætluð of nálægt.“ Jóni finnst þetta skjóta skökku við þar sem sveitarfélagið eigi nóg land en Suðurstrandarvegurinn krói byggðarlagið af. Hann segir hestamenn hafa rætt þetta við bæjarstjórn Ölfuss en lítið hafi komið út úr viðræð- unum. „Við ætluðum að gera völl- inn góðan fyrir unglingalands- mótið í sumar en þá hefðum við viljað gera löglegan völl. Það er umhugsunarvert að vegurinn skuli vera fyrir áður en búið er að leggja hann,“ segir Jón. „Það eru skiptar skoðanir um alla hluti og meðal annars um hvað nálægt vegurinn á að vera,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Ölfusi. Segir hann veginn fylgja byggðinni í Þor- lákshöfn. „Hugsunin er að Þor- lákshöfn verði í alfaraleið og að vegurinn nýtist sem best þéttbýl- inu.“ Um 200 metrar eiga að vera frá vegi að byggð þar sem vegur- inn liggur meðfram byggðinni. Þar á að vera grænt svæði svo vegurinn nái aldrei að byggð. Svæði til nýbygginga er vestan við núverandi byggð og teygi sig að Suðurstrandarvegi. Þá segir hann veginn geta færst ofar í landið síðar meir ef byggðin þró- ist þannig. olav@frettabladid.is Suðurstrandarvegur sagður kljúfa bæinn Skiptar skoðanir eru um legu nýs Suðurstrandarvegs við Þorlákshöfn. Er gagn- rýnt hversu nálægt byggðinni vegurinn liggur og þá að hann þrengi að framtíð- arbyggingarlandi. Bæjarstjóri segir veginn geta færst ofar í landið síðar meir. SUÐURSTRANDARVEGUR VIÐ ÞORLÁKSHÖFN Deilt er um hversu nálægt byggðinni í Þorlákshöfn nýr Suðurstrandarvegur á að vera og óttast sumir að vegurinn þrengi að framtíðarbyggingarlandi. MYND/LANDMÓTUN ÓLAFUR ÁKI RAGNARSSON TÍBET, AP Í Lhasa, höfuðborg Tíbets, er lögregluþjónn á nánast hverju götuhorni og hermenn standa vörð um opinberar byggingar, að því er erlendir fréttamenn í borginni segja. Kínversk stjórnvöld buðu í gær 26 erlendum fréttamönnum í ferð til Tíbets í þeim tilgangi að sýna fram á að daglegt líf þar væri komið aftur í eðlilegar skorður eftir öldu mótmæla sem hófst 14. mars og var barin niður af hörku. Á einni þriggja eftirlitsstöðva lögreglunnar, sem eru á 65 kíló- metra langri leið frá alþjóðaflug- vellinum í Tíbet inn í höfuðborg- ina, sagði einn fimm lögregluþjóna að stöðin hefði verið sett upp 14. mars, sama dag og mótmælin hóf- ust, en hann hélt því fram að lög- reglan væri þarna einungis að athuga „hvort fólk notaði ekki öryggisbelti, færi ekki að umferð- arreglum eða væri með falsaðar númeraplötur“. Víða mátti sjá vopnaða hermenn standa vörð um byggingar, sem virtust vera opinberar skrifstofu- byggingar. Víða í borginni mátti sjá brunnin hús. Uppreisn Tíbeta nú í mánuðin- um gegn yfirráðum Kína var sú mesta sem orðið hefur í nærri tvo áratugi. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við, enda hefur uppreisnin orðið til þess að aðdrag- andi Ólympíuleikanna í Kína hefur ekki orðið jafn snurðulaus og stefnt var að. - gb Kínversk stjórnvöld fylgja erlendum fréttamönnum í skoðunarferð til Tíbets: Lögregluþjónn á hverju horni MÓTMÆLI Á INDLANDI Flóttamenn frá Tíbet mótmæla í Srinagar á Indlandi. NORDICPHOTOS/AFP ÞORLÁKSHAFNARVEGUR ➜ FYRIRHUGUÐ LEGA SUÐURSTRANDARVEGAR ➜ BYGGINGARLAND ➜

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.