Fréttablaðið - 27.03.2008, Page 16

Fréttablaðið - 27.03.2008, Page 16
16 27. mars 2008 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Bátanafnahefðin í Eyjum breyttist mjög þegar ein- okunartímabilinu lauk og erlend áhrif urðu ríkjandi. Á tímabilinu 1940-1950 voru nöfnin mikið til úr goða- fræði og Íslendingasögum. Jóhanna Lilja Einarsdótt- ir, BA-nemi í íslensku við Háskóla Íslands, mun halda fyrirlestur um bátanöfn í Vestmannaeyjum um næstu helgi hjá Nafnfræðifélag- inu. Í fyrirlestrinum mun Jóhanna rekja forsögu útgerðar í Vest- mannaeyjum á einokunartímabil- inu fram undir 1970. „Í Konungs- bók eru fyrstu heimildir um nöfn báta en eyjarskeggjar voru með litla útgerð á þessum tíma. Bátar voru oftast nefndir kristilegum nöfnum og mætti þar nefna Pétur postula, Salómon, Ísak, Fortúnu og Enok,“ segir Jóhanna. „Árið 1586 voru dönsk nöfn mikið til notuð á bátana en þegar líða tók á tímabil- ið voru nöfnin oft þýdd yfir á íslensku.“ Hjátrú við nafngjöf Á tímabilinu 1870-1909 voru erlend áhrif ríkjandi. Það var trú sjómannanna að ef bátur fiskaði vel væri nafn hans gott. Bátsnafn- ið Enok hélt sér út öll tímabilin sem Jóhanna skoðar í fyrirlestrin- um. „Síðasta tímabilið í úrtakinu var 1940-1950 en þá fara bátar að heita nöfnum úr goðafræði og Íslendingasögum. Dæmi um þessi nöfn væru Gissur hvíti, Þorgeir goði, Baldur, Frigg og Freyja. Einn báturinn var nefndur eftir Þuríði formanni, sem fór aðeins ellefu ára til sjós og fékk sérstakt leyfi frá sýslumanninum á Stokkseyri til að ganga í buxum. Bátur var nefndur eftir henni og var líklega frá Stokkseyri,“ segir Jóhanna. Hún hefur ekki skoðað tímabilið eftir 1950 en telur að goðanöfnin séu nú að týna tölu. Hún tekur fram að bátar nútímans séu oftast nefndir mannanöfnum. Fyrirlestur Jóhönnu verður haldinn næstkomandi laugardag á Neshaga 16 kl. 13.15. - áb Nöfn aflaskipa talin góð nöfn JÓHANNA VIÐ HÖFNINA Í VESTMANNAEYJUM Nöfn báta vöktu athygli Jóhönnu í íslenskunáminu við Háskóla Íslands FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR FRIÐRIKSSON Góður blaðamaður „Ég ætla sjálfur að stýra því hvenær persónulegar upplýs- ingar um mig eru birtar.“ ÞÓRHALLUR GUNNARSSON, DAG- SKRÁRSTJÓRI SJÓNVARPSINS, SEM VILL EKKI AÐ LAUNIN HANS VERÐI GERÐ OPINBER. Fréttablaðið 26. mars En hvað fær þjóðin? „Um 300 milljónir nægja til að borga fyrir pakkann í heild sinni. Ríkið fær í rauninni mikið fyrir afar lítið.“ ÁGÚST GUÐMUNDSSON, FORSETI BANDALAGS LISTAMANNA, UM LISTAMANNALAUN. Morgunblaðið 26. mars „Það er helst að frétta núna að ég ligg í flensu,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoð- arrektor Háskólans á Bifröst. „Þetta er nú sem betur fer ekkert alvarlegt og mér skilst að það séu margir í þessu.“ „Ég náði mér í þessa flensu þar sem ég var á skíðum fyrir norðan um páskana og kom með þetta í farteskinu heim.“ Bryndís útskýrir þetta nánar og segir þau í fjölskyld- unni hafa farið saman á skíði í Hlíðarfjalli fyrir ofan Akureyri um páskana. Fjölskyld- an var þar í góðu yfirlæti. „Þetta var alveg æðislegt. Eins og það gerist best í útlöndum. Þetta voru mjög fínir dagar sem við fengum, skemmtilegt veður og gott færi.“ En Bryndís segir nóg um að vera á Bifröst enda vorpróf í undirbúningi. „Svo eru vor- verkin fram undan í skólanum.“ Nemendur á Bifröst eru nú í upplestrarfríi fyrir próf sem hefjast innan skamms. Hún segir nokkurn vorhug kominn í nemendur og starfsfólk á Bifröst. „Fylgir það ekki alltaf prófatímanum, svolítill vorhugur?“ „Svo erum við alltaf með skóla á sumrin. Eftir að prófum lýkur taka nemendur í grunnnáminu sumarlotu sem er frá lokum apríl og fram í lok júní. Meistaranemarnir eru hins vegar að koma inn yfir hásumarið, í júlí og fram í ágúst.“ Segir hún vinnuhelgar mikið nýttar af þeim sem eru í meistaranámi. Nemendur í fjarnámi nýta sér einnig vinnuhelgarnar og mæta þá í skólann, meðal annars til hóp- vinnuverkefna. „Þannig að það eru nánast allir dagar ársins meira og minna nýttir.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR, AÐSTOÐARREKTOR HÁSKÓLANS Á BIFRÖST: Prófatímanum fylgir alltaf vorhugur FYRIRLESTRAR UM NÖFN Nafnfræðifélagið er áhugamannafélag sem stendur fyrir fundum þar sem haldnir eru fyrirlestrar um ýmis nafn- fræðileg efni, örnefni, mannanöfn og ýmis önnur nöfn. Fyrirlestra sem haldnir hafa verið hjá félaginu má finna á www.nefnir.is, auk þess sem útdrættir eru á heimasíðunni www. ornefni.is. Verslunarstjóri í Nóatúni Rofabæ Óskum eftir að ráða verslunarstjóra í verslun Nóatúns í Rofabæ. Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi starf í góðum hópi starfsmanna. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri hæfni í mannlegum samskiptum og reynsla af verslunar- eða sölustörfum er skilyrði. Sækið um á vefnum www.noatun.is eða sendið umsókn á Kaupás hf. Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík, b.t. starfsmannastjóra. Spennandi starf í boði KARTÖFLURÉTTIR Í tilefni af ári kart- öflunnar var Einari K. Guðfinns- syni, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, afhent fyrsta eintakið af uppskriftabæklingi sem Lands- samband kartöflubænda gaf út. Bæklingurinn var kynntur á veit- ingastaðnum Friðriki V á Akureyri í gær þar sem gestir fengu að smakka á tíu kartöfluréttum. Sig- ríður Bergvinsdóttir er höfundur og ritstjóri bæklingsins en hún hefur komið með margar frumleg- ar hugmyndir að uppskrifum. Bergvin Jóhannsson, formaður Landssambands kartöflubænda, segir að með bæklingnum séu bændur að bjóða upp á 21. aldar kartöflurétti. Um 250 ár eru síðan kartöflu- rækt hófst hérlendis og hefur kart- aflan ætíð átt ríkan sess á matar- borðum landsmanna. Í bæklingnum er að finna frá- sagnir fólks, meðal annars frá Val- garði Egilssyni, rithöfundi og lækni, sem sækir kartöfluhátíð í Ljúblíana í Slóveníu ár hvert og er meðlimur í kartöflufélagi þar. Á hátíðinni er boðið upp á fjörutíu til fimmtíu kartöflurétti. Félagið sem Valgarður nefnir í bæklingnum vill vekja athygli á hefðbundnum matarréttum með áherslu á kart- öflur sem hráefni og berst gegn alheimsþróun skyndibitakeðjanna. Solla á Grænum kosti segir í bæklingnum frá því þegar hún tók þátt í uppskriftarsamkeppni og dómnefndin tók fram að skemmti- leg notkun hennar á kartöflum hefði tryggt henni sigurinn. Var þetta skemmtileg byrjun á ferlin- um, að sögn Sollu. En bæklingur- inn geymir hinar ýmsu uppskrift- ir, til dæmis að fjallagrasakartöflu- brauði, kartöfluböku og súkkulaði- kartöfluköku. Einnig er að finna fróðleik um kartöfluna og kart- öfluföndur fyrir krakka. „Það kunna allir að sjóða og baka þær, en færri hafa kynnst kartöflu- brauði og súkkulaðikökum sem gerðar eru úr kartöflum,“ segir Bergvin Jóhannsson. Ár kartöflunnar er árið 2008 og er haldið til að vekja athygli á mik- ilvægi kartaflna í mataræði og mataröryggi. Kartaflan er ein af grunnfæðutegundum heimsins. Bæklingurinn mun liggja frammi í matvöruverslunum án endurgjalds fyrir þá sem vilja kynnast nýjum hliðum á kartöflunni. - áb Nýr uppskriftabæklingur kartöflubænda: Kartöflubrauð og hátíðlegar súkkulaði-kartöflukökur Hægt verður að berja augum eftirlíkingar á uppfinningum Leonardos Da Vincis í galleríinu í húsi Orkuveitu Reykjavíkur í október næstkomandi. Sýning á mununum verður haldin í tengslum við ítalska daga hjá Hagkaupum en einnig hefur Reykjavíkurborg ákveðið að tengja hana við starf á leik- og grunnskólum borgarinnar. „Það vildi þannig til að ég var að kaupa inn mikið af ítölskum matvörum þar í landi og þá komst ég í kynni við safnstjórann á Vinci-safninu í samnefndum bæ sem jafnframt er heimabær meistarans,“ segir Sigurður Reynalds, sem er upphafsmaður- inn að þessari sýningu. „Úr varð að þeir vildu launa okkur góð tengsl með því að lána okkur allnokkra muni af safninu.“ Safnstjórinn og bæjarstjórinn í Vinci munu koma hingað til lands og opna sýninguna en til stendur að hún verði opin í þrjár vikur. Da Vinci á Íslandi EIN EFTIRLÍKINGANNA SEM VERÐUR Í HÚSI ORKUVEITUNNAR.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.