Fréttablaðið - 27.03.2008, Síða 35

Fréttablaðið - 27.03.2008, Síða 35
FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 7vinnuvélar ● fréttablaðið ● Margrét Frímannsdóttir fangels- istjóri á Litla-Hrauni er drjúg til verka. Eflaust mætti líkja henni við jarðýtu sem brýtur lönd og lætur fátt stoppa sig. Hún er held- ur ekki óvön því að draga vagninn í víðri merkingu þess hugtaks. Þegar í Margréti náðist í síma eftir langan vinnudag á Hrauninu og lögð var fyrir hana spurning- in: Hefurðu einhvern tíma unnið á vinnuvél? varð hún fyrst undr- andi en svaraði síðan í léttum tón. „Ef dráttarvél kallast vinnuvél þá hef ég prófað að keyra hana en get ekki sagt að ég hafi unnið við það.“ Nú er forvitnin vakin og Mar- grét beðin að gera frekari grein fyrir dráttarvélarakstrinum. „Þegar verið var að heyja heima á Stokkseyri þá kom fyrir að ég fékk að taka í dráttarvélina í hirðingum og keyra á henni heyið heim. Mér fannst það afar spennandi.“ Ekki man hún glöggt hverrar gerðar dráttarvélin var en telur víst að hún hafi verið Ferguson. Aldrei segir Margrét sig hafa langað að starfa á vinnuvél en í huganum er þó ein í uppáhaldi. „Ég vildi gjarnan eiga litla gröfu. Hef oft hugsað um hversu gott væri að eiga eina slíka til að vinna á í garðinum. Ég tel að slík- ar gröfur séu þarft heimilistæki fyrir garðyrkjufólk.“ -gun Vildi eiga litla gröfu í garðvinnuna heima Margrét Frímanns er þekkt fyrir að koma upp fallegum garði hvar sem hún býr og lítil grafa myndi létta henni störfin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Akralind 4 • 201 Kópavogur • Sími 544 4656 • Fax 544 4657 • Husqvarna Construction Products STEINSAGIR, KJARNABORVÉLAR, GOLF OG VEGSAGIR. Husqvarna Construction Products STEINSAGIR, kJARNABORVÉLAR, GOLF OG VEGSAGIR DM 230 K750 K2500 K3600K3600 FS 400 Steinsagablöð og kjarnaborar K750 0 HP 40 bensín glussadæla DM 230 FS Steinsagarblöð og kjarn rar www.mhg.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.