Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.03.2008, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 27.03.2008, Qupperneq 36
 27. MARS 2008 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Klæðning ehf. er fyrirtæki sem sérhæfir sig í gatnagerð og vegagerð en vinnur einnig mikið í húsgrunnum. Nýlega keypti fyrirtækið tæki sem verður not- að til að þrífa alla undirvagna bíla þess áður en þeim er ekið út á vegina. Þetta er gert til að vera í sátt við íbúa og veg- farendur við starfsstöðvar fyrirtækisins. „Með hliðsjón af aukinni umræðu um um- hverfisvernd og eins vegna svifryks, sem er alls staðar, er það orðin krafa hjá verk- kaupa eins og Reykjavíkurborg að menn þrífi bílana áður en þeir fara út á götur borgarinnar,“ segir Karl Helgi Jónsson, yfirverkstjóri hjá Klæðningu, um ástæð- ur fyrir kaupunum. „Þetta er svo við séum ekki að dreifa moldinni um allar götur eins og víða er gert. Enda er það krafa í útboð- um núna.“ Þvottakerfið er af gerðinni MobyDick Quick 400 G. Því er komið fyrir á fjög- urra metra langri kerru, heldur breiðari en flutningabíll. Vatni er sprautað frá hlið- um kerrunnar undir miklum þrýstingi og við það losnar um drullu á dekkjum og undirvagni. Drullan fellur niður í gegnum grindur á gólfi kerrunnar og rennur þaðan með vatninu í söfnunartank. Föstu efnin setjast í botninn en vatnið er notað aftur og aftur að sögn Karls. „Við ákváðum að vera fyrstir í þessu, drífa okkur í að kaupa þetta tæki og vera með það framvegis alls staðar þar sem við verðum í svona uppúrtekt,“ segir Karl Helgi og bætir við að tækið sé sérpantað frá Englandi. „Til lengri tíma litið munum við spara okkur tíma og fyrirhöfn. Ég var alltaf með Hreinsitækni í Kópavogin- um í kringum Smáralind að hreinsa fyrir mig göturnar tvisvar á dag, og það safnast fljótt kostnaður í kringum það.“ Þess má geta að þvottastöðvar sem þessar eru notaðar víðs vegar um heim og meðal annars í Alaska, þar sem er afar frostasamt, og því bendir ýmislegt til að tækið reynist vel hérlendis. „Það tekur bara nokkrar sekúndur að keyra í gegnum þetta,“ segir Karl Helgi. „Svo erum við með öfluga rafstöð sem þetta gengur fyrir, þannig að maður þarf ekki alltaf að sækja um rafmagn á hverj- um stað.“ - nrg Spúlar trukka á nokkrum sekúndum Karli Helgi Jónsson, yfirverkstjóri hjá Klæðningu, er hæstánægður með nýju þvottastöðina sem spúlar alla bíla í eigu fyristækisins áður en haldið er út á götur borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Vatni er sprautað frá hliðum kerrunnar undir miklum þrýstingu en við það losnar um drullu á dekkjum og undirvagni. Þvottastöðvar sem þessar eru notaðar víðs vegar um heim, meðal annars í Alaska, þar sem er frosta- samt, og því bendir ýmislegt til að stöðin henti vel hérlendis. ● SNÚNINGAPILTUR Liðléttingur er eflaust ekki tæki sem hringir bjöllum hjá mörg- um. Þrátt fyrir að orðið liðlétt- ingur geti þýtt lélegur verk- maður er vinnuvélin bæði lipur og öflug. Önnur merking orðs- ins er snúningapiltur og á það betur við vélina því hún hentar vel í þar sem þrengsli eru, eins og í fjósum, og hefur reynst ís- lenskum bændum vel. Liðlétt- ingur er knúinn af vatnskældri díselvél og með vökvadrif á öllum hjólum. Mikið úrval er af aukabúnaði, svo sem rúlluspjót, snjóblásari og svo framvegis. Schäffer framleiðir vélarnar sem fást í ýmsum gerðum, í svoköll- uðum, 2000-, 3000- og 5000- línum. Þær fást meðal annars hjá Jötunn Vélar hf. og Bújöfur búvélar hf. og eru báðar versl- anirnar á Selfossi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.