Fréttablaðið - 27.03.2008, Síða 44

Fréttablaðið - 27.03.2008, Síða 44
 27. MARS 2008 FIMMTUDAGUR Græjubíllinn hjá Pegasus kem- ur við sögu í mörgum auglýs- ingum og kvikmyndum. „Við erum búin að eiga þennan bíl í tíu mánuði. Hann er af gerð- inni Benz og er frá árinu 1992. Síðan erum við með lítinn sendla- bíl sem er mest fyrir minnihátt- ar snatt,“ segir Eiríkur Júlíus- son sem starfar hjá tækjaleigu kvikmyndagerðarfyrirtækisins Pegasus. Bíllinn er fluttur inn frá Þýska- landi og að sögn Eiríks var feng- inn maður til að keyra bílinn alla leið. „Benzinn er með ákveðinn staðalbúnað af ljósa- og gripbún- aði. Síðan er bætt við og skipt um miðað við þau verkefni sem eru í gangi hverju sinni. Hins vegar þurfum við aldrei að afferma allt og hlaða lengur. Það gat tekið um fimm tíma en í dag tekur þetta kannski tvo tíma og því mikill tímasparnaður,“ segir Eiríkur sem er oftast með rafstöð með- ferðis við tökur og að sjálfsögðu bíl fyrir kvikmyndatökubúnað- inn. „Önnur rafstöðin er 80 kw á kerru sem kemst nánast hvert sem er. Hin er 20 kw og hana höfum við tekið á vélsleða til að komast upp á jökla og fjöll í tökur,“ segir Eiríkur, sem er önnum kafinn við auglýsingar þessa dagana. „Við erum mest í auglýsingum, þó erum við einnig að fara í sjónvarpsseríu og kvik- mynd á næstunni. Innlendu aug- lýsingar eru mestmegnis tekn- ar innanbæjar, í heimahúsum og í stúdíói. Síðan erum við mikið í erlendum auglýsingum þessa dagana, sérstaklega þegar geng- ið er svona lágt. Þá vill fólk helst nota íslensku náttúruna,“ útskýr- ir Eiríkur sem hefur farið um fjöll og firnindi á tækjabílnum, nú síðast með kvikmyndagerðar- fólki frá Kóreu. „Síðustu helgi vorum við uppi við Fjallsárlón og fórum með bíl- inn alveg upp að. Flestar þessar ferðir hafa verið eftirminnilegar en þessi bíll er svo ungur að hann hefur ekki lent í neinum stórkost- legum ævintýrum enn sem komið er,“ segir Eiríkur -rh Jöklaferðir á vörubíl Staðlaður ljósa- og gripbúnaður er að staðaldri í bílnum. Síðan er minni hlutum skipt út fyrir hvert verkefni hjá Pegasus. Eiríkur Júlíusson hjá tækjaleigunni hjá kvikmyndafyrirtækinu Pegasus hefur farið víða um landið á vörubíl. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR                               !     " # WWW.N1.ISN1 ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR Nú hefur N1 hafið sölu á Biodísel sem er lífrænt endurnýjan- legt eldsneyti, blandað í venjulega díselolíu. Biodísel er á sama verði og venjuleg díselolía en mengar mun minna og smyr bílinn betur. N1 Hringbraut í Reykjavík N1 Skógarseli í Reykjavík N1 Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði Biódísel fæst á eftirtöldum þjónustustöðvum:              $    %   &!'    ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Loftpressur Mikið úrval loftpressa fyrir iðnfyrirtæki, iðnaðarmenn og í bílskúrinn. Hagstætt verð. P R E N T S N IÐ HEILDARLAUSNIR Í DRIFSKÖFTUM Landsins mesta úrval af hjöruliðum og drifskaftsvörum Jafnvægisstillingar Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.