Fréttablaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 18
UMRÆÐAN Evrópumál Í umræðum um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu er því stundum haldið fram að sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins sé andstæð íslenskum hagsmunum. Látið er fylgja með að ómögulegt sé að finna viðunandi lausn í sjávarút- vegsmálinu í aðildarviðræðum og þess vegna sé um tómt mál að tala að hefja aðildarviðræður. Aðild- arsamningar að ESB hafa sömu lagastöðu og stofnsamningar ESB. Því er áhugavert að skoða hvort einhver aðildarríki ESB hafi fengið slíkar sérlausnir eða undanþágur í sínum aðildarsamn- ingum. Undanþágur Danmörk og Bretland hafa geng- ið lengst í fyrirvörum og undan- þágum frá reglugerðaverki ESB og virðast jafnvel hafa kerfis- bundna stefnu þess efnis að taka ekki þátt á öllum samstarfssvið- um ESB. Bæði Bretland og Dan- mörk eru undanþegin þriðja stigi myntbandalags ESB og þar með frá því að taka upp evruna. Bret- land og Írland standa fyrir utan Schengen og Danmörk viður- kennir ekki yfirþjóðlegan rétt Evrópusambandsins á sviði inn- anríkis- og dómsmála. Danir við- urkenna heldur ekki að ríkisborg- araréttur ESB taki framar dönskum ríkisborgararétti og eru einnig undanþegnir varnarstefnu ESB. Þá má nefna að Danmörk fékk ennfremur sérlausn í sínum aðild- arsamningi frá árinu 1973 sem kveður á um að Danir mega við- halda löggjöf sinni á kaupum útlendinga á sumarhúsum í Dan- mörku. Löggjöfin kveður á um að aðeins þeir sem hafa verið búsett- ir í Danmörku í fimm ár hið minnsta mega kaupa tiltekin sum- arhús á tilteknum stöðum. Malta fékk svipaða undanþágu í sínum aðildarsamningi og fékk að við- halda löggjöf þess efnis að þeir sem ekki hafa búið í landinu í fimm ár hið minnsta mega ekki kaupa fleiri en eina húseign í landinu. Þessar bókanir teljast til varan- legra undanþága frá regluverki ESB enda ganga þær gegn frjáls- um fjárfestingarrétti sem á að vera tryggður í stofnsáttmála ESB. Malta fékk einnig eins og Írland heimild til að viðhalda banni við fóstur- eyðingum. Þegar Suður-Evrópu- ríkin, Grikkland (1981), Spánn og Portúgal (1986) gengu í ESB fengu þau í aðildarsamningi sérstaka undan- þágu í bómullarframleiðslu. Sú undanþága hefur síðan orðið að almennri reglu í landbúnaðar- stefnu ESB. Svíþjóð fékk undan- þágu frá heilbrigðisreglum ESB og fékk heimild til að selja vara- tóbakið snus á heimamarkaði. Hér er sem sagt um að ræða klárar undanþágur (e. opt-outs) frá stofnsáttmálum ESB. Sérlausnir Fjölmörg aðildarríki hafa einnig fengið fram ýmiskonar sérlausn- ir sem sniðnar hafa verið inn samhliða aðildarviðræðum. Hér má nefna ákvæði um sérstakan stuðning við harðbýl svæði sem varð til í tengslum við inngöngu Bretlands og Írlands í ESB árið 1973. Annað dæmi um sérsniðna lausn sem varð til í aðildarvið- ræðum má finna í aðildarsamn- ingum Svíþjóðar, Finnlands og Noregs (aðildarsamningur Nor- egs var svo felldur í þjóðarat- kvæðagreiðslu). Sérstök grein um heimskautalandbúnað heimil- ar sænskum og finnskum stjórn- völdum að styðja landbúnað norð- an 62. breiddargráðu allt að 35 prósent umfram það sem er heimilað annars staðar í ESB. Finnar fengu einnig heimild til að styrkja enn frekar svæði sem eiga í sérstökum erfiðleikum með að aðlagast landbúnaðarstefnu ESB. Í aðildarsamningi sínum fengu Finnar því framgengt að 85 prósent af landsvæði Finn- lands eru skilgreind sem harð- býlt svæði. Sjávarútvegur á Möltu Malta hefur haft nokkra sérstöðu í sjávarútvegi og því er áhuga- vert að skoða aðildarsamning þeirra á því sviði sérstaklega. Snemma á áttunda áratugnum lýsti Malta yfir 25 mílna efna- hagslögsögu en erfiðlega hefur gengið að fá hana viðurkennda á alþjóðavettvangi. Undanfarin 30 ár hefur Malta þó að mestu stjórn- að veiðum innan þeirrar lögsögu. Möltubúum hefur þó reynst erfitt að fá ESB og alþjóðasamfélagið til að virða lögsöguna og erlend fiskiskip hafa alla tíð stundað veiðar að einhverju leyti innan hennar. Aðstæður á Möltu eru æði ólík- ar þeim sem þekkjast á Íslandi, til að mynda að því leyti að á Möltu er lítið um staðbundna fiski- stofna. Meirihluti stofna er því sameiginlegur með ríkjum ESB og Norður-Afríku. Í reglum ESB eru ríki aðeins einráð um fisk- veiðar innan tólf mílna lögsögu. Utan hennar er óheimilt að mis- muna sjómönnum eftir þjóðerni. Því þurfti að semja um lögsöguna milli tólf og 25 mílur frá eyjunni. Í samningaviðræðunum gerði Malta þá kröfu að halda 25 mílna lögsögunni. Niðurstaðan varð sú að stjórnvöld á Möltu munu eftir sem áður stjórna veiðum innan 25 mílna lögsögunnar. Samninga- menn ESB féllust á þetta á grund- velli þess sjónarmiðs að aðildin verði ekki til að draga úr vernd- araðgerðum innan svæðisins. Þótt stjórnvöld á Möltu haldi stjórn á veiðum í lögsögunni er þeim formlega séð hins vegar ekki heimilt að meina öðrum en maltneskum sjómönnum að veiða milli tólf og 25 mílnanna. Til að girða fyrir útgerð frá öðrum ríkj- um var því sett inn sú regla að veiðar á svæðinu takmarkist við skip undir tólf metrum að lengd, en langflest fiskiskip á Möltu eru undir þeirri stærð. Þetta fyrir- komulag gerir það að verkum að maltneskir sjómenn munu eftir sem áður sitja einir að veiðum á svæðinu því ekki er talið svara kostnaði fyrir aðrar þjóðir að senda svo lítil fiskiskip svo langa leið til veiða við Möltu.7 Lettland fékk einnig álíka undanþágu í sjávarútvegi hvað varðar veiðar í Eystrasalti. Malta fékk því líka framgengt að öll eyjan er skilgreind sem harðbýlt svæði. Malta fékk enn frekari undanþágur fyrir eyjunni Gozo, sem tilheyrir Möltu. Til að mynda má selja þar vöru án þess að innheimta virðisaukaskatt. Sérlausnir innan ESB Til viðbótar við undanþágur og sérlausnir sem ríki hafa fengið í aðildarsamningum er einnig nokkuð um að aðildarríki ESB hafi einnig náð að semja um und- anþágur og sérlausnir eftir að inn í ESB er komið, sérstaklega í tengslum við endurskoðun á stofnsáttmála ESB. Danir, Bretar og Írar hafa til að mynda náð fram slíkum samningum. Eins og greint hefur verið frá standa Bretland og Írland til að mynda fyrir utan Schengen-samstarfið og hafa undanþágu frá stefnu- málum á sviði innflytjendamála, löggæslu og landamæraeftirlits. Þessi undanþága eða sérlausn er á grundvelli sérstakrar bók- unnar við Amsterdam-samninginn frá árinu 1997. Danskir kjósendur höfnuðu Maastricht -sáttmálanum frá árinu 1992 í þjóðaratkvæða- greiðslu. Í sérstöku samkomulagi sem undirritað var í Edinborg árið 1994 náðu Danir fram ýmsum sérákvæðum, til að mynda um veitingu ríkisborgararéttar og undanþágu frá þátttöku í mynt- bandalagi ESB. Eins og Bretar og Írar náðu Danir einnig fram sér- stakri bókun við Amsterdam- samninginn. Í henni fengu Danir einnig undanþágu frá ýmsum þáttum í samstarfi ESB á sviði innanríkis- og dómsmála þótt Danmörk sé vissulega fullgildur aðili að Schengen. Danmörk fékk að auki sérstaka heimild til að standa fyrir utan varnarsamstarf ESB. Undanþágur og sérlausnir verða raunar ekki aðeins til í aðildarsamningum eða við endur- skoðun á stofnsamningum ESB. Nokkuð er um að einstaka ríki hafi náð að semja sig frá einstaka tilskipunum og reglugerðum sem eru í undirbúningi og önnur ESB- ríki vilja setja. Slíkar undanþág- ur eru gjarnan veittar á svæðum sem búa við sérstakar aðstæður og þar sem viðkomandi reglugerð gengur gegn hagsmunum þess svæðis. Nokkuð er um slíkar und- anþágur í sjávarútvegi. Til að mynda við Hjaltlandseyjar og Orkneyjar auk sérreglna í Mið- jarðarhafi og Eystrasalti. Staða Íslands í aðildarviðræðum Framangreindar bókanir hafa sömu lagastöðu og aðildarsamn- ingarnir sjálfir. Í 174. gr. aðildar- samnings Austurríkis og Finn- lands, Svíþjóðar og Noregs er til að mynda sagt að þær séu óað- skiljanlegur hluti af samningn- um. Aðildarsamningar ríkja hafa svo einnig sömu stöðu og stofn- samningar ESB. Í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að ESB má nefna að í 299. grein Rómarsáttmálans er kveðið á um sérstaka stöðu um fjarlægar eyjar og héruð innan ESB. Í ákvæðinu er viðurkennt að sér- staða slíkra svæða geti kallað á ýmsar sérlausnir. Í skýrslu sem starfshópur á vegum utanríkis- ráðuneytisins tók saman árið 2004 undir heitinu Fiskveiðiauðlindin – Ísland og Evrópusambandið, er bent á að Ísland gæti nýtt þessa grein í samningum við ESB um sérlausn í sjávarútvegi en í ákvæðinu felst sú regla að „heimamönnum er tryggður víð- tækur forgangur til hagnýtingar náttúruauðlinda á hafsvæðum eyjanna sem um ræðir.“ Í skýrsl- unni kemur einnig fram að heima- menn geti krafist „einkaréttar til veiða, vinnslu og markaðssóknar, en mega hins vegar t.d. ekki sækja inn á meginlandsmarkað Evrópu með þeim hætti að skekki markaðsaðstæður þar.“ Í ákvæð- inu felast einnig möguleikar um „margvíslega styrki, m.a. til þró- unar og ráðgjafar, veiðarfæra og annarrar vélvæðingar, starfs- þjálfunar, vöruþróunar og sölu- mála.“ Þá gilda sérstök ákvæði um skattamál, tollamál, innflutn- ingshöft á þessum svæðum, og um stuðning vegna flutnings- kostnaðar, efnivörukostnaðar og fjármögnunar. Kjósi Íslendingar á annað borð að hefja aðildarviðræður við Evr- ópusambandið ætti samkvæmt þessari upptalningu hér að fram- an vel að vera gerlegt að ná við- unandi lausn í sjávarútvegsmál- inu. Komi til aðildarviðræðna ættu íslensk stjórnvöld að fara fram á sérstaka aðlögun á sjávar- útvegsstefnu ESB svo hún falli að aðstæðum á Íslandi. Baráttan um yfirráð yfir auðlindum landsins er nátengd sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og beintengd hug- myndum um fullveldi Íslands. Sjávarafurðir telja enn góðan meirihluta í vöruútflutningi Íslands. Yfirráð yfir fisknum snýst því með beinum hætti um yfirráð yfir eigin örlögum. Ekki síst þess vegna er mikilvægt að sérstaða svæðisins umhverfis Íslands sé áréttuð með óyggjandi hætti. Þetta væri til að mynda hægt að tryggja með því að gera fiskveiðilögsögu Íslands að sér- stöku stjórnsýslusvæði innan sameiginlegrar sjávarútvegs- stefnu ESB. Ekki væri um að ræða almenna undanþágu frá sjávarútvegsstefnunni heldur um sértæka beitingu hennar á ákveðnu svæði á grundvelli nálægðarreglu þannig að ákvarð- anir um nýtingu á auðlind Íslands sem ekki er sameiginleg með öðrum aðildarríkjum ESB yrðu teknar á Íslandi. Í rökstuðningi fyrir sérstakri beitingu sjávarút- vegsstefnunnar á Íslandi má beina sjónum að ólíkum aðstæð- um á Norðvestur-Atlantshafs- svæðinu annars vegar og haf- svæðum innan ESB hins vegar, líkt og Halldór Ásgrímsson gerði í Berlínarræðu sinni árið 2002. Við skoðun á landakorti Evrópu sjá menn það í hendi sér að þörf er á sameiginlegri sjávarútvegs- stefnu á meginlandi Evrópu þar sem um sameiginlega nýtingu er að ræða úr sameiginlegum auð- lindum. Fiskistofnar við megin- land Evrópu virða ekki landa- mæri og eru veiddir af fjölda ríkja. Því er augljóst að sameigin- leg stjórn þarf að vera á slíkum veiðum. Þessu er hins vegar ólíkt farið á Íslandsmiðum og raunar á öllu Norðvestur-Atlantshafi. Fiski- stofnar Íslands eru að mestu stað- bundnir og því er ekki um sam- eiginlega auðlind að ræða, ekki frekar en á við um skóga í Finn- landi eða olíu við strendur Bret- lands. Sjávarútvegsstefnu ESB var í raun aldrei ætlað að ná yfir svæði þar sem ekki eru sameigin- legar auðlindir og því tekur stefn- an, eðli málsins samkvæmt, ekki tillit til aðstæðna á Íslandi. Í hugs- anlegum aðildarviðræðum þarf því að skoða með hvað hætti unnt er að laga stefnuna að aðstæðum á Íslandi. Í því sambandi er unnt að beita nálægðarreglu Evrópu- sambandsins sem kveður á um að ákvarðanir skulu teknar sem næst þeim er ákvörðunin snertir. Svör við því hvort unnt sé að ná viðunandi aðildarsamningi við Evrópusambandið, til að mynda á borð við þá sem hér eru nefndir, fást hins vegar ekki fyrr en í aðildarviðræðum. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Greinin birtist með tilvísun í heimildir á Vísi. 18 5. apríl 2008 LAUGARDAGUR EIRÍKUR BERG- MANN EINARSSON Undanþágur og sérlausnir í aðildarviðræðum við ESB FRÁ AUSTURVELLI „Sjávarútvegsstefnu ESB var í raun aldrei ætlað að ná yfir svæði þar sem ekki eru sameiginlegar auðlindir og því tekur stefnan, eðli málsins sam- kvæmt, ekki tillit til aðstæðna á Íslandi,“ segir meðal annars í greininni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.