Fréttablaðið - 05.04.2008, Page 40

Fréttablaðið - 05.04.2008, Page 40
● heimili&hönnun Franski arkitektinn Jean Nouvel hlýtur Pritzker-verðlaunin í ár sem veitt verða í Washington D.C. í júní næstkomandi. Pritzker-verðlaunin eru virtustu arkitektúrverðlaun- in í heiminum í dag en þrjátíu ár eru liðin frá því að þau voru veitt í fyrsta sinn. Meðal þeirra sem hlotið hafa verðlaunin eru Frank Gehry, Paulo Mendez da Rocha og Zaha Hadid. Að mati dómnefndar þykir hug- rökk leit Jean Nouvel að nýjum hugmyndum og hvernig hann ögrar hefðbundnum gildum, í þeim tilgangi að teygja á takmörkum fagsins, standa upp úr á löngum ferli hans. Arkitektinn, sem er 62 ára gamall, þykir hugmyndaríkur, staðfastur og óseðjandi í skap- andi tilraunamennsku sinni. „Ég hef ætíð haft áhuga á arkitektúr sem endurspeglar samtíma okkar í stað þess að endurhugsa söguleg gildi. Verk- in mín takast á við það sem er að gerast núna, tækni okkar og efnivið, og allt það sem við erum megn um að gera í dag,“ segir Jean Nouvel sjálfur. Jean Nouvel vakti á sér heimsathygli með byggingu Institut du Monde Arabe (IMA) í París árið 1987, en sú bygging var reist fyrir til- stuðlan Francois Mitt- er- and, þáverandi Frakklandsforseta. Í dag sinnir Jean Nouvel verkefnum víða um heim þó að stærstan hluta verka hans sé að finna í Frakklandi. Hann tók þátt í að hanna tillögu að tónlistarhúsi fyrir Reykjavík- urborg, en varð ekki fyrir val- inu. Nokkur verka hans er að finna í Bandaríkjunum, meðal annars Guthrie-leikhúsið í Minn- eapolis sem reis árið 2006 og 75 hæða turn við nýlistasafn- ið MOMA í New York-borg. Nýleg og þekkt verk hans í Evrópu eru Branly-safnið í París, óperuhúsið í Lyon og Agbar-turninn í Barcelona. Auk þess sem nú er í bygg- ingu tónlistarhús í Kaup- mannahöfn sem hann hann- aði. Alls hefur hann lokið við tvö hundruð verk. - keþ Hugrökk hugmyndaleit ● Arkitektinn Jean Nouvel hlýtur Pritzker-verðlaunin í ár, virtustu verðlaun arkitekta í heimin- um. Tillaga að tónlistarhúsi fyrir Reykjavíkurborg er meðal þess sem hann hefur sent frá sér. Franski arkitektinn Jean Nouvel tekur við hinum virtu Pritzker-verðlaunum fyrir arkitektúr í júní næstkomandi. MYND/GEORGES FESSY Í mars 2007 tilkynnti Louvre-listasafnið að það myndi opna útibú í Abu Dhabi og var Jean Nouvel valinn í verkið. Áætlað er að verkinu ljúki 2012, en hér má sjá teikningu af byggingunni. MYND/GEORGES FESSY Tour de Verre er 75 hæða turn sem Jean Nouvel hannaði fyrir nýlistaafnið MOMA í New York og á að rísa við hlið safnsins. MYND/ATELIERS JEAN NOUVEL Institut du Monde Arabe (IMA) í París vakti athygli heimsins á arkitektúr Jean Nouvel. MYND/GEORGES FESSY Cartier-nýlistastofnunin í París sem Jean Nouvel hannaði og lokið var við árið 1993. MYND/GEORGES FESSY Sérstakir gluggar Institut du Monde Arabe í París kasta sérkennilegri birtu inn á ganga stofnunarinnar. Tour de Verre. M YN D /ATELIERS JEA N N O U VEL 5. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.