Fréttablaðið - 05.04.2008, Síða 40

Fréttablaðið - 05.04.2008, Síða 40
● heimili&hönnun Franski arkitektinn Jean Nouvel hlýtur Pritzker-verðlaunin í ár sem veitt verða í Washington D.C. í júní næstkomandi. Pritzker-verðlaunin eru virtustu arkitektúrverðlaun- in í heiminum í dag en þrjátíu ár eru liðin frá því að þau voru veitt í fyrsta sinn. Meðal þeirra sem hlotið hafa verðlaunin eru Frank Gehry, Paulo Mendez da Rocha og Zaha Hadid. Að mati dómnefndar þykir hug- rökk leit Jean Nouvel að nýjum hugmyndum og hvernig hann ögrar hefðbundnum gildum, í þeim tilgangi að teygja á takmörkum fagsins, standa upp úr á löngum ferli hans. Arkitektinn, sem er 62 ára gamall, þykir hugmyndaríkur, staðfastur og óseðjandi í skap- andi tilraunamennsku sinni. „Ég hef ætíð haft áhuga á arkitektúr sem endurspeglar samtíma okkar í stað þess að endurhugsa söguleg gildi. Verk- in mín takast á við það sem er að gerast núna, tækni okkar og efnivið, og allt það sem við erum megn um að gera í dag,“ segir Jean Nouvel sjálfur. Jean Nouvel vakti á sér heimsathygli með byggingu Institut du Monde Arabe (IMA) í París árið 1987, en sú bygging var reist fyrir til- stuðlan Francois Mitt- er- and, þáverandi Frakklandsforseta. Í dag sinnir Jean Nouvel verkefnum víða um heim þó að stærstan hluta verka hans sé að finna í Frakklandi. Hann tók þátt í að hanna tillögu að tónlistarhúsi fyrir Reykjavík- urborg, en varð ekki fyrir val- inu. Nokkur verka hans er að finna í Bandaríkjunum, meðal annars Guthrie-leikhúsið í Minn- eapolis sem reis árið 2006 og 75 hæða turn við nýlistasafn- ið MOMA í New York-borg. Nýleg og þekkt verk hans í Evrópu eru Branly-safnið í París, óperuhúsið í Lyon og Agbar-turninn í Barcelona. Auk þess sem nú er í bygg- ingu tónlistarhús í Kaup- mannahöfn sem hann hann- aði. Alls hefur hann lokið við tvö hundruð verk. - keþ Hugrökk hugmyndaleit ● Arkitektinn Jean Nouvel hlýtur Pritzker-verðlaunin í ár, virtustu verðlaun arkitekta í heimin- um. Tillaga að tónlistarhúsi fyrir Reykjavíkurborg er meðal þess sem hann hefur sent frá sér. Franski arkitektinn Jean Nouvel tekur við hinum virtu Pritzker-verðlaunum fyrir arkitektúr í júní næstkomandi. MYND/GEORGES FESSY Í mars 2007 tilkynnti Louvre-listasafnið að það myndi opna útibú í Abu Dhabi og var Jean Nouvel valinn í verkið. Áætlað er að verkinu ljúki 2012, en hér má sjá teikningu af byggingunni. MYND/GEORGES FESSY Tour de Verre er 75 hæða turn sem Jean Nouvel hannaði fyrir nýlistaafnið MOMA í New York og á að rísa við hlið safnsins. MYND/ATELIERS JEAN NOUVEL Institut du Monde Arabe (IMA) í París vakti athygli heimsins á arkitektúr Jean Nouvel. MYND/GEORGES FESSY Cartier-nýlistastofnunin í París sem Jean Nouvel hannaði og lokið var við árið 1993. MYND/GEORGES FESSY Sérstakir gluggar Institut du Monde Arabe í París kasta sérkennilegri birtu inn á ganga stofnunarinnar. Tour de Verre. M YN D /ATELIERS JEA N N O U VEL 5. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.