Fréttablaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 22
 5. apríl 2008 LAUGARDAGUR H ann er ákaf- lega fylginn sér, ef hann tekur sér eitthvað fyrir hendur þá fram- fylgir hann því mjög vel. Hann er maður orða sinna og afskaplega vinnusamur,“ segir Aldís Erna Helga- dóttir um eigin- mann sinn, Sturlu Jónsson, forsvars- mann atvinnubíl- stjóranna sem hafa vakið athygli fyrir mótmæli sín síðustu daga. Bílstjórarnir hafa þeytt horn sín og teppt umferð til að mótmæla vökulögum og háu eldsneytisverði. Með þessu vilja þeir hvetja ríkis- stjórnina til að grípa til aðgerða. „Hann er hörku- duglegur maður sem virðist geta hvað sem er. Það er ekkert sem vefst fyrir honum,“ segir Aldís. „Þó að hann virðist vera með ansi harðan skráp þá er hann líka viðkvæmur inn við beinið og mikil tilfinningavera þótt sumir haldi kannski annað.“ Mótmæli atvinnu- bílstjóranna eiga sér forsögu því fyrir þremur árum reyndu atvinnubíl- stjórar að efna til mótmæla gegn olíugjaldi og kílómetragjaldi en þá reyndist ekki vera jafn mikil samstaða meðal bílstjóranna og nú og því fjöruðu mótmælin út eftir skamman tíma. Á þessum tíma var Sturla forsvarsmað- ur fyrir hópnum og hitti meðal annars Geir H. Haarde í fjármálaráðuneyt- inu og ræddi þessi mál við hann. Á fimmtudaginn fyrir rúmri viku hringdi félagi Sturlu svo í hann og kvartaði yfir olíuverðinu. Sturla hvatti hann til að hætta röflinu og gera frekar eitthvað í því, hringja í menn og kanna samstöðuna. Hann kvaðst sjálfur skyldu hringja í sína kunningja. Þeir fóru svo báðir af stað og innan nokkurra tíma voru hafin mótmæli hundruða manna sem síðan hafa vakið athygli um allt land. Mótmælin hafa fengið meiri stuðning en nokkur hefði getað ímynd- að sér. Fyrir tilviljun hefur Sturla lent í því að vera í forystu fyrir hópnum og kannski er það líka vegna þess að hann talaði fyrir hópinn fyrir þremur árum. Sturla hefur gríðarlega réttlætiskennd og orð eins og framtaks- semi, elja, vinnu- semi og kraftur virðast eiga vel við hann. Sturla er maður fram- kvæmdanna, ef hann ákveður eitthvað kemur hann því í verk og það strax. Hann þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni og það er aldrei nein lognmolla í kringum hann, að sögn Aldísar. „Eftir honum er tekið hvert sem hann fer. Hann læðist ekkert með veggjum.“ Davíð Eyjólfsson atvinnubílstjóri hefur þekkt Sturlu í nokkur ár. „Hann er mjög skipulagð- ur, þrælsnöggur og vinnur mikið, er í vinnunni meiri- hluta sólarhrings- ins. Þetta er nagli enda þýðir ekkert annað í þessum jarðvinnubransa,“ segir hann. „Þetta er frábær náungi, nákvæmur og með allt sitt á hreinu. Hann borgar alltaf allt á réttum tíma og spáir í alla hluti. Hann lætur heyra í sér, vill oft leiða hópinn og hefur sínar hugmyndir. Hann þorir að stíga fram frekar en margur annar og er óhræddur við að segja skoðanir sínar umbúða- laust,“ segir Davíð. Aldís tekur undir þetta. „Hann er hreinn og beinn og segir meiningu sína hreint út,“ segir hún. Fyrir utan bíla- og tækjaáhugann hefur Sturla áhuga á útiveru og alls kyns ferðalögum og fer mikið upp um fjöll og firnindi. Hann er ekki flokkspólitísk- ur en tekur afstöðu með litla mannin- um. Hann hefur ekkert á móti því að menn græði peninga ef þeir gera það án þess að ganga á hlut annarra eða græða á öðrum. Sturla hefur átt ýmis áhugamál en stærst er torfæran sem hann stundaði fyrir nokkrum árum. „Hann var mjög áberandi í henni,“ segir Aldís. Þegar spurt er um galla segir hún að fyrst komi upp í hugann fljótfærni. „Hann fer stundum fram úr sér. Hann er líka skapmikill en þótt hann rífist og skammist er sanngirnin ekki langt undan.“ Sturla er ekki jafn mikið með strákunum sínum þremur, sjö, þrettán og sautján ára, og hann hefði viljað en þeir eru góðir vinir og hann nýtur þess að vera með þeim þegar hann getur. MAÐUR VIKUNNAR Aldrei nein lognmolla kringum hann STURLA JÓNSSON ÆVIÁGRIP Sturla Jónsson, eigandi Smágröfuleigunnar ehf. vélaleigu, fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1966. Foreldrar hans eru Ólafía Kristín Kristófersdóttir húsmóðir og Jón Hannesson bílstjóri. Stjúpi Sturlu er Sigurður Pétursson rafvirki. Sturla á sjö hálfsystkini og tvö stjúpsystkini og er þeirra elstur. Sturla er alinn upp í Breiðholtinu. Í æsku var hópurinn á heimilinu stór og mikil samkeppni. Krakkarnir lærðu að drífa sig að matarborðinu þegar kallað var því að sá sem kom seinastur fékk minnst. Margar fjölskyldur höfðu ekki úr miklu að moða í Breiðholtinu 1970 til 1985. Fjölskylda Sturlu var í þeim hópi. Sturla var einn vetur í Langholtsskóla og gekk svo í Fellaskóla en lauk ekki grunnskólaprófi. Til þess var hann of lítið fyrir bókina og mikið fyrir vinnuna. Sturla byrjaði ungur að vinna, hefur alltaf unnið mikið og starfað við margt. Hann var sendur ungur í sveit, fyrst að Brands- stöðum í Blöndudal, síðan í Munaðarnes og svo á Skarðsströnd. Eftir það starfaði hann við margt, var til að mynda kominn í vinnu í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi sextán ára gamall, var til sjós, vann á járnsmíðaverkstæði og starfaði sem aðstoðarmaður raf- virkja og bifvélavirki. Hann hefur unnið á gröfum og síðustu árin hefur hann rekið eigið fyrirtæki með stóra beltagröfu og vörubíl. Sturla er kvæntur Aldísi Ernu Helgadóttur hundasnyrti og eiga þau þrjá stráka, Helga Júlíus Sævarsson Verslunarskólanema og grunnskólanemana Kristófer og Elvar Þór Sturlusyni. Sturla hefur alltaf haft áhuga á vélum og farartækjum. Á fullorð- insárum hefur hann verið í akstursíþróttum, sérstaklega á árunum 1989-1991 og svo með hléum fram til 2001. Sturla var keppandi í fremstu röð. Á þessum tíma var hann byrjaður að reka fyrirtæki sitt og var í vinnunni fram til sex á daginn og svo í torfærunni fram til klukkan eitt eða tvö á nóttunni. Tímaleysið varð til þess að hann hætti. Síðustu tíu árin hefur Sturla sest við kaffiborðið á morgnana um helgar með félögum sínum á járnsmíðaverkstæðinu Factoria. Þar ræða menn samfélagsmál, fjárfestingar, stjórnmál og lífið eins og það leggur sig. VANN SÉR TIL FRÆGÐAR Sturla hefur verið mikið í fjölmiðlum upp á síðkastið sem for- svarsmaður atvinnubílstjóra. Bílstjórarnir hafa þeytt horn og teppt umferð til að mótmæla vökulögum og háu eldsneytisverði. HVAÐ SEGIR HANN? „Við viljum afnema vökulögin fyrir bílstjóra. Þau eru möl- brotin í allar áttir. Við verðum að átta okkur á því að við búum á eyju. Vegagerðin skaffar hvergi klósett eða sturtu við þjóðvegina og ætlast til að menn geri þarfir sínar í móunum. Það virkar ekki þannig.“ VISSIR ÞÚ ... Að það kostar 160 þúsund krónur tæpar að fylla tankinn á vörubíl Sturlu þegar hann er tómur. Miðlun Skeifa n söluskr ifstofur16 www.r emax. is Einn ö flugas ti faste ignave fur lan dsins Allar fastei gnasö lur eru sjálfst ætt re knar o g í ein kaeign Fasteig nablað 159. T ölublað - 6. ár gangur - 30. m ars 200 8 bls. 12 ER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINSS. 512 5441 hrannar@365.is S. 512 5426 vip@365.is HH Ráðgjöf • Fiskislóð 81 • 101 Reykjavík • Sí i 5 Ráðningarþjónusta Leitar þú að starfsmanni? Hulda Helgadóttir SigurborgÞórarinsdóttir KristínHallgrimsdóttir JónRagnarsson HH Ráðgjöf er alhliða ráðningarþjónusta og við státum okkur af því að veita framúrskarandi þjónustu hvort sem um ræðir ráðningu ófaglærðra, faglærð a eða sérfræðinga. Ráðgjafar okkar veita fúslega frekari upplýsingar í síma 561 5900 eða sendu okkur tölvupóst: hhr@hhr.is Vinnusparnaður Við vinnum úr umsóknum, leitum í gagnagrunni okkar, tökum forviðtöl og öflum umsagna. Markviss leit Nýr hugbúnaður gerir leit afar markvissa og tryggir að við finnum hæfasta einstaklinginn. Þriggja mánaða ábyrgð Ef starfsmaður hættir störfum innan þriggja mánaða er ráðning í hans stað án endurgjalds. Bregðumst fljótt viðOkkar aðalsmerki eru skjót viðbrögð og lögð er áhersla á að flýta ráðningarferlinu eins og unnt er. Fjöldi hæfra umsækjendaFjöldi umsækjenda er á skrá í almennum gagnagrunni okkar sem tryggir að við finnum rétta einstaklinginn fyrir starfið. Reynsla og þekkingHjá HH Ráðgjöf starfa sérfræðingar á sviði starfsmanna- mála sem búa m.a. yfir mikilli reynslu af ráðningum og hagnýtri menntun. Sanngjarnt verðBjóðum mjög hagstætt og samkeppnishæft verð á þjónustu okkar. Gerðu verðsamanburð! HH Ráðgjöf hefur vönduð vinnubrögð og fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum metnað okkar í að veita afburðarþjónustu og finna réttan einstakling fyrir þá aðila sem leita okkar aðstoðar við ráðningu starfsfólks. Kostir þess að nýta sér þjónustu HH Ráðgjafar eru m.a.: HORNAMENNIRNIR BALDVIN ÞORSTEINSSON ÚR VAL OG FRAMSTÚLKAN MARTHE SÖRDAL ERU KYNÞOKKAFYLLSTU HANDBOLTAMENN LANDSINS [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM ÍÞRÓTTIR ] Sport apríl 2008 FORDÓMAR LEIDDU TIL HANDTÖKU BRASSARNIR Í ÞRÓTTI SEGJA FRÁ HANDTÖKU SINNI Á VEGAMÓTUM KYNÞOKKAFULL FALINN RISI Í HVERAGERÐI HINN 17 ÁRA KÖRFUBOLTAMAÐUR RAGNAR NATHANAELSSON ER 2,16 CM Á HÆÐ ÆTLAR AÐ VERÐA BETRI EN LOGI GEIRS ARON PÁLMARS- SON ER NÝJASTA STJARNAN SEM KEMUR FRÁ FH Hassnýlendan fyrir bí? Í rúmlega þrjátíu ár hefur staðið styrr um friríkið Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Aprílgöbb og mótmæli Sigmar Guðmundsson myndi treysta ömmu sinni til að skandalísera ekki sem forseti og Nanna Rögnvaldar hrífst af fl ottum fótbolta- mönnum. Í Sportinu á sunnudag: Greint frá því hvaða handboltamenn þykja þeir kynþokkafyllstu á Íslandi; einnig er opinskátt viðtal við Brasilíumennina hjá Þrótti um hand- tökuna á Vegamótum og lífi ð á Íslandi. Sautján ára risi í körfuboltanum er einnig í viðtali, sem og efnilegasti handboltamaður landsins. Sport
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.