Fréttablaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 64
36 5. apríl 2008 LAUGARDAGUR SÁ MYRTI: Martin Luther King, fæddur í Atl- anta í Georgíu árið 1929. HVAR: Hótel Lorraine í Memphis í Tennessee. Skotinn til bana á svölum hótelsins þar sem hann var staddur með vinum sínum. King var staddur þar vegna verkfalls sorphreinsunar- manna í borginni. HVENÆR: 4. apríl 1968. MORÐINGINN: James Earl Ray, smáglæpa- maður og innbrotsþjófur, játaði glæpinn en dró játninguna til baka þremur dögum síðar. Hann hélt fram sakleysi sínu alla tíð. JARÐARFÖR: Ebenezer-baptistakirkjan en tvær athafnir áttu sér stað – ein 1.300 manna þar sem kirkjan tók ekki fleiri gesti í sæti, fyrir nánustu vini og fjölskyldu, og önnur seinna um daginn fyrir almenning. Milli athafna var gengið í gegnum Atlanta með kistu Kings frá kirkjunni að Morehouse þar sem síðari athöfnin átti sér stað. Mikill fjöldi safnaðist saman á leiðinni í þögn og einstaka staðar mátti heyra fólk kyrja frelsissöngva. ÖRLÖG MORÐINGJANS: Hlaut 99 ára fangelsisdóm, lést í fangelsi árið 1998 úr nýrnasjúkdómi. King-fjölskyldan trúði því aldrei að Ray væri morðinginn. Morð sem breyttu heiminum Í gær voru fjörutíu ár liðin frá því að mannréttindafrömuðurinn Martin Luther King var myrtur og var hann heimsbyggðinni allri mikill harmdauði. Júlía Margrét Alexandersdóttir rifjaði upp nokkur af frægustu morðum fyrr og síðar. FJÖLSKYLDAN EFINS UM MORÐINGJANN Dæmdur morðingi Martins Luthers King lést árið 1998 en hann hélt fram sakleysi sínu alla tíð. SÁ MYRTI: Abraham Lincoln, fæddur 1809 í Hardin-sýslu í Kentucky. HVAR: Í leikhúsinu Ford´s Theatre í Washing- ton-borg þar sem hann fór að sjá leikritið Our American Cousin ásamt eiginkonu sinni. Hann dó daginn eftir af skotsárinu. HVENÆR: 14. apríl 1865. MORÐINGINN: Leikarinn John Wilkes Booth. Morðið var hluti af áætlun um að steypa ríkisstjórninni en hann, í félagi við aðra, var andvígur sameiningu Norðurs og Suðurs. JARÐARFÖR: Jarðarförin var hinn 19. apríl en lík hans var flutt um 2.700 kílómetra leið, frá Washington, í gegnum New York og alla leið til Springfield í Illinois. Milljónir manna vottuðu forsetanum virðingu sína á þeirri löngu leið. ÖRLÖG MORÐINGJANS: Var myrtur 11 dögum síðar af sambandssinnum. SÁ MYRTI: John F. Kennedy, fæddur 1917 í Brook- line í Massachusetts. HVAR: Dallas í Texas. Kennedy var skotinn í forsetabifreiðinni þar sem henni var ekið við opinbert tækifæri eftir Dealey Plaza. HVENÆR: 22. nóvember 1963. MORÐINGINN: Lee Harvey Oswald, 24 ára. Oswald vann á þessum tíma afleysingastarf á bókasafni – Texas School Book Depository – en úr þeirri byggingu er Kennedy talinn hafa verið skotinn. ÖRLÖG MORÐINGJANS: Oswald var myrtur tveimur dögum eftir morð Johns F. Kennedy, þar sem verið var að flytja hann í fangelsi. Enn þann dag í dag eru smíðaðar kenningar um hver eigi raunverulega sök á morði Kennedys. JARÐARFÖR: Tveimur dögum eftir morðið var kista Kennedys flutt til þinghússins í Washington þar sem almenningi gafst kostur á að votta Kennedy virðingu sína. Hundruð þúsunda manna flykktust til þinghússins. 25. nóvember fór jarðarförin sjálf svo fram. SÁ MYRTI: John Lennon, fæddur 9. október árið 1940 í Liverpool á Englandi. HVAR: Lennon og eiginkona hans, Yoko Ono, voru að koma heim í íbúð sína í Dakota-byggingunni í New York. Lennon var skotinn á leið inn eftir að hafa veitt morðingja sínum eiginhandaráritun fyrr um kvöldið – einnig fyrir utan Dakota-bygging- una. HVENÆR: 8. desember 1980. MORÐINGINN: Mark David Chapman. Chapman átti við geðveiki að stríða, misnotaði eiturlyf og hætti í skóla. Hann vann sem öryggisvörður um tíma. ÖRLÖG MORÐINGJANS: Chapman fékk lífstíðardóm og er enn þann dag í dag vistaður á réttargeðdeild í New York. Hann hefur fjórum sinnum sótt um reynslulausn og jafnoft verið synjað. JARÐARFÖR: Daginn eftir dauða Lennons lét eiginkona hans þau orð falla að engin jarðarför yrði hald- in. Hinn 14. desember söfnuðust hins vegar milljónir manna saman á ýmsum stöðum í heiminum í tíu mínútna þögn til heiðurs Lennon – og var það að ósk Yoko Ono. Stærsti hópurinn kom saman í Central Park í New York. SÁ MYRTI: Olof Palme, fæddur 30. janúar árið 1927 í Stokkhólmi í Svíþjóð. HVAR: Palme var á leið heim úr kvikmyndahúsi í Stokkhólmi ásamt eiginkonu sinni. Hann var án lífvarða. HVENÆR: 28. janúar 1986. MORÐINGINN: Christer Pettersson, smáglæpa- maður og eiturlyfjasjúklingur. ÖRLÖG MORÐINGJANS: Pettersson var ekki hand- tekinn fyrr en rúmum tveimur árum eftir morðið og var sakfelldur. Nokkrum árum síðar var hann sýknaður fyrir hæstarétti og þá meðal annars vegna þess að morðvopnið hafði aldrei fundist. Pettersson lést árið 2004 en árið 2007 kom fram í dagsljósið bréf sem hann skrifaði til kærustu sinn- ar árið 1986 þar sem hann játar á sig morðið. SÚ MYRTA: Anna Lindh, fædd 19. júní 1957 í Stokkhólmi. HVAR: Verslunarmiðstöð í Stokkhólmi. Lindh var í verslunarferð með vinkonu sinni að velja föt fyrir kappræður. HVENÆR: 11. september árið 2003. MORÐINGINN: Mijailo Mijailovic, 25 ára gamall sænskur innflytjandi af serbneskum uppruna. ÖRLÖG MORÐINGJANS: Mijailovic hlaut lífstíðardóm og situr hann nú í sænsku fangelsi. Hann sagði að „raddir í höfði sér” hefðu stjórnað gerðum hans og hann hefði ekki ætlað að verða Lindh að bana. ÖRLAGARÍK VERSLUNARFERÐ Anna Lindh var að leita að fötum fyrir kappræður um upptöku evrunnar sem gjaldmiðils í Svíþjóð. MYRTUR Í LEIKHÚSI Abraham Lincoln var fyrsti forseti Bandaríkjanna sem var myrtur. ENGIN JARÐARFÖR Yoko Ono bað fólk um að biðja fyrir Lennon, líkt og hann hefði beðið fyrir heimsbyggðinni, og vildi enga opinbera jarðarför. STUND SEM ALLIR MUNA Flestir sem aldur hafa til muna hvar þeir voru staddir þegar tilkynnt var um lát John F. Kennedy. MORÐINGINN SÝKNAÐUR Ekki er langt síðan bréf kom fram í dagsljósið þar sem Pettersson játaði á sig morð Olof Palme.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.